„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 10:54 Þórhallur Heimisson ræddi áttatíu ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Minningarathöfn var haldin á Gold ströndinni í Normandí í morgun. vísir/getty Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. Þórhallur ræddi tímamótin og ferðina í Bítinu. Hann heldur til Normandí síðar á árinu í tilefni þessara tímamóta. „Það er ótrúlegt að koma þarna vegna þess að það er eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum,“ segir Þórhallur sem kveðst vera „ólæknandi söguáhugamaður“. Hann fór síðast í formlega ferð til Normandí fyrir tuttugu árum, á sextíu ára afmæli innrásarinnar. „Ég var að gefa út bók þarna, sem heitir Ragnarök, og fjallaði um tíu stærstu orrustur sögunnar. Úrslitaorrustur sem háðar hafa verið og breytt veraldarsögunni. Ein af þessum orrustum var Normandí og einhverjir höfðu samband til að spyrja hvort við skyldum ekki fara til Normandí og úr varð 50 manna ferð á þessar slóðir.“ Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast innrásarinnar. Þórhallur tekur undir að meira mætti gera úr þessum atburði. Íslendingar gleymi hversu nálægt þeir standi þessari árás. „Margir kanadískir og breskum hermönnum, sem voru á Íslandi, sem voru sendir á innrásardaginn til Normandí og féllu þar. Í ferð okkar fyrir tuttugu árum var kona sem átti föður sem var Kanadamaður og var sendur frá Íslandi og féll þarna. Hún hafði ekki komið þarna en þetta var ógleymanlegt.“ Því var haldið í kanadíska herkirkjugarðinn í Normandí. Tilfinningaþrungin stund, segir Þórhallur. Um var að ræða stærstu innrás í sögunni. „Það sem meira er að þegar innrásaráætlunin var á enda komin og menn búnir að taka Normandí, þá voru tvær milljónir hermanna búnir að stíga á land og 350 þúsund Þjóðverjar fallnir eða særðir. Þannig þetta var gríðarleg hernaðaraðgerð.“ Ferð Þórhalls og félaga hefst á Englandi, í hergagnasafni í Portsmoutj, áður en haldið er siglingarleiðina til Normandí. Löngu uppselt er í ferðina, segir Þórhallur. Seinni heimsstyrjöldin Ferðalög Bítið Frakkland Bretland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Þórhallur ræddi tímamótin og ferðina í Bítinu. Hann heldur til Normandí síðar á árinu í tilefni þessara tímamóta. „Það er ótrúlegt að koma þarna vegna þess að það er eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum,“ segir Þórhallur sem kveðst vera „ólæknandi söguáhugamaður“. Hann fór síðast í formlega ferð til Normandí fyrir tuttugu árum, á sextíu ára afmæli innrásarinnar. „Ég var að gefa út bók þarna, sem heitir Ragnarök, og fjallaði um tíu stærstu orrustur sögunnar. Úrslitaorrustur sem háðar hafa verið og breytt veraldarsögunni. Ein af þessum orrustum var Normandí og einhverjir höfðu samband til að spyrja hvort við skyldum ekki fara til Normandí og úr varð 50 manna ferð á þessar slóðir.“ Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast innrásarinnar. Þórhallur tekur undir að meira mætti gera úr þessum atburði. Íslendingar gleymi hversu nálægt þeir standi þessari árás. „Margir kanadískir og breskum hermönnum, sem voru á Íslandi, sem voru sendir á innrásardaginn til Normandí og féllu þar. Í ferð okkar fyrir tuttugu árum var kona sem átti föður sem var Kanadamaður og var sendur frá Íslandi og féll þarna. Hún hafði ekki komið þarna en þetta var ógleymanlegt.“ Því var haldið í kanadíska herkirkjugarðinn í Normandí. Tilfinningaþrungin stund, segir Þórhallur. Um var að ræða stærstu innrás í sögunni. „Það sem meira er að þegar innrásaráætlunin var á enda komin og menn búnir að taka Normandí, þá voru tvær milljónir hermanna búnir að stíga á land og 350 þúsund Þjóðverjar fallnir eða særðir. Þannig þetta var gríðarleg hernaðaraðgerð.“ Ferð Þórhalls og félaga hefst á Englandi, í hergagnasafni í Portsmoutj, áður en haldið er siglingarleiðina til Normandí. Löngu uppselt er í ferðina, segir Þórhallur.
Seinni heimsstyrjöldin Ferðalög Bítið Frakkland Bretland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira