Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júní 2024 22:00 Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. Frá upphafi hefur verið stefnt að því að svelta Palestínumenn til uppgjafar og nú er fólk farið að deyja úr hungri. Einnig úr sjúkdómum og afleiðingum árása, en sjúkrahús hafa nær öll verið eyðilögð, sprengd og brennd. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum í dag kom fram að ekki færri en 3000 börn hefðu misst útlimi. Aldrei hefur verið meiri þörf á gervifótum til Gaza. Rannsókn á þjóðarmorði Ísraels og stríðsglæpum – á svarta listann Alþjóðadómstóllinn hefur tekið við kæru Suður-Afríku og fleiri ríkja um þjóðarmorð af hálfu Ísraels á Gaza. Í framhaldi af því gaf dómstóllinn út fyrirmæli um að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu og gáfu beinlínis út fyrirmæli til Ísraels um að hætta árásum á Rafah. Alþjóðglæpadómstóllin hefur óskað eftir handtökuheimildum á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant hermálaráðherra, ásamt þremur leiðtogum Hamas. Í dag bárust svo fréttir af því að Sameinuðu þjóðirnar væru að setja Ísrael á svartan lista vegna framferðis þeirra gagnvart börnum í stríði. Jafnvel þótt Biden Bandaríkjaforseti leggi fram tillögu um vopnahlé sem hann sagði vera tillögu Ísraels, breytir það engu hjá Bíbí (Netanyahu) og félögum. Stríð skal það vera og haft á orði að æskilegt væri að halda því áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Tillaga Biden er að mestu óbreytt tillögu sem Katar og Egyptaland lögðu fram í samráði við forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir um mánuði síðan. Hamas-samtökin samþykktu þá tillögu en Ísrael var á móti. Stríð gegn börnum Þríeykið sem stýrir herferðinni á Gaza hefur síðan 7. október talað um stríð gegn Hamas og áætlanir um að uppræta þau samtök. Það varð hins vegar fljótt ljóst að þetta yrði stríð gegn börnum. Helmingur íbúanna á Gaza eru börn og þegar litið er á tölur yfir fallna, þá kemur í ljós að yfir 70% eru börn og mæður. Myrt börn á Gaza eru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en liðsmenn Al Qassam sveitanna sem fallið hafa. Sex daga stríðsins minnst – hernáms allar Palestínu Þessa dagana er þess minnst að 57 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu, sem stóð frá 5.-10. júní 1967. Þá lagði Ísraelsríki undir sig alla Palestínu, auk stórra landsvæða í nágrannaríkjum, stærst voru Gólan-hæðirnar af Sýrlandi og Sínaí-skaginn af Egyptalandi. Ísrael skilaði Sínaí og fékk friðarsamning við Egyptaland, en hefur enn ekki skilað Gólan-hæðum. Og Ísrael hefur engu skilað af herteknu svæðunum frá 1967, hvorki Gaza, Vesturbakkanum né Austur-Jerúsalem. Ísrael dró her og landtökulið burt frá Gaza 2005, en skilaði ekki landsvæðinu og hefur nú í 17 ár haldið því í algerri herkví. Samkvæmt alþjóðlögum ber hernámsveldið Ísrael ábyrgð á öryggi og velferð íbúa hertekinna svæði. Sú ábyrgð hefur orðið að öfugmæli, því að sá hryllingur sem heimurinn hefur horft upp síðustu átta mánuði, er alfarið á ábyrgð Ísraels. En þar koma fleiri til. Framferði Ísraelsstjórnar hefur notið eindregins stuðnings Bandaríkjanna, fjárhagslegs, hernaðarlegs og diplómatísks. Ísrael hefur einnig notið stuðnings Evrópusambandsins og NATÓ. Án þessa stuðnings gæti Ísraelsstjórn ekki haldið barnamorðunum áfram. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. Frá upphafi hefur verið stefnt að því að svelta Palestínumenn til uppgjafar og nú er fólk farið að deyja úr hungri. Einnig úr sjúkdómum og afleiðingum árása, en sjúkrahús hafa nær öll verið eyðilögð, sprengd og brennd. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum í dag kom fram að ekki færri en 3000 börn hefðu misst útlimi. Aldrei hefur verið meiri þörf á gervifótum til Gaza. Rannsókn á þjóðarmorði Ísraels og stríðsglæpum – á svarta listann Alþjóðadómstóllinn hefur tekið við kæru Suður-Afríku og fleiri ríkja um þjóðarmorð af hálfu Ísraels á Gaza. Í framhaldi af því gaf dómstóllinn út fyrirmæli um að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu og gáfu beinlínis út fyrirmæli til Ísraels um að hætta árásum á Rafah. Alþjóðglæpadómstóllin hefur óskað eftir handtökuheimildum á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant hermálaráðherra, ásamt þremur leiðtogum Hamas. Í dag bárust svo fréttir af því að Sameinuðu þjóðirnar væru að setja Ísrael á svartan lista vegna framferðis þeirra gagnvart börnum í stríði. Jafnvel þótt Biden Bandaríkjaforseti leggi fram tillögu um vopnahlé sem hann sagði vera tillögu Ísraels, breytir það engu hjá Bíbí (Netanyahu) og félögum. Stríð skal það vera og haft á orði að æskilegt væri að halda því áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Tillaga Biden er að mestu óbreytt tillögu sem Katar og Egyptaland lögðu fram í samráði við forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir um mánuði síðan. Hamas-samtökin samþykktu þá tillögu en Ísrael var á móti. Stríð gegn börnum Þríeykið sem stýrir herferðinni á Gaza hefur síðan 7. október talað um stríð gegn Hamas og áætlanir um að uppræta þau samtök. Það varð hins vegar fljótt ljóst að þetta yrði stríð gegn börnum. Helmingur íbúanna á Gaza eru börn og þegar litið er á tölur yfir fallna, þá kemur í ljós að yfir 70% eru börn og mæður. Myrt börn á Gaza eru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en liðsmenn Al Qassam sveitanna sem fallið hafa. Sex daga stríðsins minnst – hernáms allar Palestínu Þessa dagana er þess minnst að 57 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu, sem stóð frá 5.-10. júní 1967. Þá lagði Ísraelsríki undir sig alla Palestínu, auk stórra landsvæða í nágrannaríkjum, stærst voru Gólan-hæðirnar af Sýrlandi og Sínaí-skaginn af Egyptalandi. Ísrael skilaði Sínaí og fékk friðarsamning við Egyptaland, en hefur enn ekki skilað Gólan-hæðum. Og Ísrael hefur engu skilað af herteknu svæðunum frá 1967, hvorki Gaza, Vesturbakkanum né Austur-Jerúsalem. Ísrael dró her og landtökulið burt frá Gaza 2005, en skilaði ekki landsvæðinu og hefur nú í 17 ár haldið því í algerri herkví. Samkvæmt alþjóðlögum ber hernámsveldið Ísrael ábyrgð á öryggi og velferð íbúa hertekinna svæði. Sú ábyrgð hefur orðið að öfugmæli, því að sá hryllingur sem heimurinn hefur horft upp síðustu átta mánuði, er alfarið á ábyrgð Ísraels. En þar koma fleiri til. Framferði Ísraelsstjórnar hefur notið eindregins stuðnings Bandaríkjanna, fjárhagslegs, hernaðarlegs og diplómatísks. Ísrael hefur einnig notið stuðnings Evrópusambandsins og NATÓ. Án þessa stuðnings gæti Ísraelsstjórn ekki haldið barnamorðunum áfram. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun