„Hver sofnaði á verðinum?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2024 14:01 Ingibjörg Reynisdóttir (inni í hringnum) í góðra vina hópi í stúkunni í Laugardalslaug á sólrikum degi einhvern tímann í kringum árið 1987. Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar. Sú var tíðin að gamla stúkan í Laugardalslaug var þéttsetin á góðviðrisdögum. En nú er öldin aldeilis önnur. Stúkan er úr smiðju Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara borgarinnar, og var tekin í notkun árið 1968. Ingibjörg Reynisdóttir er fædd og uppalin í Laugardalnum, býr þar enn og er ein þeirra fjölmörgu sem sleiktu sólina stíft í stúkunni á sínum tíma. Á meðfylgjandi mynd sést Ingibjörg einmitt í góðra vina hópi í stúkunni á sólríkum degi einhvern tímann í kringum 1987. „Þetta var ótrúlegt, ef þú komst of seint þá fékkstu varla sæti. Og hér voru vinirnir og kunningjarnir, við vinkonurnar í einu horninu og kannski skotnar í strákunum þarna, þetta var svona vandræðalegt,“ segir Ingibjörg kímin, þar sem fréttamaður hefur mælt sér mót við hana í stúkunni sjálfri. Farið var í skoðunarferð um stúkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Vaknar upp við vondan draum Viðhaldi á stúkunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi í gegnum árin og talsvert er síðan henni var lokað. Svört skýrsla um ástand stúkunnar var lögð fyrir borgarráð í fyrradag, þar sem mannvirkið er jafnvel metið hættulegt vegna skemmda. „Svo bara vaknar maður upp við vondan draum að hún sé bara ónýt og maður spyr sig: Hvað gerðist þarna? Hver sofnaði á verðinum? Hver ber ábyrgð á þessu? Þetta er algjör synd því þessi stúka er hjarta hverfisins, karakter hverfisins,“ segir Ingibjörg. Það blasir við að stúkan er mjög illa farin eins og segir í skýrslunni. Steypuskemmdir, rakaskemmdir, frostskemmdir, ryð; allt bar þetta fyrir augu fréttamanns sem skoðaði stúkuna ásamt tökumanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta mannvirki verður aldrei hægt að gera við á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslunni. Þó er tekið sérstaklega fram að stúkan muni „ekki hrynja að svo stöddu“ en ljóst þykir að áfram muni hrynja úr stúkunni, eins og fréttamaður sannreyndi í vettvangsferð sinni. Óvissa um framtíð stúkunnar Hönnunarsamkeppni um Laugardalslaugarsvæðið er í undirbúningi, þess vegna var skýrsla unnin um ástand stúkunnar, og framtíð hennar veltur því á niðurstöðum þeirrar keppni. Framhaldið er semsagt í algjörri óvissu. Ingibjörg áréttar að auk hins menningar- og sagnfræðilega gildis verji stúkan laugargesti til dæmis fyrir norðangarra. Hún vonar að allt kapp verði lagt á að forða því að stúkan verði rifin. „Persónulega fyrir mig væri það bara skelfilegt. Og ég veit að vinir mínir og þeir sem hafa alist hérna upp og verið hérna og stundað sundlaugina í gegnum árin þeim fyndist mikill sjónarsviptir af þessu.“ Sundlaugar Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Sú var tíðin að gamla stúkan í Laugardalslaug var þéttsetin á góðviðrisdögum. En nú er öldin aldeilis önnur. Stúkan er úr smiðju Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara borgarinnar, og var tekin í notkun árið 1968. Ingibjörg Reynisdóttir er fædd og uppalin í Laugardalnum, býr þar enn og er ein þeirra fjölmörgu sem sleiktu sólina stíft í stúkunni á sínum tíma. Á meðfylgjandi mynd sést Ingibjörg einmitt í góðra vina hópi í stúkunni á sólríkum degi einhvern tímann í kringum 1987. „Þetta var ótrúlegt, ef þú komst of seint þá fékkstu varla sæti. Og hér voru vinirnir og kunningjarnir, við vinkonurnar í einu horninu og kannski skotnar í strákunum þarna, þetta var svona vandræðalegt,“ segir Ingibjörg kímin, þar sem fréttamaður hefur mælt sér mót við hana í stúkunni sjálfri. Farið var í skoðunarferð um stúkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Vaknar upp við vondan draum Viðhaldi á stúkunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi í gegnum árin og talsvert er síðan henni var lokað. Svört skýrsla um ástand stúkunnar var lögð fyrir borgarráð í fyrradag, þar sem mannvirkið er jafnvel metið hættulegt vegna skemmda. „Svo bara vaknar maður upp við vondan draum að hún sé bara ónýt og maður spyr sig: Hvað gerðist þarna? Hver sofnaði á verðinum? Hver ber ábyrgð á þessu? Þetta er algjör synd því þessi stúka er hjarta hverfisins, karakter hverfisins,“ segir Ingibjörg. Það blasir við að stúkan er mjög illa farin eins og segir í skýrslunni. Steypuskemmdir, rakaskemmdir, frostskemmdir, ryð; allt bar þetta fyrir augu fréttamanns sem skoðaði stúkuna ásamt tökumanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta mannvirki verður aldrei hægt að gera við á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslunni. Þó er tekið sérstaklega fram að stúkan muni „ekki hrynja að svo stöddu“ en ljóst þykir að áfram muni hrynja úr stúkunni, eins og fréttamaður sannreyndi í vettvangsferð sinni. Óvissa um framtíð stúkunnar Hönnunarsamkeppni um Laugardalslaugarsvæðið er í undirbúningi, þess vegna var skýrsla unnin um ástand stúkunnar, og framtíð hennar veltur því á niðurstöðum þeirrar keppni. Framhaldið er semsagt í algjörri óvissu. Ingibjörg áréttar að auk hins menningar- og sagnfræðilega gildis verji stúkan laugargesti til dæmis fyrir norðangarra. Hún vonar að allt kapp verði lagt á að forða því að stúkan verði rifin. „Persónulega fyrir mig væri það bara skelfilegt. Og ég veit að vinir mínir og þeir sem hafa alist hérna upp og verið hérna og stundað sundlaugina í gegnum árin þeim fyndist mikill sjónarsviptir af þessu.“
Sundlaugar Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01