Leggðu rafskútunni vel í Kópavogi Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 12. júní 2024 12:46 Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur. Notendur leggja farartækjunum ekki á ákjósanlegum stöðum í of mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum er hjólunum lagt svo illa að þau skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. Á þetta ekki hvað síst við um börn, fatlað fólk og eldri borgara. Til að bregðast við þessu hefur Kópavogsbær farið í viðræður við þá aðila sem leigja hjólinn út, um ákveðnar aðgerðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Fyrst ber þó að nefna að Kópavogsbær gerir kröfur um að allar skólalóðir séu „hæg svæði“ þar sem hámarkshraði raskútanna er að hámarki 15 km/klst. Þetta hefur reynst mjög vel. Seinni aðgerðin er að koma upp fleiri skútustæðum á bæjarlandi Kópavogs. Skútustæði, eða sleppisvæði, eru skilgreind svæði í smáforriti (appi) rafskútluleiganna þar sem notendur eru hvattir til að leggja gegn einhverskonar ívilnun. Í kjölfarið varið farið í hugmyndavinnu og reynt að tengja þetta frekar við strætóleiðirnar í gegnum bæinn. Í samstarfi við Strætó verða sleppisvæði í nálægð við allar biðstöðvar bæjarins til að hvetja fólk til að samnýta þessar tvo umhverfisvænu samgöngumáta. Þessi stæði eiga að vera þannig staðsett að þau séu ekki fyrir öðrum vegfarendum. Hopp og Zolo veita afslátt af ferðinni ef lagt er í skútustæði. Næsta markmið er síðan að fjölga þessum stæðum frekar í bæjarlandinu, t.d. við sundlaugarnar, íþróttamannvirki og önnur heit svæði sem er hægt að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigunum. Bæði fyrirtækin hafa verið meira en áhugasöm um þetta framtak og er það von forsvarsmanna Kópavogsbæjar að þetta framtak muni mælast vel fyrir, öllum til heilla. Að þessu tilefni var fyrsta sleppisvæðið vígt formlega í dag kl 13 á Smárhvammsvegi. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur. Notendur leggja farartækjunum ekki á ákjósanlegum stöðum í of mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum er hjólunum lagt svo illa að þau skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. Á þetta ekki hvað síst við um börn, fatlað fólk og eldri borgara. Til að bregðast við þessu hefur Kópavogsbær farið í viðræður við þá aðila sem leigja hjólinn út, um ákveðnar aðgerðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Fyrst ber þó að nefna að Kópavogsbær gerir kröfur um að allar skólalóðir séu „hæg svæði“ þar sem hámarkshraði raskútanna er að hámarki 15 km/klst. Þetta hefur reynst mjög vel. Seinni aðgerðin er að koma upp fleiri skútustæðum á bæjarlandi Kópavogs. Skútustæði, eða sleppisvæði, eru skilgreind svæði í smáforriti (appi) rafskútluleiganna þar sem notendur eru hvattir til að leggja gegn einhverskonar ívilnun. Í kjölfarið varið farið í hugmyndavinnu og reynt að tengja þetta frekar við strætóleiðirnar í gegnum bæinn. Í samstarfi við Strætó verða sleppisvæði í nálægð við allar biðstöðvar bæjarins til að hvetja fólk til að samnýta þessar tvo umhverfisvænu samgöngumáta. Þessi stæði eiga að vera þannig staðsett að þau séu ekki fyrir öðrum vegfarendum. Hopp og Zolo veita afslátt af ferðinni ef lagt er í skútustæði. Næsta markmið er síðan að fjölga þessum stæðum frekar í bæjarlandinu, t.d. við sundlaugarnar, íþróttamannvirki og önnur heit svæði sem er hægt að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigunum. Bæði fyrirtækin hafa verið meira en áhugasöm um þetta framtak og er það von forsvarsmanna Kópavogsbæjar að þetta framtak muni mælast vel fyrir, öllum til heilla. Að þessu tilefni var fyrsta sleppisvæðið vígt formlega í dag kl 13 á Smárhvammsvegi. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun