Ólögleg áfengissala Ari Jónsson skrifar 12. júní 2024 17:30 Fjármálaráðherra hefur nýverið annars vegar sent erindi til lögreglu vegna ólöglegrar netsölu, og hins vegar birt álit lögmanna um regluverk vegna áfengissölu hérlendis. Álit þessara lögmanna sýnir þrennt með skýrum hætti. Í fyrsta lagi er íslenska ríkinu frjálst að takmarka áfengissölu vegna lýðheilsu samkvæmt EES-samningum. Í öðru lagi er einkaleyfi ÁTVR til smásölu hérlendis skýrt. Í þriðja lagi þá þarf flutningur á áfengi milli ríkja að vera raunverulegur innflutningur, til þess að falla undir frjálsa vöruflutninga skv. EES. Hæstiréttur Svíþjóðar og Hæstiréttur Danmerkur hefur túlkað hvað telst raunverulegur vöruflutningur og þar með netsala áfengis milli ríkja, og Hæstiréttur Íslands myndi túlka það eins að mati þessara lögmanna. Fjölmargar smásölur hafa opnað hérlendis fyrir áfengi - í andstöðu við lögbundið einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis. Hagkaup hefur síðast fyrirtækja boðað sölu áfengis í Skeifunni með notkun QR kóða, snjalltækja og afhendingar innan 15 mínútna. Allir sjá að þessi leikþáttur er lélegur, enda ekki um að ræða innflutning og netverslun yfir landmæri með áfengi sem er selt og afhent með framangreindum hætti. Smásala Sante, Smáríkisins, Hagkaups og fleiri fyrirtækja er því ólögleg eins álit lögmanna sýnir. Löghlýðnir borgarar, fyrirtæki, og áhugamenn um íslenskt atvinnulíf hljóta því að spyrja sig nokkurra spurninga: Nýtur ólögleg smásala áfengis, verndar samkvæmt lögum eða „lögverndar“ eins og það er kallað? Svarið er nei, ekki frekar en sala á þýfi eða ólögmætum vímuefnum. Af því leiðir að slík ólögleg starfsemi nýtur ekki verndar réttarríkisins, hvorki dómstóla né lögreglu. Ef lager og birgðir ólöglegrar áfengissölu Sante, Hagkaups eða annarra verður fyrir skemmdarverkum eða er stolið, væri þá hægt að ákæra viðkomandi geranda fyrir eignaspjöll eða þjófnað? Svarið er nei. Ef fasteign og húsnæði sem hýsir ólöglega atvinnustarfsemi fyrir áfengissölu eins og hjá ofangreindum fyrirtækjum, verður fyrir eldsvoða eða öðru tjóni sem rekja má til slíkrar starfsemi, fellur viðkomandi fasteign og atvinnurekstur þá undir tryggingavernd vátryggingar? Svarið er nei. Þvert á móti gæti sá sem ábyrgur er fyrir ólöglegri atvinnustarfsemi borið ábyrgð á slíku tjóni gagnvart fasteignaeiganda og öðrum gagnaðilum eða kröfuhöfum. Ef starfsfólk verður fyrir óhappi í starfi við það að sinna starfsskipunum atvinnurekanda í ólöglegri atvinnustarfsemi eins og smásölu áfengis, nýtur viðkomandi starfsmaður verndar heilbrigðis- eða starfstryggingar sinnar eða atvinnurekanda? Svarið er nei. Samstarfaðilar, viðskiptavinir og starfsmenn þessara fyrirtækja hafi framangreint í huga. Höfundur er skattgreiðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur nýverið annars vegar sent erindi til lögreglu vegna ólöglegrar netsölu, og hins vegar birt álit lögmanna um regluverk vegna áfengissölu hérlendis. Álit þessara lögmanna sýnir þrennt með skýrum hætti. Í fyrsta lagi er íslenska ríkinu frjálst að takmarka áfengissölu vegna lýðheilsu samkvæmt EES-samningum. Í öðru lagi er einkaleyfi ÁTVR til smásölu hérlendis skýrt. Í þriðja lagi þá þarf flutningur á áfengi milli ríkja að vera raunverulegur innflutningur, til þess að falla undir frjálsa vöruflutninga skv. EES. Hæstiréttur Svíþjóðar og Hæstiréttur Danmerkur hefur túlkað hvað telst raunverulegur vöruflutningur og þar með netsala áfengis milli ríkja, og Hæstiréttur Íslands myndi túlka það eins að mati þessara lögmanna. Fjölmargar smásölur hafa opnað hérlendis fyrir áfengi - í andstöðu við lögbundið einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis. Hagkaup hefur síðast fyrirtækja boðað sölu áfengis í Skeifunni með notkun QR kóða, snjalltækja og afhendingar innan 15 mínútna. Allir sjá að þessi leikþáttur er lélegur, enda ekki um að ræða innflutning og netverslun yfir landmæri með áfengi sem er selt og afhent með framangreindum hætti. Smásala Sante, Smáríkisins, Hagkaups og fleiri fyrirtækja er því ólögleg eins álit lögmanna sýnir. Löghlýðnir borgarar, fyrirtæki, og áhugamenn um íslenskt atvinnulíf hljóta því að spyrja sig nokkurra spurninga: Nýtur ólögleg smásala áfengis, verndar samkvæmt lögum eða „lögverndar“ eins og það er kallað? Svarið er nei, ekki frekar en sala á þýfi eða ólögmætum vímuefnum. Af því leiðir að slík ólögleg starfsemi nýtur ekki verndar réttarríkisins, hvorki dómstóla né lögreglu. Ef lager og birgðir ólöglegrar áfengissölu Sante, Hagkaups eða annarra verður fyrir skemmdarverkum eða er stolið, væri þá hægt að ákæra viðkomandi geranda fyrir eignaspjöll eða þjófnað? Svarið er nei. Ef fasteign og húsnæði sem hýsir ólöglega atvinnustarfsemi fyrir áfengissölu eins og hjá ofangreindum fyrirtækjum, verður fyrir eldsvoða eða öðru tjóni sem rekja má til slíkrar starfsemi, fellur viðkomandi fasteign og atvinnurekstur þá undir tryggingavernd vátryggingar? Svarið er nei. Þvert á móti gæti sá sem ábyrgur er fyrir ólöglegri atvinnustarfsemi borið ábyrgð á slíku tjóni gagnvart fasteignaeiganda og öðrum gagnaðilum eða kröfuhöfum. Ef starfsfólk verður fyrir óhappi í starfi við það að sinna starfsskipunum atvinnurekanda í ólöglegri atvinnustarfsemi eins og smásölu áfengis, nýtur viðkomandi starfsmaður verndar heilbrigðis- eða starfstryggingar sinnar eða atvinnurekanda? Svarið er nei. Samstarfaðilar, viðskiptavinir og starfsmenn þessara fyrirtækja hafi framangreint í huga. Höfundur er skattgreiðandi
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar