Elías Már og félagar upp í efstu deild eftir ótrúlega dramatík Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 17:59 Elías Már Ómarsson og NAC Breda tryggðu sæti sitt í efstu deild Hollands á næsta tímabili. Vísir/Getty Elías Már Ómarsson og liðsfélagar hans í NAC Breda tryggðu sér í dag sæti í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-1 tap gegn Excelsior í seinni umspilsleik liðanna um sæti í efstu deild. Saga NAC Breda í umspilinu er hálf ótrúleg. Liðið hafnaði í 8. sæti næst efstu deildar og rétt tryggði sér þar með sæti í umspilinu á markatölu. Þar byrjaði liðið á að leggja bæði Roda JC og FC Emmen að velli en þau enduðu ofar en NAC Breda í töflunni. Þessir sigrar þýddu að liðið var komið í úrslitaeinvígi gegn Excelsior sem hafnaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar en Elías Már lék með Excelsior á árunum 2018-2021 og skoraði 41 mark í 88 leikjum fyrir félagið. Í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn skoraði Elías Már tvö mörk þegar NAC Breda vann 6-2 stórsigur á sínum heimavelli og virtist vera komið með annan fótinn upp í efstu deild. Svo var aldeilis ekki. Excelsior komst í 3-0 í fyrri hálfleik í leik dagsins og náði síðan 4-0 forystu á 50. mínútu leiksins. Leikar þar með hnífjafnir. Casper Staring skoraði hins vegar fyrir NAC Breda á 59. mínútu og minnkaði muninn í 4-1. NAC Breda var komið með 7-6 forystu samtals og spennan gífurleg. Heimamenn í Excelsior pressuðu gríðarlega undir lok leiksins og Elías Már og félagar í nauðvörn síðustu mínúturnar. Heimaliðinu tókst þó ekki að skora og leikmenn NAC Breda fögnuðu gríðarlega í leikslok ásamt stuðningsmönnum sínum. Elías Már hefur leikið með NAC Breda síðan í janúar á síðasta ári en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í deildakeppninni eftir að hafa misst af upphafi mótsins vegna meiðsla. Vernederd, uitgelachen, afgeschreven..𝐆𝐄𝐏𝐑𝐎𝐌𝐎𝐕𝐄𝐄𝐑𝐃Wij zijn NAC!#NACpraat pic.twitter.com/HQuYrbvEIe— NAC Breda 💛🖤 (@NACnl) June 2, 2024 NAC Breda leikur þar með í Eredivise á næstu leiktíð og verður forvitnilegt að sjá Elías Má í deild þeirra bestu í Hollandi. Hollenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Saga NAC Breda í umspilinu er hálf ótrúleg. Liðið hafnaði í 8. sæti næst efstu deildar og rétt tryggði sér þar með sæti í umspilinu á markatölu. Þar byrjaði liðið á að leggja bæði Roda JC og FC Emmen að velli en þau enduðu ofar en NAC Breda í töflunni. Þessir sigrar þýddu að liðið var komið í úrslitaeinvígi gegn Excelsior sem hafnaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar en Elías Már lék með Excelsior á árunum 2018-2021 og skoraði 41 mark í 88 leikjum fyrir félagið. Í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn skoraði Elías Már tvö mörk þegar NAC Breda vann 6-2 stórsigur á sínum heimavelli og virtist vera komið með annan fótinn upp í efstu deild. Svo var aldeilis ekki. Excelsior komst í 3-0 í fyrri hálfleik í leik dagsins og náði síðan 4-0 forystu á 50. mínútu leiksins. Leikar þar með hnífjafnir. Casper Staring skoraði hins vegar fyrir NAC Breda á 59. mínútu og minnkaði muninn í 4-1. NAC Breda var komið með 7-6 forystu samtals og spennan gífurleg. Heimamenn í Excelsior pressuðu gríðarlega undir lok leiksins og Elías Már og félagar í nauðvörn síðustu mínúturnar. Heimaliðinu tókst þó ekki að skora og leikmenn NAC Breda fögnuðu gríðarlega í leikslok ásamt stuðningsmönnum sínum. Elías Már hefur leikið með NAC Breda síðan í janúar á síðasta ári en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í deildakeppninni eftir að hafa misst af upphafi mótsins vegna meiðsla. Vernederd, uitgelachen, afgeschreven..𝐆𝐄𝐏𝐑𝐎𝐌𝐎𝐕𝐄𝐄𝐑𝐃Wij zijn NAC!#NACpraat pic.twitter.com/HQuYrbvEIe— NAC Breda 💛🖤 (@NACnl) June 2, 2024 NAC Breda leikur þar með í Eredivise á næstu leiktíð og verður forvitnilegt að sjá Elías Má í deild þeirra bestu í Hollandi.
Hollenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira