Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu Telma Sigtryggsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:00 Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna? Staðreyndin er sú að fatlað fólk fær ekki nægan styrk fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og á þar af leiðandi ekki jafna möguleika á við aðra að geta lifað sjálfstæðu lífi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks sem var fullgiltur 2016 hér á Íslandi kemur fram að markmið hans sé að “ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrri eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum” (Stjórnarráðið | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (stjornarradid.is)). Í 3.gr samningsins, almennar meginreglur er meðal annars talað um fulla og virka þáttöku í samfélaginu, fyrir fatlaða, án aðgreiningar, jöfn tækifæri og virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Komin er tími til að þess að íslensk löggjöf samræmist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. Heilbrigðishópur ÖBÍ hefur ítrekað ýtt á eftir Heilbrigðisráðuneytinu að farið verði í endurskilgreiningu á hjálpartækjahugtakinu. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum er ekki mögulegt að fá niðurgreiðslu á hjálpartækjum eins og þeim sem eingöngu eru ætluð til frístundar eða líkamsæfinga, heimilistækjum, aukasett af hjálpartækjum fyrir börn sem að búa á tveimur heimilum, hjálpartækjum sem notuð eru til vinnu eða náms, hjálpartækjum sem auðvelda fötluðum foreldrum að sinna börnum sínum eða hjálpartæki til þess að auðvelda aðstoðarfólki fatlaðs fólks sína vinnu. Núverandi löggjöf varðandi hjálpartæki samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ásættanlegt að setja fatlað fólk og líf þess í biðstöðu. Almenn hreyfing, útivera og tómstundir hafa áhrif á líðan og virkni í samfélaginu. Með því að takmarka möguleika fatlaðs fólks á styrkveitingum til þess að geta stundað hreyfingu, útiveru, tómstundir, nám og atvinnu þá erum við að takmarka virkni og möguleika þessa hóps og skerða tækifæri þeirra og lífsgæði. Tækifærin eru ekki jöfn á við aðra. Dæmi úr raunveruleikanum: 18.ára einstaklingur sem greinist með skerta heyrn og þarf heyrnartæki gæti þurft að greiða 500.000kr eða meira úr eigin vasa á 5.ára fresti. Er það sanngjarnt? Annað dæmi úr raunveruleikanum: Einstaklingur á besta aldri er með skerta heyrn og sjón og þarf þess vegna gleraugu, heyrnartæki og sólgleraugu með styrk, gæti þurft að borga 500.000kr eða meira á 5.ára fresti fyrir heyrnartæki og einnig allt að 300.000kr eða meira fyrir gleraugu á 5.ára fresti. Þessi einstaklingur á jafnframt barn sem þarf gleraugu á 5.ára fresti í það minnsta og þar er annar 300.000kr. Þetta gera 1.1 milljóni á 5.ára fresti. Einnig eru dæmi um fjölskyldur þar sem en fleiri í sömu fjölskyldu þurfa gleraugu, heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Er þetta sanngjarnt? Gefur þetta fötluðum jöfn tækifæri á við aðra? Enduskoðun á hjálpartækjahlutverkinu felur kannski í sér meiri þverfaglega vinnu og samspil fleiri en eins ráðuneytis en núna er raunin og þá er nauðsynlegt að taka því með opnum huga og gera það að veruleika. Ég fagna því heilshugar að núna er heilbrigðisráðuneytið byrjað á að vinna við heildarendurskoðun á hugtakinu “hjálpartæki” og vona ég svo sannarlega að þeir sem að að því komi verði í nánu sambandi við notendahópinn. Hér þarf fólk í samstarf og vinnu sem er með opin huga og virka og lausnamiðaða hugsun. Við viljum að öll fái jöfn tækifæri í lífinu og hafi jafna möguleika á að öðlast sjálfstætt líf. Höfundur er varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. BS sálfræði frá University of Hertfordshire og MSc í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna? Staðreyndin er sú að fatlað fólk fær ekki nægan styrk fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og á þar af leiðandi ekki jafna möguleika á við aðra að geta lifað sjálfstæðu lífi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks sem var fullgiltur 2016 hér á Íslandi kemur fram að markmið hans sé að “ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrri eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum” (Stjórnarráðið | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (stjornarradid.is)). Í 3.gr samningsins, almennar meginreglur er meðal annars talað um fulla og virka þáttöku í samfélaginu, fyrir fatlaða, án aðgreiningar, jöfn tækifæri og virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Komin er tími til að þess að íslensk löggjöf samræmist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. Heilbrigðishópur ÖBÍ hefur ítrekað ýtt á eftir Heilbrigðisráðuneytinu að farið verði í endurskilgreiningu á hjálpartækjahugtakinu. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum er ekki mögulegt að fá niðurgreiðslu á hjálpartækjum eins og þeim sem eingöngu eru ætluð til frístundar eða líkamsæfinga, heimilistækjum, aukasett af hjálpartækjum fyrir börn sem að búa á tveimur heimilum, hjálpartækjum sem notuð eru til vinnu eða náms, hjálpartækjum sem auðvelda fötluðum foreldrum að sinna börnum sínum eða hjálpartæki til þess að auðvelda aðstoðarfólki fatlaðs fólks sína vinnu. Núverandi löggjöf varðandi hjálpartæki samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ásættanlegt að setja fatlað fólk og líf þess í biðstöðu. Almenn hreyfing, útivera og tómstundir hafa áhrif á líðan og virkni í samfélaginu. Með því að takmarka möguleika fatlaðs fólks á styrkveitingum til þess að geta stundað hreyfingu, útiveru, tómstundir, nám og atvinnu þá erum við að takmarka virkni og möguleika þessa hóps og skerða tækifæri þeirra og lífsgæði. Tækifærin eru ekki jöfn á við aðra. Dæmi úr raunveruleikanum: 18.ára einstaklingur sem greinist með skerta heyrn og þarf heyrnartæki gæti þurft að greiða 500.000kr eða meira úr eigin vasa á 5.ára fresti. Er það sanngjarnt? Annað dæmi úr raunveruleikanum: Einstaklingur á besta aldri er með skerta heyrn og sjón og þarf þess vegna gleraugu, heyrnartæki og sólgleraugu með styrk, gæti þurft að borga 500.000kr eða meira á 5.ára fresti fyrir heyrnartæki og einnig allt að 300.000kr eða meira fyrir gleraugu á 5.ára fresti. Þessi einstaklingur á jafnframt barn sem þarf gleraugu á 5.ára fresti í það minnsta og þar er annar 300.000kr. Þetta gera 1.1 milljóni á 5.ára fresti. Einnig eru dæmi um fjölskyldur þar sem en fleiri í sömu fjölskyldu þurfa gleraugu, heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Er þetta sanngjarnt? Gefur þetta fötluðum jöfn tækifæri á við aðra? Enduskoðun á hjálpartækjahlutverkinu felur kannski í sér meiri þverfaglega vinnu og samspil fleiri en eins ráðuneytis en núna er raunin og þá er nauðsynlegt að taka því með opnum huga og gera það að veruleika. Ég fagna því heilshugar að núna er heilbrigðisráðuneytið byrjað á að vinna við heildarendurskoðun á hugtakinu “hjálpartæki” og vona ég svo sannarlega að þeir sem að að því komi verði í nánu sambandi við notendahópinn. Hér þarf fólk í samstarf og vinnu sem er með opin huga og virka og lausnamiðaða hugsun. Við viljum að öll fái jöfn tækifæri í lífinu og hafi jafna möguleika á að öðlast sjálfstætt líf. Höfundur er varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. BS sálfræði frá University of Hertfordshire og MSc í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun