Spennandi tímar fyrir ungt fólk í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 14. júní 2024 16:31 Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí. Ungmennastarf í Hafnarfirði verður eflt og útvíkkað frá því sem verið hefur m.a. með fleiri tækifærum til sköpunar, samveru og til að sinna áhugamálum í frístundum. Einnig verður nú boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir aldurshópinn á tveimur stöðum í bænum í stað einnar starfsstöðvar. Það er mikilvægt og hefur verið kallað eftir því í ört stækkandi bæjarfélagi. Frístundastarfið verður frá og með hausti í glænýju húsnæði að Selhellu 7 og í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn. Breytingarnar voru samþykktar á fundum fræðslu- og fjölskylduráðs. Í þeim er lögð áhersla á að veita ungu fólki í Hafnarfirði, fötluðu sem ófötluðu, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Í því skyni verður frístundastarfið endurskipulagt og útfært í takt við nútímann og síbreytilegar þarfir og vilja ungs fólks. Kallað hefur verið eftir slíkum breytingum víða að úr samfélaginu, meðal annars frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kjörnum fulltrúum, foreldrum og ungmennum sem ekki hafa sótt núverandi þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu. Mikilvægt er að ná til breiðari hóp fólks en nú er og verður það gert í samstarfi við væntanlega notendur. Starfsemi ungmennahússins Hamarsins við Suðurgötu verður hætt og húsnæðið nýtt undir þjónustu við fólk með fötlun. Þar verður markmiðið að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og efla kennslu í óhefðbundnum tjáskiptum. Umsjón með tómstunda- og frístundaþjónustu við ungt fólk með fötlun færist yfir á mennta- og lýðheilsusvið. Lögð er áhersla á að samráð og samtal hefjist sem fyrst við aðstandendur og notendur þjónustu Vinaskjóls og Klettsins og að þeir komi að vinnu starfshóps sem stofnaður verður til að útfæra breytingar á starfseminni. Unga fólkið fái að blómstra Í nýju glæsilegu húsnæði að Selhellu 7 verður boðið upp á fjölbreytta þjónusta fyrir ungt fólk, hópa- og félagsstarf ásamt sérhæfðari þjónustu fyrir öll ungmenni. Í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn er að mótast starf sem nýtist öllum, ekki síst ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Þar verða möguleikar á aðþróa hugmyndir ungs fólks, vinna að ýmis konar listsköpun og efla tengsl við önnur ungmenni með sameiginleg áhugamál. Í nýsköpunarsetrinu verður búnaður sem mun nýtast vel og getur hjálpað ungum frumkvöðlum í vinnu sinni og nýsköpun samfélaginu til heilla. Þar er einnig rúmgott fjölnota rými sem mun nýtast vel fyrir námskeið og viðburði. Það er því ljóst að tækifærin þar eru óþrjótandi og einskorðast við hugmyndir og framtak unga fólksins sem þarna fær að njóta sín og blómstra Ungmennaþing í haust Í kjölfar ákvörðunar um að efla og útvíkka starf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði verður á næstu dögum stofnaður starfshópur þar sem 16-24 ára ungmenni verða kölluð að borðinu, fulltrúar Ungmennaráðs og fatlaðra ungmenna. Verkefni starfshópsins verður meðal annars aðkalla saman enn stærri hóp ungs fólks á ungmennaþing í haust til að taka þátt í útfærslu breytinganna. Markmiðið með ungmennaþingi er að ná til breiðari hóps, valdefla ungt fólk, tengja þau við verkefnið og skapa samheldni og samvinnu. Við erum að hlusta og skilaboðin frá hafnfirskum ungmennum er samráð og samtal um starfsemi miðstöðva fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Kristín er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Margrét Vala er formaður fjölskylduráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí. Ungmennastarf í Hafnarfirði verður eflt og útvíkkað frá því sem verið hefur m.a. með fleiri tækifærum til sköpunar, samveru og til að sinna áhugamálum í frístundum. Einnig verður nú boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir aldurshópinn á tveimur stöðum í bænum í stað einnar starfsstöðvar. Það er mikilvægt og hefur verið kallað eftir því í ört stækkandi bæjarfélagi. Frístundastarfið verður frá og með hausti í glænýju húsnæði að Selhellu 7 og í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn. Breytingarnar voru samþykktar á fundum fræðslu- og fjölskylduráðs. Í þeim er lögð áhersla á að veita ungu fólki í Hafnarfirði, fötluðu sem ófötluðu, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Í því skyni verður frístundastarfið endurskipulagt og útfært í takt við nútímann og síbreytilegar þarfir og vilja ungs fólks. Kallað hefur verið eftir slíkum breytingum víða að úr samfélaginu, meðal annars frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kjörnum fulltrúum, foreldrum og ungmennum sem ekki hafa sótt núverandi þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu. Mikilvægt er að ná til breiðari hóp fólks en nú er og verður það gert í samstarfi við væntanlega notendur. Starfsemi ungmennahússins Hamarsins við Suðurgötu verður hætt og húsnæðið nýtt undir þjónustu við fólk með fötlun. Þar verður markmiðið að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og efla kennslu í óhefðbundnum tjáskiptum. Umsjón með tómstunda- og frístundaþjónustu við ungt fólk með fötlun færist yfir á mennta- og lýðheilsusvið. Lögð er áhersla á að samráð og samtal hefjist sem fyrst við aðstandendur og notendur þjónustu Vinaskjóls og Klettsins og að þeir komi að vinnu starfshóps sem stofnaður verður til að útfæra breytingar á starfseminni. Unga fólkið fái að blómstra Í nýju glæsilegu húsnæði að Selhellu 7 verður boðið upp á fjölbreytta þjónusta fyrir ungt fólk, hópa- og félagsstarf ásamt sérhæfðari þjónustu fyrir öll ungmenni. Í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn er að mótast starf sem nýtist öllum, ekki síst ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Þar verða möguleikar á aðþróa hugmyndir ungs fólks, vinna að ýmis konar listsköpun og efla tengsl við önnur ungmenni með sameiginleg áhugamál. Í nýsköpunarsetrinu verður búnaður sem mun nýtast vel og getur hjálpað ungum frumkvöðlum í vinnu sinni og nýsköpun samfélaginu til heilla. Þar er einnig rúmgott fjölnota rými sem mun nýtast vel fyrir námskeið og viðburði. Það er því ljóst að tækifærin þar eru óþrjótandi og einskorðast við hugmyndir og framtak unga fólksins sem þarna fær að njóta sín og blómstra Ungmennaþing í haust Í kjölfar ákvörðunar um að efla og útvíkka starf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði verður á næstu dögum stofnaður starfshópur þar sem 16-24 ára ungmenni verða kölluð að borðinu, fulltrúar Ungmennaráðs og fatlaðra ungmenna. Verkefni starfshópsins verður meðal annars aðkalla saman enn stærri hóp ungs fólks á ungmennaþing í haust til að taka þátt í útfærslu breytinganna. Markmiðið með ungmennaþingi er að ná til breiðari hóps, valdefla ungt fólk, tengja þau við verkefnið og skapa samheldni og samvinnu. Við erum að hlusta og skilaboðin frá hafnfirskum ungmennum er samráð og samtal um starfsemi miðstöðva fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Kristín er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Margrét Vala er formaður fjölskylduráðs.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun