Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2024 13:10 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. Nokkur ár eru liðin síðan nokkrir íslenskri kaupsýslumenn hófu netverslun með áfengi. Síðan þá hefur ágreiningur verið uppi um lögmæti umræddrar áfengissölu. Sumir segja hana vera skýrt brot á íslenskri áfengislöggjöf á meðan aðrir segja að salan sé heimil á grundvelli EES-samningsins. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd vill skera úr um lögmæti sölunnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður nefndarinnar. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu áfengis. Við fengum dómsmálaráðherra á okkar fund en frumkvæðisathugunin krefst þess að við fáum fleiri gesti og öflum gagna þannig að þetta var fyrsta skrefið í morgun“ Þórunn var spurð hvers vegna nefndin hefði farið af stað með athugunina. „Það eru ítrekaðar ábendingar um að netsala áfengis fari fram í lagalegu tómarúmi. Einhverjir hafa orðað það þannig. Við viljum auðvitað ganga úr skugga um að hér fari allt fram eins og það á að vera en það eru margar hliðar á þessu máli og það liggur fyrir að það hafa verið kynnt í samráðsgátt frumvörp frá ráðherra dómsmála um að skýra umgjörð og lagalega umgjörð netsölunnar. Þetta er það sem við erum að kanna. Við höfum fengið ábendingar meðal annars frá forvarnarsamtökum og öðrum sem hafa áhyggjur af áhrifum áfengissölu á lýðheilsu þannig að þetta er allt saman undir í þessari könnun.“ Hvenær gætum við vænst þess að fá einhvers konar niðurstöðu? „Það er ekki gott að segja. Þingið verður komið í sumarhlé eftir einar tvær vikur og ég geri allt eins ráð fyrir því að við tökum þráðinn upp aftur að því loknu þannig að við vinnum þetta áfram inn í nýjan þingvetur.“ Áfengi og tóbak Alþingi Netverslun með áfengi Verslun Tengdar fréttir Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01 Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45 Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Nokkur ár eru liðin síðan nokkrir íslenskri kaupsýslumenn hófu netverslun með áfengi. Síðan þá hefur ágreiningur verið uppi um lögmæti umræddrar áfengissölu. Sumir segja hana vera skýrt brot á íslenskri áfengislöggjöf á meðan aðrir segja að salan sé heimil á grundvelli EES-samningsins. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd vill skera úr um lögmæti sölunnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður nefndarinnar. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu áfengis. Við fengum dómsmálaráðherra á okkar fund en frumkvæðisathugunin krefst þess að við fáum fleiri gesti og öflum gagna þannig að þetta var fyrsta skrefið í morgun“ Þórunn var spurð hvers vegna nefndin hefði farið af stað með athugunina. „Það eru ítrekaðar ábendingar um að netsala áfengis fari fram í lagalegu tómarúmi. Einhverjir hafa orðað það þannig. Við viljum auðvitað ganga úr skugga um að hér fari allt fram eins og það á að vera en það eru margar hliðar á þessu máli og það liggur fyrir að það hafa verið kynnt í samráðsgátt frumvörp frá ráðherra dómsmála um að skýra umgjörð og lagalega umgjörð netsölunnar. Þetta er það sem við erum að kanna. Við höfum fengið ábendingar meðal annars frá forvarnarsamtökum og öðrum sem hafa áhyggjur af áhrifum áfengissölu á lýðheilsu þannig að þetta er allt saman undir í þessari könnun.“ Hvenær gætum við vænst þess að fá einhvers konar niðurstöðu? „Það er ekki gott að segja. Þingið verður komið í sumarhlé eftir einar tvær vikur og ég geri allt eins ráð fyrir því að við tökum þráðinn upp aftur að því loknu þannig að við vinnum þetta áfram inn í nýjan þingvetur.“
Áfengi og tóbak Alþingi Netverslun með áfengi Verslun Tengdar fréttir Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01 Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45 Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01
Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15
Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00