Leitaði ráða hjá Rio Ferdinand áður en hann tók flugið til Ísafjarðar Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 15:13 Toby King og Rio Ferdinand er nánir vinir í gegnum tengsl fjölskyldna sinna. King, sem leikur nú með Bestu deildar liði Vestra getur leitað hvenær sem er til Rio til að fá ráð varðandi sinn feril Vísir/Samsett mynd Það vakti gífurlega athygli þegar að Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins setti inn athugasemd við myndband sem að Besta deildin setti inn á Instagram af marki Toby King, leikmanns Vestra gegn Stjörnunni á dögunum. Ferdinand er náinn fjölskylduvinur Toby og hefur hann geta leitað ráða hjá honum í gegnum sinn feril í fótboltanum. „Hann er mjög náinn fjölskylduvinur. Ég hef þekkt hann síðan að ég var átta ára gamall,“ segir Toby King aðspurður um tengsl sín við Rio Ferdinand. „Hann hefur alltaf sýnt mér mikinn stuðning á mínum knattspyrnuferli. Er alltaf til í að gefa mér ráð. Hann á náttúrulega sjálfur að baki ansi magnaðan feril á toppi knattspyrnuheimsins. Ég gæti eiginlega ekki geta beðið um betri mann til þess að leita til.“ Þegar að Rio Ferdinand setti inn athugasemd við myndband Bestu deildarinnar af marki King fyrir Vestra gegn Stjörnunni um daginn tengdu einhverjir saman tvo og tvo. Þeir báðir hafa á einum tímapunkti síns ferils verið á mála hjá West Ham United en tenging þeirra er ekki tilkomin vegna félagsins. Rio Ferdinand náði hæstu hæðum á sínum atvinnumannaferli í fótbolta. Hér er hann með Englandsmeistaratitilinn sem leikmaður Manchester United á Old TraffordVísir/Getty „Það er bara tilviljun að við skyldum hefja okkar feril á svipuðum nótum hjá West Ham. Við þekkjumst bara í gegnum vinabönd fjölskyldna okkar. Þetta hefur ekkert að gera með West Ham en þó fránært að hann eigi sjálfur að baki farsælan feril og að ég geti leitað til hans.“ King hefur sjálfur þurft að ganga í gegnum krefjandi tíma þar sem að meiðsli hafa sett strik í reikninginn á hans ferli. Á þannig stundum hefur hann notið góðra ráða frá Rio. „Ég má hafa samband við hann hvenær sem ég vil og get alltaf treyst á að fá góð og ítarleg ráð frá honum til baka. Sama hvort um er að ræða aðstæður innan eða utan vallar. Hann gefur sér alltaf tíma til að hjálpa mér. Hann hefur hjálpað mér mikið á mínum ferli og ég að sjálfsögðu tek mark á því sem að hann segir. Rio hefur séð allt á sínum atvinnumannaferli og náði þvílíkum árangri. Það hjálpar mér gífurlega að geta leitað til hans.“° Það sé gulls ígildi að geta leitað til fyrrverandi atvinnumanns eins og Rio. „Það er fyndið að hugsa til þess. Rio er svo jarðbundinn einstaklingur að maður gleymir því stundum hversu háum tindum hann náði á sínum ferli. Það eru mikil forréttindi fyrir mig að geta fengið ráð frá honum varðandi minn feril.“ Toby gekk til liðs við Vestra í annað sinn á sínum ferli fyrir yfirstandandi tímabil. Hann var áður leikmaður félagsins tímabilið 2022. Eftir að hafa gengið í gegnum krefjandi meiðslatímabil fékk Toby ráð frá Rio áður en hann tók stökkið á nýjan leik til Vestra á Ísafirði. „Áður en ég hélt til Íslands aftur, í febrúar nánar tiltekið átti ég samtal við hann. Þá hafði ég gengið í gegnum heilt tímabil þjakaður af meiðslum. Hann gaf mér ráð varðandi alls konar hluti sem ég gæti gert til þess að halda mér heilum. Hlutir sem ég gæti gert í kringum æfingar til þess að geta komið mér aftur á þann stað sem að ég var á fyrir meiðslin.“ Vestri Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
„Hann er mjög náinn fjölskylduvinur. Ég hef þekkt hann síðan að ég var átta ára gamall,“ segir Toby King aðspurður um tengsl sín við Rio Ferdinand. „Hann hefur alltaf sýnt mér mikinn stuðning á mínum knattspyrnuferli. Er alltaf til í að gefa mér ráð. Hann á náttúrulega sjálfur að baki ansi magnaðan feril á toppi knattspyrnuheimsins. Ég gæti eiginlega ekki geta beðið um betri mann til þess að leita til.“ Þegar að Rio Ferdinand setti inn athugasemd við myndband Bestu deildarinnar af marki King fyrir Vestra gegn Stjörnunni um daginn tengdu einhverjir saman tvo og tvo. Þeir báðir hafa á einum tímapunkti síns ferils verið á mála hjá West Ham United en tenging þeirra er ekki tilkomin vegna félagsins. Rio Ferdinand náði hæstu hæðum á sínum atvinnumannaferli í fótbolta. Hér er hann með Englandsmeistaratitilinn sem leikmaður Manchester United á Old TraffordVísir/Getty „Það er bara tilviljun að við skyldum hefja okkar feril á svipuðum nótum hjá West Ham. Við þekkjumst bara í gegnum vinabönd fjölskyldna okkar. Þetta hefur ekkert að gera með West Ham en þó fránært að hann eigi sjálfur að baki farsælan feril og að ég geti leitað til hans.“ King hefur sjálfur þurft að ganga í gegnum krefjandi tíma þar sem að meiðsli hafa sett strik í reikninginn á hans ferli. Á þannig stundum hefur hann notið góðra ráða frá Rio. „Ég má hafa samband við hann hvenær sem ég vil og get alltaf treyst á að fá góð og ítarleg ráð frá honum til baka. Sama hvort um er að ræða aðstæður innan eða utan vallar. Hann gefur sér alltaf tíma til að hjálpa mér. Hann hefur hjálpað mér mikið á mínum ferli og ég að sjálfsögðu tek mark á því sem að hann segir. Rio hefur séð allt á sínum atvinnumannaferli og náði þvílíkum árangri. Það hjálpar mér gífurlega að geta leitað til hans.“° Það sé gulls ígildi að geta leitað til fyrrverandi atvinnumanns eins og Rio. „Það er fyndið að hugsa til þess. Rio er svo jarðbundinn einstaklingur að maður gleymir því stundum hversu háum tindum hann náði á sínum ferli. Það eru mikil forréttindi fyrir mig að geta fengið ráð frá honum varðandi minn feril.“ Toby gekk til liðs við Vestra í annað sinn á sínum ferli fyrir yfirstandandi tímabil. Hann var áður leikmaður félagsins tímabilið 2022. Eftir að hafa gengið í gegnum krefjandi meiðslatímabil fékk Toby ráð frá Rio áður en hann tók stökkið á nýjan leik til Vestra á Ísafirði. „Áður en ég hélt til Íslands aftur, í febrúar nánar tiltekið átti ég samtal við hann. Þá hafði ég gengið í gegnum heilt tímabil þjakaður af meiðslum. Hann gaf mér ráð varðandi alls konar hluti sem ég gæti gert til þess að halda mér heilum. Hlutir sem ég gæti gert í kringum æfingar til þess að geta komið mér aftur á þann stað sem að ég var á fyrir meiðslin.“
Vestri Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira