Að fórna hamingju fyrir verslunarfrelsi Gunnar Hersveinn skrifar 15. júní 2024 13:31 Við öll höfum rétt til að verða frjálsar manneskjur. Hugtakið frelsi hefur ekki fullgerða merkingu nema í samhengi við annað. Við þurfum ekki frelsi til að geta keypt vín alla daga og nætur. Alkóhól eykur ekki frelsi heldur dregur úr viljamætti og dómgreind, það takmarkar frelsi til að hugsa og taka heillavænlegar ákvarðanir. Frjálshyggjumaður sem boðar frelsi til að kaupa áfengi hvarvetna misskilur frelsishugtakið og samhengið alvarlega. Hugtakið frelsi breytist oft við notkun í klisju, aðallega vegna þess að það er misnotað til að réttlæta hvaðeina og þá gleymist að taka tillit til annarra. Takmarkað aðgengi að áfengi er ákjósanlegt Takmarkalítið verslunarfrelsi til að kaupa áfengi dregur úr frelsi í fjölskyldum og í samfélaginu, það eykur líkur á ofbeldi, röngum ákvörðunum, slysum, og fyllir sjúkrahúsin af sjúklingum. Takmarkað aðgengi að áfengi er því ákjósanlegt. Skuggahliðin á bak við verslunarfrelsi með áfengi er augljós, einföld og margsönnuð: aukið aðgengi, aukin neysla, fleiri veikjast og deyja, fleiri vandamál fyrir fjölskyldur og dýrara heilbrigðiskerfi. Einfaldlega vegna þess að áfengi er engin venjuleg neysluvara heldur lífrænt leysiefni, eitur sem er notað sem hugbreytandi vímuefni og er fíkniefni og eiturlyf. Hættið að eyðileggja daginn fyrir börnum Það er réttur barna að búa í farsælu umhverfi, það veitir þeim frelsi. Mikilvægt er að markaðsöflin virði það því ofneysla áfengis getur farið illa með fjölskyldur og meðvirkni í fjölskyldum er líka vandi sem þarf að hafa í huga. Markaðurinn er gildislaus, gleymum því aldrei. Honum er sama um hamingju í fjölskyldum, við verðum því að treysta á löggjafann sem hefur völd til að takmarka aðgengi. Ekki treysta á ólöglegan vínsala á netinu. Það er í raun ótrúlegt hve slæm áhrif alkóhóls eru miðað við vinsældir þess og hve mikil áhætta fylgir drykkjunni, meðal annars að verða alvarlega háður alkóhóli. Sókn eftir áfengi getur valdið óhamingju en það gerir val á vínlausum lífsstíl ekki, styðjum það, ekki hitt. Hrósið þeim sem drekka ekki áfengi! Ég kann vel við að nota hugtakið frelsi. Ég vil vera frjáls andspænis ánetjandi efnum, alltaf, alla daga. Frelsið mitt er ekki hending. Áhættan sem felst í því að verða háður fíkniefnum, er ekki í neinu samræmi við ávinninginn! Það flokkast sem hrein og klár forréttindablinda ef aukið aðgengi að áfengi verður samþykkt á Alþingi. Víndrykkja er nú þegar almenn í samfélaginu og hvarvetna er boðið upp á áfengi. Verkefnið er því ekki að gera það aðgengilegra. Það er ekki falleg gjöf til þjóðarinnar á 80 ára lýðveldisafmæli, að auka aðgengi að áfengi í nafni verslunarfrelsis til að breyta vínmenningu. Æ sér gjöf til gjalda hjá hagsmunaaðilum sem búast þá við fleiri neytendum. Vínlaust fólk þarf oft að útskýra hvers vegna það vilji skera sig úr og er oft stimplað sem alkóhólistar, fíklar eða ófært um að hafa stjórn á sér. Í stað þess að fá hrós fyrir sjálfsaga, styrkleika og að nýta valkostinn, er það dæmt fyrir veikleikann sem felst í löngun til að drekka áfengi. Myndinni er snúið við eða hvor er alkinn, sá sem aldrei getur flotinu neitað eða sá sem velur að vera alltaf allsgáður? Aukið aðgengi – frelsi fyrir hverja? Við þurfum að læra að greina á milli hvað er gjöf og hvað er ekki gjöf. Ofneysla hefur áhrif á líðan allra í fjölskyldunni og litar félagsleg samskipti. Hún ýtir undir óeðlilega þætti og meðvirknin eykur streitu og kvíða. Einstaklingar glata frelsi sínu og hætta að hafa full tök á lífi sínu. Fæstir átta sig á þessu mynstri sem skapast í kringum einstaklinga með vímuefnaröskun, en það er lúmsk staðreynd. Þetta er spurning um ákvörðun um frelsi til frambúðar og farsældar. Að berjast fyrir forvörnum og vínlausum lífsstíl í nafni frelsis og knýja á um að áfengi verði fellt af stallinum í samfélaginu. Án sjálfsaga og hófsemdar og taumhalds verður ekkert frelsi. Hversu oft þarf að segja það: Áfengi er ekki venjuleg vara! Hver þarf áfengi ef markmiðið er: Skýr hugur, skapandi hjarta, hraustur heili. Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Við öll höfum rétt til að verða frjálsar manneskjur. Hugtakið frelsi hefur ekki fullgerða merkingu nema í samhengi við annað. Við þurfum ekki frelsi til að geta keypt vín alla daga og nætur. Alkóhól eykur ekki frelsi heldur dregur úr viljamætti og dómgreind, það takmarkar frelsi til að hugsa og taka heillavænlegar ákvarðanir. Frjálshyggjumaður sem boðar frelsi til að kaupa áfengi hvarvetna misskilur frelsishugtakið og samhengið alvarlega. Hugtakið frelsi breytist oft við notkun í klisju, aðallega vegna þess að það er misnotað til að réttlæta hvaðeina og þá gleymist að taka tillit til annarra. Takmarkað aðgengi að áfengi er ákjósanlegt Takmarkalítið verslunarfrelsi til að kaupa áfengi dregur úr frelsi í fjölskyldum og í samfélaginu, það eykur líkur á ofbeldi, röngum ákvörðunum, slysum, og fyllir sjúkrahúsin af sjúklingum. Takmarkað aðgengi að áfengi er því ákjósanlegt. Skuggahliðin á bak við verslunarfrelsi með áfengi er augljós, einföld og margsönnuð: aukið aðgengi, aukin neysla, fleiri veikjast og deyja, fleiri vandamál fyrir fjölskyldur og dýrara heilbrigðiskerfi. Einfaldlega vegna þess að áfengi er engin venjuleg neysluvara heldur lífrænt leysiefni, eitur sem er notað sem hugbreytandi vímuefni og er fíkniefni og eiturlyf. Hættið að eyðileggja daginn fyrir börnum Það er réttur barna að búa í farsælu umhverfi, það veitir þeim frelsi. Mikilvægt er að markaðsöflin virði það því ofneysla áfengis getur farið illa með fjölskyldur og meðvirkni í fjölskyldum er líka vandi sem þarf að hafa í huga. Markaðurinn er gildislaus, gleymum því aldrei. Honum er sama um hamingju í fjölskyldum, við verðum því að treysta á löggjafann sem hefur völd til að takmarka aðgengi. Ekki treysta á ólöglegan vínsala á netinu. Það er í raun ótrúlegt hve slæm áhrif alkóhóls eru miðað við vinsældir þess og hve mikil áhætta fylgir drykkjunni, meðal annars að verða alvarlega háður alkóhóli. Sókn eftir áfengi getur valdið óhamingju en það gerir val á vínlausum lífsstíl ekki, styðjum það, ekki hitt. Hrósið þeim sem drekka ekki áfengi! Ég kann vel við að nota hugtakið frelsi. Ég vil vera frjáls andspænis ánetjandi efnum, alltaf, alla daga. Frelsið mitt er ekki hending. Áhættan sem felst í því að verða háður fíkniefnum, er ekki í neinu samræmi við ávinninginn! Það flokkast sem hrein og klár forréttindablinda ef aukið aðgengi að áfengi verður samþykkt á Alþingi. Víndrykkja er nú þegar almenn í samfélaginu og hvarvetna er boðið upp á áfengi. Verkefnið er því ekki að gera það aðgengilegra. Það er ekki falleg gjöf til þjóðarinnar á 80 ára lýðveldisafmæli, að auka aðgengi að áfengi í nafni verslunarfrelsis til að breyta vínmenningu. Æ sér gjöf til gjalda hjá hagsmunaaðilum sem búast þá við fleiri neytendum. Vínlaust fólk þarf oft að útskýra hvers vegna það vilji skera sig úr og er oft stimplað sem alkóhólistar, fíklar eða ófært um að hafa stjórn á sér. Í stað þess að fá hrós fyrir sjálfsaga, styrkleika og að nýta valkostinn, er það dæmt fyrir veikleikann sem felst í löngun til að drekka áfengi. Myndinni er snúið við eða hvor er alkinn, sá sem aldrei getur flotinu neitað eða sá sem velur að vera alltaf allsgáður? Aukið aðgengi – frelsi fyrir hverja? Við þurfum að læra að greina á milli hvað er gjöf og hvað er ekki gjöf. Ofneysla hefur áhrif á líðan allra í fjölskyldunni og litar félagsleg samskipti. Hún ýtir undir óeðlilega þætti og meðvirknin eykur streitu og kvíða. Einstaklingar glata frelsi sínu og hætta að hafa full tök á lífi sínu. Fæstir átta sig á þessu mynstri sem skapast í kringum einstaklinga með vímuefnaröskun, en það er lúmsk staðreynd. Þetta er spurning um ákvörðun um frelsi til frambúðar og farsældar. Að berjast fyrir forvörnum og vínlausum lífsstíl í nafni frelsis og knýja á um að áfengi verði fellt af stallinum í samfélaginu. Án sjálfsaga og hófsemdar og taumhalds verður ekkert frelsi. Hversu oft þarf að segja það: Áfengi er ekki venjuleg vara! Hver þarf áfengi ef markmiðið er: Skýr hugur, skapandi hjarta, hraustur heili. Höfundur er rithöfundur
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun