Ætlar að spila þangað til „dekkin detta af“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 07:31 Travis Kelce og Joe Biden Bandaríkjaforseti. Andrew Harnik/Getty Images Travis Kelce stefnir á að spila eins lengi og líkami hans leyfir honum. Þessi 34 ára gamli innherji skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við ríkjandi NFL-meistara Kansas City Chiefs í sumar eftir að getgátur voru uppi um að hann myndi leggja skóna á hilluna. Kelce varð í febrúar NFL-meistari í þriðja sinn þegar Chiefs lagði San Francisco 49ers í Ofurskálinni. Á síðari hluta tímabilsins var Travis í fjölmiðlum að því virtist hvern einasta dag, ef ekki fyrir frammistöðu sína með Chiefs þá var það vegna ástarsambands hans og poppprinsessunnar Taylor Swift. Travis sjálfur virtist tvístígandi varðandi næsta skref á ferli sínum en ákvað á endanum að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Chiefs. Sá samningur gerir hann að launahæsta innherja í NFL-deildinni, eitthvað sem hann hefur ekki verið til þessa. Samningurinn hljóðar upp á tæplega fimm milljarða og er að mestu öruggur, það er að hann fær peninginn sama þó hann meiðist eða eitthvað gerist sem orsakar að hann geti ekki spilað. Travis Kelce retirement not in near future, planning to play 'until the wheels fall off' ⤵️ https://t.co/iqsfprB87p— The Athletic NFL (@TheAthleticNFL) June 11, 2024 Í viðtali skömmu eftir að hafa skrifað undir samninginn sagðist Travis stefna á að spila „þangað til dekkin detta af.“ „Vonandi gerist það þó ekki á næstunni. Ég elska að mæta í vinnuna á hverjum degi. Ég veit vel að það eru fleiri tækifæri þarna fyrir utan fótboltann en mér líður enn eins og litlum krakka þegar ég mæti til vinnu. Ég elska þetta,“ sagði Kelce meðal annars en Chiefs-liðið er mætt til vinnu og farið að undirbúa sig undir næsta tímabil. NFL Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Kelce varð í febrúar NFL-meistari í þriðja sinn þegar Chiefs lagði San Francisco 49ers í Ofurskálinni. Á síðari hluta tímabilsins var Travis í fjölmiðlum að því virtist hvern einasta dag, ef ekki fyrir frammistöðu sína með Chiefs þá var það vegna ástarsambands hans og poppprinsessunnar Taylor Swift. Travis sjálfur virtist tvístígandi varðandi næsta skref á ferli sínum en ákvað á endanum að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Chiefs. Sá samningur gerir hann að launahæsta innherja í NFL-deildinni, eitthvað sem hann hefur ekki verið til þessa. Samningurinn hljóðar upp á tæplega fimm milljarða og er að mestu öruggur, það er að hann fær peninginn sama þó hann meiðist eða eitthvað gerist sem orsakar að hann geti ekki spilað. Travis Kelce retirement not in near future, planning to play 'until the wheels fall off' ⤵️ https://t.co/iqsfprB87p— The Athletic NFL (@TheAthleticNFL) June 11, 2024 Í viðtali skömmu eftir að hafa skrifað undir samninginn sagðist Travis stefna á að spila „þangað til dekkin detta af.“ „Vonandi gerist það þó ekki á næstunni. Ég elska að mæta í vinnuna á hverjum degi. Ég veit vel að það eru fleiri tækifæri þarna fyrir utan fótboltann en mér líður enn eins og litlum krakka þegar ég mæti til vinnu. Ég elska þetta,“ sagði Kelce meðal annars en Chiefs-liðið er mætt til vinnu og farið að undirbúa sig undir næsta tímabil.
NFL Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira