Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2024 17:00 Frá eldstöðvunum í gær. vísir/Vilhelm Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni þann 29. maí hefur nú staðið í sex sólarhringa. Eftir nokkuð kröftuga byrjun dróst virknin saman í þrjá gíga sem voru virkir um síðastliðna helgi. Breyting varð á virkninni í nótt og svo virðist sem einungi einn gígur sé virkur eftir nóttina. Þetta kemur fram í uppfærslu á vef Veðurstofu Íslands. Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Hraunstraumar úr þeim gíg sem er virkur eru til norðvesturs að Sýlingarfelli og meðfram því að norðan. Einnig eru virkir hraunstraumar til suðurs í átt að Hagafelli. Gera má ráð fyrir að dregið hafi úr hraunstraumi til suðaustur í átt að Fiskidalsfjalli eftir að virknin færðist yfir í einn gíg. Meðfylgjandi eru tvær myndir úr vefmyndavél Veðurstofunnar sem staðsett er uppi á Þorbirni og horfir yfir gosstöðvarnar. Á fyrri myndinni, sem tekin er kl. 02:00 sést kvika koma upp úr tveimur gígum, en seinni myndin sem tekin er klukkustund síðar sýnir einungis kviku koma úr stærri gígnum. Land sígur Aflögunarmælingar sýna að land heldur áfram að síga í Svartsengi. Þegar kvikuhlaupið byrjaði í aðdraganda eldgossins þann 29. maí seig land í Svartsengi um 15 cm, en hefur nú sigið um 4-6 cm til viðbótar á undanförnum dögum. Það að land haldi áfram að síga þetta mörgum dögum eftir upphaf goss er ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. Í fyrri kvikuhlaupum/eldgosum, hefur mest allt sig samfara þeim einungis mælst á allra fyrstu dögum en strax í kjölfarið farið að mælast landris. Landsigið bendir til þess að á þessu stigi flæði meira magn kviku úr kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina, heldur en að flæði inn í það af dýpi. Aflögunarmælingar á Svartsengissvæðinu og þróun eldgossins næstu daga munu gefa skýrari mynd af framhaldi kvikusöfnunar undir Svartsengi. Líkanreikningar og mat á hraunflæði í gosinu benda hins vegar til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Uppfært hættumat Veðurspá í dag (þriðjudag) er norðanátt og mun gasmengunin berast til suðurs, líkur á mengun um tíma í Grindavík. Norðvestlægari á morgun, gasmengun mun þá berast til suðausturs. Talsverð óvissa er með magn gastegunda frá gosstöðvunum. Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum ýmissa gastegunda á vefnum loftgaedi.is. Hættumat hefur verið uppfært í ljósi þróunar eldgossins og veður- og gasdreifingaspár. Það má sjá á kortinu að ofan. Hættumat er að mestu óbreytt, en svæði 7 hefur verið fært niður í nokkra hættu (gult). Áfram er mjög mikil hætta (fjölublátt) á svæði 3 sem nær yfir Sundhnúksgígaröðina og upptök eldgossins. Á svæði 4 (Grindavík) og 6 er áfram mikil hætta (rauð) og svæði 1 og 5 töluverð hætta (appelsínugult). Kortið gildir að öllu óbreyttu til 7. júní. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni þann 29. maí hefur nú staðið í sex sólarhringa. Eftir nokkuð kröftuga byrjun dróst virknin saman í þrjá gíga sem voru virkir um síðastliðna helgi. Breyting varð á virkninni í nótt og svo virðist sem einungi einn gígur sé virkur eftir nóttina. Þetta kemur fram í uppfærslu á vef Veðurstofu Íslands. Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Hraunstraumar úr þeim gíg sem er virkur eru til norðvesturs að Sýlingarfelli og meðfram því að norðan. Einnig eru virkir hraunstraumar til suðurs í átt að Hagafelli. Gera má ráð fyrir að dregið hafi úr hraunstraumi til suðaustur í átt að Fiskidalsfjalli eftir að virknin færðist yfir í einn gíg. Meðfylgjandi eru tvær myndir úr vefmyndavél Veðurstofunnar sem staðsett er uppi á Þorbirni og horfir yfir gosstöðvarnar. Á fyrri myndinni, sem tekin er kl. 02:00 sést kvika koma upp úr tveimur gígum, en seinni myndin sem tekin er klukkustund síðar sýnir einungis kviku koma úr stærri gígnum. Land sígur Aflögunarmælingar sýna að land heldur áfram að síga í Svartsengi. Þegar kvikuhlaupið byrjaði í aðdraganda eldgossins þann 29. maí seig land í Svartsengi um 15 cm, en hefur nú sigið um 4-6 cm til viðbótar á undanförnum dögum. Það að land haldi áfram að síga þetta mörgum dögum eftir upphaf goss er ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. Í fyrri kvikuhlaupum/eldgosum, hefur mest allt sig samfara þeim einungis mælst á allra fyrstu dögum en strax í kjölfarið farið að mælast landris. Landsigið bendir til þess að á þessu stigi flæði meira magn kviku úr kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina, heldur en að flæði inn í það af dýpi. Aflögunarmælingar á Svartsengissvæðinu og þróun eldgossins næstu daga munu gefa skýrari mynd af framhaldi kvikusöfnunar undir Svartsengi. Líkanreikningar og mat á hraunflæði í gosinu benda hins vegar til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Uppfært hættumat Veðurspá í dag (þriðjudag) er norðanátt og mun gasmengunin berast til suðurs, líkur á mengun um tíma í Grindavík. Norðvestlægari á morgun, gasmengun mun þá berast til suðausturs. Talsverð óvissa er með magn gastegunda frá gosstöðvunum. Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum ýmissa gastegunda á vefnum loftgaedi.is. Hættumat hefur verið uppfært í ljósi þróunar eldgossins og veður- og gasdreifingaspár. Það má sjá á kortinu að ofan. Hættumat er að mestu óbreytt, en svæði 7 hefur verið fært niður í nokkra hættu (gult). Áfram er mjög mikil hætta (fjölublátt) á svæði 3 sem nær yfir Sundhnúksgígaröðina og upptök eldgossins. Á svæði 4 (Grindavík) og 6 er áfram mikil hætta (rauð) og svæði 1 og 5 töluverð hætta (appelsínugult). Kortið gildir að öllu óbreyttu til 7. júní.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira