„Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu“ Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 11:25 Loga mislíkaði fliss Bjarna og lá ekki á því í þingsal nú fyrir stundu. vísir/vilhelm/arnar Þingfundur hófst nú klukkan 10:30 og byrjaði með látum í umræðu um fundastjórn forseta. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu hver á fætur öðrum og auglýstu eftir fjárlagafrumvarpinu. Það sló í brýnu milli þeirra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar á þinginu nú fyrir skömmu. Í miðri ræðu Loga fór Bjarni að hlæja og það mislíkaði Loga. „Við erum með ríkisstjórn sem er hvorki lifandi né dauð,“ sagði Logi og vildi meina að þetta væri farið að stappa nærri dónaskap hvernig komið væri fram við þingið. Og Bjarni bara flissar! En á dagskrá er útlendingamálið en þingmenn lýstu eftir fjárlagafrumvarpinu á dagskrá, en þar væri hægt að ræða hvernig fjármagna eigi þurftafrek mál önnur. Bjarni hins vegar flissaði og þá fauk í Loga. „Á meðan hlær forsætisráðherra af þingmönnum. Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þingið að athlægi. Forsætisráðherra er getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman,“ sagði Logi. Þorbjörg Sigríður sagði Bjarna vera með dólg og hafi svo rokið út í fýlu, en Bjarni brá sér úr þingsalnum í lok rimmu við Loga. Hann var svo mættur fljótlega aftur í þingið og tekur þátt í umræðum þar sem eru heitar. Stjórnarandstaðan sakar Bjarna um lélega verkstjórn og að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm. Bjarni Benediktsson steig í pontu og sagði erfitt að verjast hlátri þegar menn væru að birtast í pontu og fara með aðra eins þvælu. Stjórnarandstöðunni veittist greinilega erfitt að ræða útlendingamálið. Bjarni sagði aukinheldur að þjóðin væri að sligast, við að bjóða upp á aðra eins þvælu, málþóf og ræðuhöld um forseta. Og enn væri farið með einhverjar klisjur um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Þorbjörg Sigríður sakar Bjarna um dólg Þingmenn sögðu að ekkert væri að því að ræða útlendingamálin en fjármálaáætlunin væri grundvallaraatriði. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er meðal þeirra sem steig í pontu og sagði: „Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu.“ Þorbjörg Sigríður spurði; hvar er virðing fyrir þinginu? Hún sagði að á þinginu hafi verið að ræða ágætis mál en ekki mál sem skipta mestu máli um þinglok. Þau eru búin að gleyma því að verkefnin snúast ekki um hvort merkimiðinn heiti vinstri eða hægri. Afgreidd hafi verið 60 mál í samanburði við 120 í fyrra. „Þau eru verkstola því þau geta ekki talað saman.“ Nú er yfirstandandi dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir og er heitt í salnum. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Það sló í brýnu milli þeirra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar á þinginu nú fyrir skömmu. Í miðri ræðu Loga fór Bjarni að hlæja og það mislíkaði Loga. „Við erum með ríkisstjórn sem er hvorki lifandi né dauð,“ sagði Logi og vildi meina að þetta væri farið að stappa nærri dónaskap hvernig komið væri fram við þingið. Og Bjarni bara flissar! En á dagskrá er útlendingamálið en þingmenn lýstu eftir fjárlagafrumvarpinu á dagskrá, en þar væri hægt að ræða hvernig fjármagna eigi þurftafrek mál önnur. Bjarni hins vegar flissaði og þá fauk í Loga. „Á meðan hlær forsætisráðherra af þingmönnum. Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þingið að athlægi. Forsætisráðherra er getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman,“ sagði Logi. Þorbjörg Sigríður sagði Bjarna vera með dólg og hafi svo rokið út í fýlu, en Bjarni brá sér úr þingsalnum í lok rimmu við Loga. Hann var svo mættur fljótlega aftur í þingið og tekur þátt í umræðum þar sem eru heitar. Stjórnarandstaðan sakar Bjarna um lélega verkstjórn og að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm. Bjarni Benediktsson steig í pontu og sagði erfitt að verjast hlátri þegar menn væru að birtast í pontu og fara með aðra eins þvælu. Stjórnarandstöðunni veittist greinilega erfitt að ræða útlendingamálið. Bjarni sagði aukinheldur að þjóðin væri að sligast, við að bjóða upp á aðra eins þvælu, málþóf og ræðuhöld um forseta. Og enn væri farið með einhverjar klisjur um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Þorbjörg Sigríður sakar Bjarna um dólg Þingmenn sögðu að ekkert væri að því að ræða útlendingamálin en fjármálaáætlunin væri grundvallaraatriði. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er meðal þeirra sem steig í pontu og sagði: „Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu.“ Þorbjörg Sigríður spurði; hvar er virðing fyrir þinginu? Hún sagði að á þinginu hafi verið að ræða ágætis mál en ekki mál sem skipta mestu máli um þinglok. Þau eru búin að gleyma því að verkefnin snúast ekki um hvort merkimiðinn heiti vinstri eða hægri. Afgreidd hafi verið 60 mál í samanburði við 120 í fyrra. „Þau eru verkstola því þau geta ekki talað saman.“ Nú er yfirstandandi dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir og er heitt í salnum.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira