Grasið vel sprottið og heyskapur hafinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2024 20:40 Sláttur á Þorvaldseyri í dag. Páll Ólafsson á traktornum. Einar Árnason Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag. Bændur á Þorvaldseyri segjast finna til með starfssystkinum sínum norðan heiða. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá slætti á Þorvaldseyri. Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Ólafsson ætluðu reyndar bara að slá smáblett í dag, svona rétt til þess að prufukeyra vélarnar, en hefja svo heyskapinn að fullu á morgun, föstudag, þegar veður lægir. Það er reyndar ekki óvenjulegt að bændur á Þorvaldseyri hefji slátt í fyrstu viku júnímánaðar. Þetta svæsna kuldakast sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga gerir þó kringumstæður sérstakar. En grassprettan sýndist okkur þó góð á túnunum hjá Ólafi Eggertssyni í dag. Ólafur Eggertsson á hlaðinu á Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Já, já, það er alltaf gaman að hefja slátt og ekki síst þegar grasið er orðið svona vel sprottið og tilbúið,” segir Ólafur. „Og þrátt fyrir kuldann og rokið þá hefur þetta tosast upp og verið bara mjög mikil spretta fram undir þetta. Vorið var bara tiltölulega hagstætt fyrir okkur hér. Það er ekki hægt að segja annað. Hérna var aldrei klaki í jörð. Það gerir það að jörðin er ekki köld og þessvegna heldur bara vöxturinn áfram. Og það er jafnt yfir, bæði gras og korn, það lítur allt saman mjög vel út,” segir bóndinn. Grasið er vel sprottið á túnum Þorvaldseyrar.Einar Árnason Það var um þetta leyti í fyrra sem bændur í Eyjafirði hófu heyskap, eftir hlýindavor, talsvert á undan þeim sunnlensku, sem þá glímdu við kulda og vætutíð. Núna hefur gæfan snúist við. Sunnanlands mældist 14 stiga hiti í dag, mest 14,5 gráður á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, meðan aðeins þrjár gráður voru á Akureyri. Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Þetta er svona, Ísland. Það skiptist svona oft. Við finnum mjög vel fyrir því og finnum til bænda fyrir norðan. Það er erfitt fyrir okkur að sjá það líka að túnin séu kalin og að það þurfi að endurvinna. Það er komið töluvert fram í júní og sumarið er stutt. Þannig að þetta getur orðið bara mjög erfitt með heyöflun, tel ég, á vissum stöðum fyrir norðan,” segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá slætti á Þorvaldseyri. Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Ólafsson ætluðu reyndar bara að slá smáblett í dag, svona rétt til þess að prufukeyra vélarnar, en hefja svo heyskapinn að fullu á morgun, föstudag, þegar veður lægir. Það er reyndar ekki óvenjulegt að bændur á Þorvaldseyri hefji slátt í fyrstu viku júnímánaðar. Þetta svæsna kuldakast sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga gerir þó kringumstæður sérstakar. En grassprettan sýndist okkur þó góð á túnunum hjá Ólafi Eggertssyni í dag. Ólafur Eggertsson á hlaðinu á Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Já, já, það er alltaf gaman að hefja slátt og ekki síst þegar grasið er orðið svona vel sprottið og tilbúið,” segir Ólafur. „Og þrátt fyrir kuldann og rokið þá hefur þetta tosast upp og verið bara mjög mikil spretta fram undir þetta. Vorið var bara tiltölulega hagstætt fyrir okkur hér. Það er ekki hægt að segja annað. Hérna var aldrei klaki í jörð. Það gerir það að jörðin er ekki köld og þessvegna heldur bara vöxturinn áfram. Og það er jafnt yfir, bæði gras og korn, það lítur allt saman mjög vel út,” segir bóndinn. Grasið er vel sprottið á túnum Þorvaldseyrar.Einar Árnason Það var um þetta leyti í fyrra sem bændur í Eyjafirði hófu heyskap, eftir hlýindavor, talsvert á undan þeim sunnlensku, sem þá glímdu við kulda og vætutíð. Núna hefur gæfan snúist við. Sunnanlands mældist 14 stiga hiti í dag, mest 14,5 gráður á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, meðan aðeins þrjár gráður voru á Akureyri. Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Þetta er svona, Ísland. Það skiptist svona oft. Við finnum mjög vel fyrir því og finnum til bænda fyrir norðan. Það er erfitt fyrir okkur að sjá það líka að túnin séu kalin og að það þurfi að endurvinna. Það er komið töluvert fram í júní og sumarið er stutt. Þannig að þetta getur orðið bara mjög erfitt með heyöflun, tel ég, á vissum stöðum fyrir norðan,” segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34
Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33
Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32