Tekist á um safnskóla í Laugardal: Áformin „vanvirðing og eiginlega valdníðsla“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2024 20:11 Stefnt er að byggingu safnskóla í Laugardalnum fyrir nemendur sem annars færu í Laugalækja- eða Langholtsskóla. Vísir/Vilhelm Heitt var í hamsi í ráðhúsinu í dag þegar umræða um framtíðarskipulag skóla í Laugardal á Borgarstjórnarfundi. Umræður tóku á fjórða tíma og borgarfulltrúar minni hlutans sökuðu meiri hluta meðal annars um svik og valdníðslu. Í október 2022 samþykkti skóla og frístundaráð tillögu um að byggja við alla þrjá grunnskólana í Laugardal vegna mikillar fjölgunar nemenda og plássleysis. Tillagan var samþykkt í samráði við fulltrúa skólanna. Í nýútgefinni skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar kemur hins vegar fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Þar af leiðandi hefur skóla og frístundaráð óskað eftir umsögnum um tillögu, sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardal. Tillagan hefur vakið hörð viðbrögð íbúa Laugardals, en nærri þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem áformum um byggingu safnskóla er mótmælt. Á borgarstjórnarfundi kynnti Einar Þorsteinsson borgarstjóri þrjár lóðir í Laugardalnum sem koma til greina til byggingar safnskólans. Hann sagði lóð norðan Skautahallarinnar, þríhyrninginn, þar sem Þróttur er nú með æfingaaðstöðu, koma best til greina. Hann vakti athygli á að lengsta vegalengdin sem nemendur við skólann þyrftu að ganga yrði skólinn á þeirri lóð væri styttri en tveir kílómetrar, en fulltrúar skólasamfélagsins hafa einmitt lýst áhyggjum af löngum gönguvegalengdum. Um 23 mínútur hið mesta tæki að ganga þá vegalengd. Þá sagði hann næstu stig málsins vera endanleg ákvörðun um staðsetningu nýja unglingaskólans, tímalínur viðhalds- og nýframkvæmda, og útboð vegna færanlegra kennslustofa fyrir skólastarf á framkvæmdatíma. Áhyggjur af neikvæðri unglingamenningu Borgarfulltrúar minnihlutans tjáðu andsvör sín á fundinum, þar á meðal Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún sagði að um sé að ræða gróf samráðssvik. „Að valta yfir heilt hverfi með því að þvinga inn aðra ólíka sviðsmynd eftir allt það sem á undan er gengið er vanvirðing og eiginlega valdníðsla,“ sagði hún á fundinum. Þá sagði hún íbúa Laugardals og Flokk fólksins hafna því að skólahverfinu verði umbylt með vanhugsuðum breytingum sem virðast bera keim af tækifæriskenndum lausnum frekar en að byggja á faglegum forsendum og samráði. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók að auki til máls. Hún sagði skólana í Laugardalnum lengi hafa liðið fyrir viðhaldsleysi og stöðuga fjölgun nemenda vegna þéttingarstefnu borgarinnar án þess að gripið yrði til ráðstafana. Þá sagði hún að með því að breyta þeim áformum sem áður voru, hafi borgaryfirvöld svikið skólasamfélagið við Laugardalinn. „Í eitt og hálft ár hafa helstu ráðamenn borgarstjórnar verið að pukrast með það að ganga á bak orða sinna í stað þess að standa við þau.“ Hún lýsti yfir áhyggjum af hve stór safnskólinn kæmi til með að vera og sagði dýrmæta skólamenningu geta þurrkast út með tilurð hans. Þá lýsti hún yfir áhyggjum af því að stór unglingaskóli gæti skapað „neikvæða unglingamenningu.“ Unglingarnir spenntir fyrir breytingunum Þegar Einar kynnti næstu skref málsins vakti hann athygli á þeim kostum sem fylgja byggingu unglingaskóla í hverfinu. „Það eru áratugir síðan við höfum byggt nýjan safnskóla fyrir unglingastigið og það felast í því gríðarleg tækifæri,“ sagði Einar. „Að gera nýjan skóla sem byggir á tengingu við frábær íþróttamannvirki í fallegri náttúru þarna í Laugardalnum, og skapa um leið rými fyrir þrjá yngri barnaskóla í hæfilegri stærð á góðum lóðum í nærumhverfinu þar sem ekki er búið að skerða skólabygginguna með viðbyggingum,“ sagði hann jafnframt. Þá sagðist hann hafa fengið umsagnir unglinga úr umræddum hverfum um áformin, sem sögðust spenntir fyrir þessari leið. Hann benti á Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla sem dæmi um vel heppnaða safnskóla. „Fleiri unglingar saman, meiri líkur á að allir geta fundið vini við hæfi og fjölbreyttara félagslíf. Nútímalegur unglingaskóli gæti boðið upp á ný tækifæri og nýjar áherslur í námi, nýtt upphaf og tækifæri til að kynnast nýjum félögum,“ var umsögn unglinganna. Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Í október 2022 samþykkti skóla og frístundaráð tillögu um að byggja við alla þrjá grunnskólana í Laugardal vegna mikillar fjölgunar nemenda og plássleysis. Tillagan var samþykkt í samráði við fulltrúa skólanna. Í nýútgefinni skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar kemur hins vegar fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Þar af leiðandi hefur skóla og frístundaráð óskað eftir umsögnum um tillögu, sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardal. Tillagan hefur vakið hörð viðbrögð íbúa Laugardals, en nærri þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem áformum um byggingu safnskóla er mótmælt. Á borgarstjórnarfundi kynnti Einar Þorsteinsson borgarstjóri þrjár lóðir í Laugardalnum sem koma til greina til byggingar safnskólans. Hann sagði lóð norðan Skautahallarinnar, þríhyrninginn, þar sem Þróttur er nú með æfingaaðstöðu, koma best til greina. Hann vakti athygli á að lengsta vegalengdin sem nemendur við skólann þyrftu að ganga yrði skólinn á þeirri lóð væri styttri en tveir kílómetrar, en fulltrúar skólasamfélagsins hafa einmitt lýst áhyggjum af löngum gönguvegalengdum. Um 23 mínútur hið mesta tæki að ganga þá vegalengd. Þá sagði hann næstu stig málsins vera endanleg ákvörðun um staðsetningu nýja unglingaskólans, tímalínur viðhalds- og nýframkvæmda, og útboð vegna færanlegra kennslustofa fyrir skólastarf á framkvæmdatíma. Áhyggjur af neikvæðri unglingamenningu Borgarfulltrúar minnihlutans tjáðu andsvör sín á fundinum, þar á meðal Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún sagði að um sé að ræða gróf samráðssvik. „Að valta yfir heilt hverfi með því að þvinga inn aðra ólíka sviðsmynd eftir allt það sem á undan er gengið er vanvirðing og eiginlega valdníðsla,“ sagði hún á fundinum. Þá sagði hún íbúa Laugardals og Flokk fólksins hafna því að skólahverfinu verði umbylt með vanhugsuðum breytingum sem virðast bera keim af tækifæriskenndum lausnum frekar en að byggja á faglegum forsendum og samráði. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók að auki til máls. Hún sagði skólana í Laugardalnum lengi hafa liðið fyrir viðhaldsleysi og stöðuga fjölgun nemenda vegna þéttingarstefnu borgarinnar án þess að gripið yrði til ráðstafana. Þá sagði hún að með því að breyta þeim áformum sem áður voru, hafi borgaryfirvöld svikið skólasamfélagið við Laugardalinn. „Í eitt og hálft ár hafa helstu ráðamenn borgarstjórnar verið að pukrast með það að ganga á bak orða sinna í stað þess að standa við þau.“ Hún lýsti yfir áhyggjum af hve stór safnskólinn kæmi til með að vera og sagði dýrmæta skólamenningu geta þurrkast út með tilurð hans. Þá lýsti hún yfir áhyggjum af því að stór unglingaskóli gæti skapað „neikvæða unglingamenningu.“ Unglingarnir spenntir fyrir breytingunum Þegar Einar kynnti næstu skref málsins vakti hann athygli á þeim kostum sem fylgja byggingu unglingaskóla í hverfinu. „Það eru áratugir síðan við höfum byggt nýjan safnskóla fyrir unglingastigið og það felast í því gríðarleg tækifæri,“ sagði Einar. „Að gera nýjan skóla sem byggir á tengingu við frábær íþróttamannvirki í fallegri náttúru þarna í Laugardalnum, og skapa um leið rými fyrir þrjá yngri barnaskóla í hæfilegri stærð á góðum lóðum í nærumhverfinu þar sem ekki er búið að skerða skólabygginguna með viðbyggingum,“ sagði hann jafnframt. Þá sagðist hann hafa fengið umsagnir unglinga úr umræddum hverfum um áformin, sem sögðust spenntir fyrir þessari leið. Hann benti á Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla sem dæmi um vel heppnaða safnskóla. „Fleiri unglingar saman, meiri líkur á að allir geta fundið vini við hæfi og fjölbreyttara félagslíf. Nútímalegur unglingaskóli gæti boðið upp á ný tækifæri og nýjar áherslur í námi, nýtt upphaf og tækifæri til að kynnast nýjum félögum,“ var umsögn unglinganna.
Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30