Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2024 12:48 Appelsínugular veðurviðvaranir gilda fyrir austurhelming landsins. Ljósmynd þessi var tekin í Mývatnssveit í gær. Daði Lange Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið Á heimasíðu Veðurstofu Íslands blasa við viðvaranir ýmist í gulum eða appelsínugulum litum. Veðrið er verst á austurhelmingi landsins þar sem geisar norðvestan hríðarverður. Ekki er ólíklegt að landsmenn séu margir hverjir brúnaþungir yfir þessu óvanalega upphafi júnímánaðar og verður eflaust mörgum hugsað til mófuglanna. Borgný Kristínardóttir er líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. „Nú er það þannig að margir af okkar mófuglum eru tegundir sem verpa á enn norðlægari slóðum en hér og þeir eru því aðlagaðir óblíðum veðuröflum og svo í svona aðstæðum þá reyna þeir sjálfsagt að harka svona hret af sér og ég hef séð mynd af tjaldi sitjandi sem fastast á hreiðrinu sínu með nokkurra sentímetra lag af snjó ofan á sér en flestir mófuglarnir eru byrjaðir að verpa og til dæmis tjaldar geta verið komnir með unga og litlir ungar sérstaklega eru viðkvæmir fyrir svona hretum “ Nú hafa fuglarnir sýnt og sannað að þeir geti harkað ýmislegt af sér en er ekki helsta áhyggjuefnið hversu langvarandi óveðrið er í þetta sinn? „jú, það er ekkert ólíklegt að þetta geti haft einhver neikvæð áhrif á varpárangurinn þetta sumarið en það er samt ennþá skammt liðið á varptímann þannig að fuglar sem missa hreiðrið sitt og unga, þeir geta gert aðra tilraun til varps en almennt hafa þó rannsóknir sýnt að eftir því sem hreiður eru síðbúnari þeim mun lakari er varpárangurinn og það tengist líklega tímasetningu fæðuframboðs ýmissa skordýra, en varpið miðast við að ungarnir hafi hámarks fæðu,“ segir Borgný Kristínardóttir líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. Fuglar Dýr Veður Tengdar fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15 Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Á heimasíðu Veðurstofu Íslands blasa við viðvaranir ýmist í gulum eða appelsínugulum litum. Veðrið er verst á austurhelmingi landsins þar sem geisar norðvestan hríðarverður. Ekki er ólíklegt að landsmenn séu margir hverjir brúnaþungir yfir þessu óvanalega upphafi júnímánaðar og verður eflaust mörgum hugsað til mófuglanna. Borgný Kristínardóttir er líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. „Nú er það þannig að margir af okkar mófuglum eru tegundir sem verpa á enn norðlægari slóðum en hér og þeir eru því aðlagaðir óblíðum veðuröflum og svo í svona aðstæðum þá reyna þeir sjálfsagt að harka svona hret af sér og ég hef séð mynd af tjaldi sitjandi sem fastast á hreiðrinu sínu með nokkurra sentímetra lag af snjó ofan á sér en flestir mófuglarnir eru byrjaðir að verpa og til dæmis tjaldar geta verið komnir með unga og litlir ungar sérstaklega eru viðkvæmir fyrir svona hretum “ Nú hafa fuglarnir sýnt og sannað að þeir geti harkað ýmislegt af sér en er ekki helsta áhyggjuefnið hversu langvarandi óveðrið er í þetta sinn? „jú, það er ekkert ólíklegt að þetta geti haft einhver neikvæð áhrif á varpárangurinn þetta sumarið en það er samt ennþá skammt liðið á varptímann þannig að fuglar sem missa hreiðrið sitt og unga, þeir geta gert aðra tilraun til varps en almennt hafa þó rannsóknir sýnt að eftir því sem hreiður eru síðbúnari þeim mun lakari er varpárangurinn og það tengist líklega tímasetningu fæðuframboðs ýmissa skordýra, en varpið miðast við að ungarnir hafi hámarks fæðu,“ segir Borgný Kristínardóttir líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands.
Fuglar Dýr Veður Tengdar fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15 Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15
Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34