Dæmdur í bann fyrir að fleygja „fullum vatnsbrúsa í smettið á trommara“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2024 19:46 Einhvern veginn svona hefur Danijel líklega mundað höndina er hann kastaði brúsanum. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings í Bestu deild karla, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Eftirlitsmaðurinn á vellinum sá atvikið og sagði í skýrslu sinni að Danijel hafi kastað vatnsbrúsa upp í stúku að stuðningsmönnum Breiðabliks. Hilmar Jökull , formaður Kópacabana var fyrsta vitni að atvikinu og vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Hann sagði Danijel hafa kastað „fullum vatnsbrúsa í smettið á trommara Kópacabana“. Vegna alvarleika málsins krafðist KSÍ svara frá Víkingi. Þeir segja hann hafi tekið vatnsbrúsann upp og ætlað að skvetta á áhorfendur en þar sem brúsinn var tómur „henti hann honum frekar með léttri hreyfingu þar sem stuðningsfólk Breiðabliks var... fullorðnir menn, mun eldri en Danijel, og höfðu þeir kallað að honum hinum ýmsu ókvæðisorðum... Einn einstaklingur fékk tóman vatnsbrúsa í derhúfu sína og var augljóslega ekki meint af... Danijel sér eftir atvikinu“. Úrskurð aganefndar má lesa í heild sinni hér. Knattspyrnudeild Víkings hlýtur 50.000 króna sekt. Danijel skal sæta leikbanni í tvo leiki frá Bestu deildinni. Danijel mun því missa af leikjum Víkings gegn Val á útivelli 18. júní og KR á heimavelli 22.júní. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Eftirlitsmaðurinn á vellinum sá atvikið og sagði í skýrslu sinni að Danijel hafi kastað vatnsbrúsa upp í stúku að stuðningsmönnum Breiðabliks. Hilmar Jökull , formaður Kópacabana var fyrsta vitni að atvikinu og vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Hann sagði Danijel hafa kastað „fullum vatnsbrúsa í smettið á trommara Kópacabana“. Vegna alvarleika málsins krafðist KSÍ svara frá Víkingi. Þeir segja hann hafi tekið vatnsbrúsann upp og ætlað að skvetta á áhorfendur en þar sem brúsinn var tómur „henti hann honum frekar með léttri hreyfingu þar sem stuðningsfólk Breiðabliks var... fullorðnir menn, mun eldri en Danijel, og höfðu þeir kallað að honum hinum ýmsu ókvæðisorðum... Einn einstaklingur fékk tóman vatnsbrúsa í derhúfu sína og var augljóslega ekki meint af... Danijel sér eftir atvikinu“. Úrskurð aganefndar má lesa í heild sinni hér. Knattspyrnudeild Víkings hlýtur 50.000 króna sekt. Danijel skal sæta leikbanni í tvo leiki frá Bestu deildinni. Danijel mun því missa af leikjum Víkings gegn Val á útivelli 18. júní og KR á heimavelli 22.júní.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira