Segir franska hermenn í Úkraínu lögmæt skotmörk Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 06:38 Lavrov er á ferð um Afríku og sést hér með Morissanda Kouyate, utanríkisráðherra Gíneu. AP/Utanríkisráðuneyti Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir franska hermenn sem kunna að ferðast til Úkraínu til að þjálfa Úkraínumenn í hernaði „lögmæt skotmörk“ Rússa. Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi með Jean Claude Gakosso, utanríkisráðherra Vestur-Kongó, en Lavrov er nú í opinberri heimsókn í Afríku. Úkraínumenn greindu frá því í síðustu viku að greitt hefði verið fyrir því að franskir hermenn gætu komið til Úkraínu í þeim tilgangi að þjálfa úkraínska hermenn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hins vegar aðspurður um staðhæfingarnar ekki vilja tjá sig um eitthvað sem gæti mögulega gerst. Hann myndi tjá sig um málið þegar þess yrði minnst síðar í þessari viku að 80 ár væru liðin frá innrás bandamanna í Normandí. Lavrov sagðist telja að Frakkar væru þegar komnir til Úkraínu en óháð stöðu þeirra þá væru allir embættismenn hersveita og allir málaliðar lögmæt skotmörk Rússa. Undir þetta tók Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, en hann sagði að þeir sem tækju þátt í þjálfun úkraínskra hermanna nytu engrar friðhelgi og þá gilti einu þótt þeir væru Frakkar. Á blaðamannafundinum talaði Lavrov einnig niður friðarráðstefnu sem Úkraínumenn hafa boðað til í Sviss síðar í þessum mánuði. Rússum var ekki boðið að taka þátt og sagði Lavrov ráðstefnuna merkingarlausa. Aðeins væri um að ræða tilraunir til að varðveita bandalag sem væri að liðast sundur. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Frakkland Hernaður Vestur-Kongó Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira
Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi með Jean Claude Gakosso, utanríkisráðherra Vestur-Kongó, en Lavrov er nú í opinberri heimsókn í Afríku. Úkraínumenn greindu frá því í síðustu viku að greitt hefði verið fyrir því að franskir hermenn gætu komið til Úkraínu í þeim tilgangi að þjálfa úkraínska hermenn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hins vegar aðspurður um staðhæfingarnar ekki vilja tjá sig um eitthvað sem gæti mögulega gerst. Hann myndi tjá sig um málið þegar þess yrði minnst síðar í þessari viku að 80 ár væru liðin frá innrás bandamanna í Normandí. Lavrov sagðist telja að Frakkar væru þegar komnir til Úkraínu en óháð stöðu þeirra þá væru allir embættismenn hersveita og allir málaliðar lögmæt skotmörk Rússa. Undir þetta tók Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, en hann sagði að þeir sem tækju þátt í þjálfun úkraínskra hermanna nytu engrar friðhelgi og þá gilti einu þótt þeir væru Frakkar. Á blaðamannafundinum talaði Lavrov einnig niður friðarráðstefnu sem Úkraínumenn hafa boðað til í Sviss síðar í þessum mánuði. Rússum var ekki boðið að taka þátt og sagði Lavrov ráðstefnuna merkingarlausa. Aðeins væri um að ræða tilraunir til að varðveita bandalag sem væri að liðast sundur.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Frakkland Hernaður Vestur-Kongó Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira