Fæddist með einn fót og Ungfrú Ísland næst á dagskrá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2024 20:05 Matthildur Emma með fyrsta gervifótinn, sem hún notaði fyrstu árin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson 18 ára stelpa í Reykjanesbæ, sem fæddist bara með einn fót lætur ekkert stöðva sig, enda búin að stunda dans í mörg ár og æfa sund. Næst er það keppnin í ungfrú Ísland. Foreldrum hennar var ráðlagt að fara í þungunarrof þegar þetta var ljóst í 12 vikna sónar. Matthildur Emma býr í foreldrahúsum í Reykjanesbæ en hún er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ætla sér svo að læra sálfræði í Háskóla Íslands.Hún er ótrúlega jákvæð, alltaf brosandi og lætur ekkert stöðva sig í lífinu þrátt fyrir fötlun sína. „Þetta er fyrsti gervifóturinn, sem ég fékk en ég held að ég hafi verið um eins árs þegar ég fékk þennan,” segir Matthildur Emma og bætir við. „Ég fæddist með galla, sem kallast „Proximal focal femoral deficiency”, þannig að lærleggsbeinið hætti að vaxa og ég hef bara verið þannig allt mitt líf.” Og nú er Matthildur Emma komin með gerfirafmagnsfót, sem hún stjórnar með appi í símanum sínum, magnað. „Ef ég fer að hjóla þá bara stillist það, kemur bara svona „píp” og þá er hann komin í hjólastillingu,” segir hun. Matthildur Emma Sigurðardóttir er 18 ára og býr í Reykjanesbæ. Hún fæddist með einn fót og hefur aldrei látið það stoppa sig í lífinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er Matthildur með sérstakan hlaupafót eða fjöður og þann fót notar hún þegar hún er til dæmis að dansa. Í gegnum árin hefur hún unnið til fjölda verðlauna í dansinum, sund inu og meira að segja fótbolta, en það er einn verðlaunapeningur í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Já, það er þriðja sætið í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í dansi,” segir Matthildur Emma og heldur áfram. „Þegar ég var yngri vorkenndi fólk mér mjög mikið og skyldi ekki alveg, hélt kannski að þetta væri slys eða eitthvað svoleiðis en ég sagði bara alltaf, ekki vera að vorkenna mér, mér finnst þetta bara geggjað, ég myndi ekki breyta þessu ef það væri hægt.” Af hverju ertu svona jákvæð gagnvart þessu? „Það er bara ekkert hægt að gera í þessu, við erum bara öll eins og við erum,” segir hún brosandi. En hvað segir mamma Matthildar, Eygló Rós um dóttir sína? „Heyrðu, hún er náttúrulega bara algjör snillingur, sem hefur aldrei látið neitt stoppa sig.” En ykkur var ráðlagt að eyða fóstrinu eða hvað? „Já það var svolítið ýtt undir það að það væri helsti kosturinn í stöðunni og við fórum í þessa hnakkarþykktarmælingu og allt það dótarí, sem allt leit mjög vel út þannig að okkur datt það bara aldrei í hug,” segir Eygló Rós. Eygló Rós Nielsen mamma Matthildar Emmu, sem segir hana algjöran snilling.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Matthildur Emma er að fara að taka þátt í Ungfrú Ísland enda alltaf haft mikinn áhuga á allskonar keppnum. „Já, ég vil bara vera fyrirmynd fyrir annað fólk, sem er kannski með aðra galla, það á ekkert að láta stoppa mann,” segir hún. Næsta verkefni Matthildar Emmu er að taka þátt í Ungfrú Ísland 2024. Hér er hún með kærasta sínum, Finni Guðbergi Ívarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Ungfrú Ísland Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Matthildur Emma býr í foreldrahúsum í Reykjanesbæ en hún er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ætla sér svo að læra sálfræði í Háskóla Íslands.Hún er ótrúlega jákvæð, alltaf brosandi og lætur ekkert stöðva sig í lífinu þrátt fyrir fötlun sína. „Þetta er fyrsti gervifóturinn, sem ég fékk en ég held að ég hafi verið um eins árs þegar ég fékk þennan,” segir Matthildur Emma og bætir við. „Ég fæddist með galla, sem kallast „Proximal focal femoral deficiency”, þannig að lærleggsbeinið hætti að vaxa og ég hef bara verið þannig allt mitt líf.” Og nú er Matthildur Emma komin með gerfirafmagnsfót, sem hún stjórnar með appi í símanum sínum, magnað. „Ef ég fer að hjóla þá bara stillist það, kemur bara svona „píp” og þá er hann komin í hjólastillingu,” segir hun. Matthildur Emma Sigurðardóttir er 18 ára og býr í Reykjanesbæ. Hún fæddist með einn fót og hefur aldrei látið það stoppa sig í lífinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er Matthildur með sérstakan hlaupafót eða fjöður og þann fót notar hún þegar hún er til dæmis að dansa. Í gegnum árin hefur hún unnið til fjölda verðlauna í dansinum, sund inu og meira að segja fótbolta, en það er einn verðlaunapeningur í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Já, það er þriðja sætið í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í dansi,” segir Matthildur Emma og heldur áfram. „Þegar ég var yngri vorkenndi fólk mér mjög mikið og skyldi ekki alveg, hélt kannski að þetta væri slys eða eitthvað svoleiðis en ég sagði bara alltaf, ekki vera að vorkenna mér, mér finnst þetta bara geggjað, ég myndi ekki breyta þessu ef það væri hægt.” Af hverju ertu svona jákvæð gagnvart þessu? „Það er bara ekkert hægt að gera í þessu, við erum bara öll eins og við erum,” segir hún brosandi. En hvað segir mamma Matthildar, Eygló Rós um dóttir sína? „Heyrðu, hún er náttúrulega bara algjör snillingur, sem hefur aldrei látið neitt stoppa sig.” En ykkur var ráðlagt að eyða fóstrinu eða hvað? „Já það var svolítið ýtt undir það að það væri helsti kosturinn í stöðunni og við fórum í þessa hnakkarþykktarmælingu og allt það dótarí, sem allt leit mjög vel út þannig að okkur datt það bara aldrei í hug,” segir Eygló Rós. Eygló Rós Nielsen mamma Matthildar Emmu, sem segir hana algjöran snilling.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Matthildur Emma er að fara að taka þátt í Ungfrú Ísland enda alltaf haft mikinn áhuga á allskonar keppnum. „Já, ég vil bara vera fyrirmynd fyrir annað fólk, sem er kannski með aðra galla, það á ekkert að láta stoppa mann,” segir hún. Næsta verkefni Matthildar Emmu er að taka þátt í Ungfrú Ísland 2024. Hér er hún með kærasta sínum, Finni Guðbergi Ívarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Ungfrú Ísland Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira