Vetur að vori - stuðningur eftir óveður Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2024 16:31 Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð. Til að bregðast við afleiðingum kuldatíðarinnar hef ég sett á laggirnar vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjónsins til lengri tíma og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við bændur vegna þess. Hópurinn fundar þétt og heldur vel utan um stöðu mála. Nú þegar er ljóst að búfénaður hefur drepist, lömb gengið undan, borið hefur á veikindum eins og júgurbólgu, kal er á túnum og slætti mun seinka. Þá hefur ræktarland undir garðyrkju einnig hlotið skaða af veðurofsanum og æðarvarp víða ónýtt. Önnur áhrif kuldakastsins koma ekki fyllilega í ljós fyrr en seinna. Í sláturtíð haustsins er viðbúið að færri lömb skili sér í hús, fallþungi verði lægri og uppskerubrestur verði í grænmetisrækt. Þessi atriði hafa auðvitað áhrif á afkomu bænda. Á haustmánuðum skýrist myndin hvað þessa þætti varðar og unnt verður að leggja mat á langtímaáhrif veðursins. Hér eftir sem hingað til munum við standa við bakið á bændum. Myndin hefur verið að skýrast vegna kaltjóns á ræktarlöndum og hefur Bjargráðasjóður samþykkt verklag vegna afgreiðslu styrkumsókna vegna slíkra tjóna. Ég hvet bændur til að kynna sér það verklag vel, en skrá þarf tjón á Bændatorginu. Bjargráðasjóður mun koma til móts við bændur sem þurfa að kaupa hey á þessu ári af völdum uppskerubrests vegna kaltjóna. Það verður gert með sama hætti og í sambærilegum tjónum 2013 og 2020. Fyrir liggur, samkvæmt minnisblaði sem ég lagði fyrir ríkisstjórn, að farið verður fram á aukafjárveitingu til sjóðsins til að mæta tjóninu þegar það verður að fullu ljóst. Þá er verið að leita leiða til að skrá annað tjón vegna veðursins með sem einföldustum hætti og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar en ég hvet bændur til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins. Saman munum við hjálpast að við að vinna vel úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar áföll sem þessi hafa dunið yfir situr fólk eftir í óvissunni. Ég tel mikilvægt að við göngum skörulega fram í þessum efnum og eyðum henni. Ég hvet bændur til þess að hlúa að sér og kynna sér verkefni á borð við bændageð sem Bændasamtök Íslands standa fyrir. Það er í forgrunni að ná utan um ástandið og ég stend heilshugar með bændum og mun fylgjast vel þróun mála. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Stjórnsýsla Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð. Til að bregðast við afleiðingum kuldatíðarinnar hef ég sett á laggirnar vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjónsins til lengri tíma og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við bændur vegna þess. Hópurinn fundar þétt og heldur vel utan um stöðu mála. Nú þegar er ljóst að búfénaður hefur drepist, lömb gengið undan, borið hefur á veikindum eins og júgurbólgu, kal er á túnum og slætti mun seinka. Þá hefur ræktarland undir garðyrkju einnig hlotið skaða af veðurofsanum og æðarvarp víða ónýtt. Önnur áhrif kuldakastsins koma ekki fyllilega í ljós fyrr en seinna. Í sláturtíð haustsins er viðbúið að færri lömb skili sér í hús, fallþungi verði lægri og uppskerubrestur verði í grænmetisrækt. Þessi atriði hafa auðvitað áhrif á afkomu bænda. Á haustmánuðum skýrist myndin hvað þessa þætti varðar og unnt verður að leggja mat á langtímaáhrif veðursins. Hér eftir sem hingað til munum við standa við bakið á bændum. Myndin hefur verið að skýrast vegna kaltjóns á ræktarlöndum og hefur Bjargráðasjóður samþykkt verklag vegna afgreiðslu styrkumsókna vegna slíkra tjóna. Ég hvet bændur til að kynna sér það verklag vel, en skrá þarf tjón á Bændatorginu. Bjargráðasjóður mun koma til móts við bændur sem þurfa að kaupa hey á þessu ári af völdum uppskerubrests vegna kaltjóna. Það verður gert með sama hætti og í sambærilegum tjónum 2013 og 2020. Fyrir liggur, samkvæmt minnisblaði sem ég lagði fyrir ríkisstjórn, að farið verður fram á aukafjárveitingu til sjóðsins til að mæta tjóninu þegar það verður að fullu ljóst. Þá er verið að leita leiða til að skrá annað tjón vegna veðursins með sem einföldustum hætti og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar en ég hvet bændur til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins. Saman munum við hjálpast að við að vinna vel úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar áföll sem þessi hafa dunið yfir situr fólk eftir í óvissunni. Ég tel mikilvægt að við göngum skörulega fram í þessum efnum og eyðum henni. Ég hvet bændur til þess að hlúa að sér og kynna sér verkefni á borð við bændageð sem Bændasamtök Íslands standa fyrir. Það er í forgrunni að ná utan um ástandið og ég stend heilshugar með bændum og mun fylgjast vel þróun mála. Höfundur er matvælaráðherra.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun