Hættur að spá fyrir um þjálfaramál Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 12:30 Ten Hag er enn þjálfari Man Utd. Catherine Ivill/Getty Images Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir að hann sé hættur að reyna spá fyrir um hvað gerist í þjálfaramálum Manchester United. Hann ætli einfaldlega að bíða og sjá hvað gerist. Eins og hefur margoft komið fram í sumar, og undanfarna mánuði raunar, þá er staða Erik Ten Hag hjá Man United heldur veik. Hollendingurinn endaði tímabilið þá á jákvæðu nótunum með því að leggja Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Síðan þá hefur hins vegar hinn og þessi verið orðaður við Man United en það er ljóst að Ten Hag vill ólmur vera áfram. Fyrir skemmstu var staðfest að Thomas Tuchel myndi ekki taka við en þessi fráfarandi þjálfari Bayern München átti líklega erfiðara uppdráttar en Ten Hag á síðustu leiktíð. Sömu sögu er að segja af Mauricio Pochettino sem lét af störfum sem þjálfari Chelsea að tímabilinu loknu. Sky Sports greindi frá því í gær, mánudag, að Pochettino væri ekki lengur á blaði hjá Man United. Sky ræddi við Ornstein um stöðu mála hjá Man Utd og Ten Hag. „Ég hef gefist upp á að spá fyrir um hvað gerist því ég er ekki viss að Man United viti það sjálft,“ sagði Ornstein í viðtali við Sky. "I've given up predicting what will happen, it needs to come to a head"The Athletic's David Ornstein reviews the managerial situation at Manchester United 🔴 pic.twitter.com/U4zkyRSLU4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Tuchel og Pochettino eru þau tvö af þremur nöfnum sem hafa verið hvað mest verið orðuð við Man United undanfarnar vikur. Þriðja nafnið er svo Gareth Southgate en það er talið næsta öruggt að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands fari svo að Englendingar standi ekki uppi sem Evrópumeistarar í júlí. Sem stendur er Ten Hag hins vegar þjálfari liðsins og nú er bara að bíða og sjá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Skipuleggja Ratcliffe mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Eins og hefur margoft komið fram í sumar, og undanfarna mánuði raunar, þá er staða Erik Ten Hag hjá Man United heldur veik. Hollendingurinn endaði tímabilið þá á jákvæðu nótunum með því að leggja Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Síðan þá hefur hins vegar hinn og þessi verið orðaður við Man United en það er ljóst að Ten Hag vill ólmur vera áfram. Fyrir skemmstu var staðfest að Thomas Tuchel myndi ekki taka við en þessi fráfarandi þjálfari Bayern München átti líklega erfiðara uppdráttar en Ten Hag á síðustu leiktíð. Sömu sögu er að segja af Mauricio Pochettino sem lét af störfum sem þjálfari Chelsea að tímabilinu loknu. Sky Sports greindi frá því í gær, mánudag, að Pochettino væri ekki lengur á blaði hjá Man United. Sky ræddi við Ornstein um stöðu mála hjá Man Utd og Ten Hag. „Ég hef gefist upp á að spá fyrir um hvað gerist því ég er ekki viss að Man United viti það sjálft,“ sagði Ornstein í viðtali við Sky. "I've given up predicting what will happen, it needs to come to a head"The Athletic's David Ornstein reviews the managerial situation at Manchester United 🔴 pic.twitter.com/U4zkyRSLU4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Tuchel og Pochettino eru þau tvö af þremur nöfnum sem hafa verið hvað mest verið orðuð við Man United undanfarnar vikur. Þriðja nafnið er svo Gareth Southgate en það er talið næsta öruggt að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands fari svo að Englendingar standi ekki uppi sem Evrópumeistarar í júlí. Sem stendur er Ten Hag hins vegar þjálfari liðsins og nú er bara að bíða og sjá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Skipuleggja Ratcliffe mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Sjá meira