Segir klútabyltinguna vera hafna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 00:01 Halla smellir kossi á eiginmann sinn Björn Skúlason á ritstjórn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar áður en hún mætti í kosningasjónvarpið. Vísir/Vilhelm „Ég er ótrúlega þakklát ekki síst í ljósi þess að þetta var brekka hjá okkur,“ segir Halla Tómasdóttir og vísar þar til upphafs kosningabaráttunnar þegar fylgi hennar mæltist í lágmarki. „Nóttin er ung, það er mikið eftir,“ segir Halla sem segist þakklátust fyrir fylgið frá unga fólkinu. Hún segir klútabyltinguna vera hafna og rifjar upp að hún hafi verið hálf slöpp í fyrstu kappræðunum. „Ég var kvefuð þegar fyrstu kappræðurnar voru, var raddlaus og ekki viss um að komast, setti klút um hálsinn, áður en ég vissi af voru allir farnir að ganga um með klút, strákar. Klútabyltingin er hafin og strákar og stelpur eru að taka þátt í því.“ Tekur niðurstöðunum af æðruleysi Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. „Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“ Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti. „Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“ Halla Hrund ótrúlega þakklát Halla Hrund Logadóttir bendir á að hún hafi verið í sinni allra fyrstu kosningabaráttu. Hún segist ótrúlega þakklát. „Allt þetta fólk sem hefur komið, ég segi bara ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Þannig ég er bara þakklát og spennt.“ Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. Hún bendir á að hún sé nýstirnið á sviðinu. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Sjá meira
„Nóttin er ung, það er mikið eftir,“ segir Halla sem segist þakklátust fyrir fylgið frá unga fólkinu. Hún segir klútabyltinguna vera hafna og rifjar upp að hún hafi verið hálf slöpp í fyrstu kappræðunum. „Ég var kvefuð þegar fyrstu kappræðurnar voru, var raddlaus og ekki viss um að komast, setti klút um hálsinn, áður en ég vissi af voru allir farnir að ganga um með klút, strákar. Klútabyltingin er hafin og strákar og stelpur eru að taka þátt í því.“ Tekur niðurstöðunum af æðruleysi Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. „Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“ Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti. „Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“ Halla Hrund ótrúlega þakklát Halla Hrund Logadóttir bendir á að hún hafi verið í sinni allra fyrstu kosningabaráttu. Hún segist ótrúlega þakklát. „Allt þetta fólk sem hefur komið, ég segi bara ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Þannig ég er bara þakklát og spennt.“ Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. Hún bendir á að hún sé nýstirnið á sviðinu.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Sjá meira