Óskar Höllu til hamingju: „Þú verður góður forseti“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 16:54 Myndin var tekin árið 2017 þegar Guðni og Eliza buðu Höllu og Birni til Bessastaða. Forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands hefur sent Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands bréf þar sem hann óskar henni til hamingju með kjörið. Bréfið birtist á vef forseta Íslands og hljómar svona. „Kæra Halla. Ég óska þér innilega til hamingju með kjörið. Þú verður góður forseti. Ég færi einnig Birni, börnunum og fjölskyldunni allri heillaóskir. Þar nefni ég líka sérstaklega móður þína sem var svo virðuleg og hlý í viðtölum. Hún má svo sannarlega vera stolt af dóttur sinni. Þú tekur við embætti sem Íslendingum þykir afar vænt um. Þjóðin kaus sín ólíku forsetaefni eins og vera ber en mun núna sameinast um að styðja þig og styrkja til góðra verka. Það sýna fyrri fordæmi og við Eliza verðum alltaf boðin og búin að veita ykkur stuðning á vandasömum vettvangi. Við hjónin vonum sömuleiðis að ykkur muni líða vel hér á Bessastöðum. Hér er gott að búa. Kæra Halla! Ég ítreka hlýjar kveðjur til þín og þinna, með einlægri ósk um farsæl næstu ár í þágu lands og þjóðar. Gangi þér og ykkur allt að sólu!“ Guðni óskaði þjóðinni jafnframt til hamingju með forsetann á Facebook síðu sinni. Þá sendi hann öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum þeirra hlýjar kveðjur. Loks óskaði hann sjómönnum til hamingju með daginn. Mynd af forsetahjónunum fráfarandi og tilvonandi lét hann fylgja. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Bréfið birtist á vef forseta Íslands og hljómar svona. „Kæra Halla. Ég óska þér innilega til hamingju með kjörið. Þú verður góður forseti. Ég færi einnig Birni, börnunum og fjölskyldunni allri heillaóskir. Þar nefni ég líka sérstaklega móður þína sem var svo virðuleg og hlý í viðtölum. Hún má svo sannarlega vera stolt af dóttur sinni. Þú tekur við embætti sem Íslendingum þykir afar vænt um. Þjóðin kaus sín ólíku forsetaefni eins og vera ber en mun núna sameinast um að styðja þig og styrkja til góðra verka. Það sýna fyrri fordæmi og við Eliza verðum alltaf boðin og búin að veita ykkur stuðning á vandasömum vettvangi. Við hjónin vonum sömuleiðis að ykkur muni líða vel hér á Bessastöðum. Hér er gott að búa. Kæra Halla! Ég ítreka hlýjar kveðjur til þín og þinna, með einlægri ósk um farsæl næstu ár í þágu lands og þjóðar. Gangi þér og ykkur allt að sólu!“ Guðni óskaði þjóðinni jafnframt til hamingju með forsetann á Facebook síðu sinni. Þá sendi hann öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum þeirra hlýjar kveðjur. Loks óskaði hann sjómönnum til hamingju með daginn. Mynd af forsetahjónunum fráfarandi og tilvonandi lét hann fylgja.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira