Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 01:49 Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ánægður með kosningabaráttu Katrínar. Vísir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona ræddi við Friðjón á kosningavöku Katrínar. Eins og fram hefur komið er Halla Tómasdóttir efst í öllum kjördæmum og hefur Katrín Jakobsdóttir sagt að hún telji allar líkur á að hún verði næsti forseti Íslands. Klippa: Fyrir vonbrigðum með tölur Katrínar Árásirnar hafi fælt frá „Þessar árásir sem Katrín varð fyrir og ekki síst frá fólki sem var í hennar eigin flokki og hennar eigin ranni fyrir örstuttu síðan, þær voru erfiðar og komu að ákveðnu leyti á óvart hversu hatrammar þær voru, þannig að kannski að einhverju leyti vildi fólk líka bara kjósa einhvern sem var óumdeildari og var þreytt á þessu veseni, þó það hafi aldrei verið einhver neikvæðni frá kosningabaráttu Katrínar. Ég get vel trúað því að eitthvað fólk hafi bara sagt: Heyrðu, kjósum bara frið hérna. “ segir Friðjón. Hann segir klárt að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt. Vitnar hann í ýmsar greinar sem skrifaðar hafi verið til höfuðs Katrínu. „Það var eiginlega sama hvern, þeir hefðu bara skipt út nöfnunum, það hefði verið Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir eða Baldur eftir því hver var efstur í loka vikunni.“ Engin skrímsladeild Nú varstu í kosningateyminu hennar, eitthvað þar sem þið hefðuð getað gert betur? „Það er alltaf ef og hefði í öllum kosningabaráttum, meira að segja þeim sem gengu vel. Þannig að jú jú auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hugsar: Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Over det hele var þessi kosningabarátta vel framkvæmd, hún var jákvæð, hún var uppbyggileg, það var engin neikvæðni,“ segir Friðjón. „Það var engin skrímsladeild, við vorum bara að vinna með jákvæðni og heiðarleika alveg eins og Katrín sjálf vildi vera, þannig nei ég hefði ekki viljað fara út í einhverja neikvæða kosningabaráttu, alls ekki.“ Áhyggjuefni fyrir Gallup, Maskínu og Prósentu Friðjón segir spurður að honum finnist mikið fylgi Höllu Tómasdóttur miðað við skoðanakannanir vera áhyggjuefni fyrir skoðanakannanarfyrirtækin. „Af því að það er verið að taka þarna svipmyndir af því sem fólk ætlar sér að gera á kjördag, kannski breytti þátturinn í gær einhverju en það er ekki þannig finnst mér að hann breytti því í þá átt að þessi ofboðslega fylgisaukning varð þarna á lokadeginum,“ segir Friðjón. „Þetta gerðist svo sem fyrir átta árum líka að hún Halla Tómasdóttir bætti við sig níu prósentustigum frá síðustu könnun þannig ég skil það vel að hún hafi haldið ótrauð áfram og ekki hlustað á fólkið sem vildi að hún myndi hætta.“ Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona ræddi við Friðjón á kosningavöku Katrínar. Eins og fram hefur komið er Halla Tómasdóttir efst í öllum kjördæmum og hefur Katrín Jakobsdóttir sagt að hún telji allar líkur á að hún verði næsti forseti Íslands. Klippa: Fyrir vonbrigðum með tölur Katrínar Árásirnar hafi fælt frá „Þessar árásir sem Katrín varð fyrir og ekki síst frá fólki sem var í hennar eigin flokki og hennar eigin ranni fyrir örstuttu síðan, þær voru erfiðar og komu að ákveðnu leyti á óvart hversu hatrammar þær voru, þannig að kannski að einhverju leyti vildi fólk líka bara kjósa einhvern sem var óumdeildari og var þreytt á þessu veseni, þó það hafi aldrei verið einhver neikvæðni frá kosningabaráttu Katrínar. Ég get vel trúað því að eitthvað fólk hafi bara sagt: Heyrðu, kjósum bara frið hérna. “ segir Friðjón. Hann segir klárt að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt. Vitnar hann í ýmsar greinar sem skrifaðar hafi verið til höfuðs Katrínu. „Það var eiginlega sama hvern, þeir hefðu bara skipt út nöfnunum, það hefði verið Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir eða Baldur eftir því hver var efstur í loka vikunni.“ Engin skrímsladeild Nú varstu í kosningateyminu hennar, eitthvað þar sem þið hefðuð getað gert betur? „Það er alltaf ef og hefði í öllum kosningabaráttum, meira að segja þeim sem gengu vel. Þannig að jú jú auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hugsar: Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Over det hele var þessi kosningabarátta vel framkvæmd, hún var jákvæð, hún var uppbyggileg, það var engin neikvæðni,“ segir Friðjón. „Það var engin skrímsladeild, við vorum bara að vinna með jákvæðni og heiðarleika alveg eins og Katrín sjálf vildi vera, þannig nei ég hefði ekki viljað fara út í einhverja neikvæða kosningabaráttu, alls ekki.“ Áhyggjuefni fyrir Gallup, Maskínu og Prósentu Friðjón segir spurður að honum finnist mikið fylgi Höllu Tómasdóttur miðað við skoðanakannanir vera áhyggjuefni fyrir skoðanakannanarfyrirtækin. „Af því að það er verið að taka þarna svipmyndir af því sem fólk ætlar sér að gera á kjördag, kannski breytti þátturinn í gær einhverju en það er ekki þannig finnst mér að hann breytti því í þá átt að þessi ofboðslega fylgisaukning varð þarna á lokadeginum,“ segir Friðjón. „Þetta gerðist svo sem fyrir átta árum líka að hún Halla Tómasdóttir bætti við sig níu prósentustigum frá síðustu könnun þannig ég skil það vel að hún hafi haldið ótrauð áfram og ekki hlustað á fólkið sem vildi að hún myndi hætta.“
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira