Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 07:01 Stuðningsmenn Englands eru ósvífnir og ganga oft ansi nærri andstæðingum sínum. Lögreglan í Þýskalandi mun hins vegar ekki lýða nasistahyllingar. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. Stuðningsmenn Englands heyrðust syngja lag um „10 þýska sprenjuvarga“ í vináttuleik gegn Bosníu á dögunum. Lagið er sungið í takt við stefið í 10 Green Bottles og texta þess breytt. And the RAF from England… 🏴 pic.twitter.com/FkuXLqw7EK— England Football Fans (@EnglidsAway) June 3, 2024 Fyrsti leikur Englands á EM verður gegn Serbíu í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Lögreglustjórinn þar sagði í samtali við Telegraph: „Vinsamlegast bara ekki vera fávitar. Ef þeir syngja svona lög get ég svosem ekkert gert í því. Það er ekki ólöglegt. Ég veit að það er langvarandi íþróttarígur milli Þýskalands og Englands en ég vil minna á að hann nær nú einungis yfir íþróttir. Við höfum verið í hernaðarbandalagi í meira en sjö áratugi.“ Þá varaði hann stuðningsmenn sérstaklega við nasistakveðjunni þegar hönd er sett á loft og Hitler hylltur. „Það er algjörlega ólýðandi og óþolandi. Við munum segja þeim að það er með öllu ólöglegt í Þýskalandi.“ Þýska lögreglan mun því handtaka alla sem hylla nasista, enska knattspyrnusambandið hefur sömuleiðis sagt að allir sem syngi lagið um 10 þýska sprengjuvarga verði bannaðir frá leikjum liðsins. Þær reglur setti sambandið eftir að lagið var ítrekað sungið í vináttuleik þjóðanna árið 2017. Ekki er þó vitað til þess að því hafi verið framfylgt síðan og enginn af stuðningsmönnum í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur verið bannaður enn. EM 2024 í Þýskalandi England Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Stuðningsmenn Englands heyrðust syngja lag um „10 þýska sprenjuvarga“ í vináttuleik gegn Bosníu á dögunum. Lagið er sungið í takt við stefið í 10 Green Bottles og texta þess breytt. And the RAF from England… 🏴 pic.twitter.com/FkuXLqw7EK— England Football Fans (@EnglidsAway) June 3, 2024 Fyrsti leikur Englands á EM verður gegn Serbíu í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Lögreglustjórinn þar sagði í samtali við Telegraph: „Vinsamlegast bara ekki vera fávitar. Ef þeir syngja svona lög get ég svosem ekkert gert í því. Það er ekki ólöglegt. Ég veit að það er langvarandi íþróttarígur milli Þýskalands og Englands en ég vil minna á að hann nær nú einungis yfir íþróttir. Við höfum verið í hernaðarbandalagi í meira en sjö áratugi.“ Þá varaði hann stuðningsmenn sérstaklega við nasistakveðjunni þegar hönd er sett á loft og Hitler hylltur. „Það er algjörlega ólýðandi og óþolandi. Við munum segja þeim að það er með öllu ólöglegt í Þýskalandi.“ Þýska lögreglan mun því handtaka alla sem hylla nasista, enska knattspyrnusambandið hefur sömuleiðis sagt að allir sem syngi lagið um 10 þýska sprengjuvarga verði bannaðir frá leikjum liðsins. Þær reglur setti sambandið eftir að lagið var ítrekað sungið í vináttuleik þjóðanna árið 2017. Ekki er þó vitað til þess að því hafi verið framfylgt síðan og enginn af stuðningsmönnum í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur verið bannaður enn.
EM 2024 í Þýskalandi England Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira