Mahomes í hlutverki leiðsögumanns í heimsókn Chiefs í Hvíta húsið Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 08:01 Joe Biden hélt ræðu með Chiefs hjálm á höfðinu. Vísir/Getty Lið Kansas City Chiefs mætti í heimsókn í Hvíta húsið af því tilefni að liðið vann Ofurskálina í NFL-deildinni á síðasta tímabili. Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns í heimsókninni. Forsetinn Joe Biden tók á móti liði Kansas City Chiefs í Hvíta húsinu á föstudaginn en félagið vann sinn annan sigur í NFL-deildinni í röð í byrjun febrúar. Hefð er fyrir því að sigurlið í stærstu íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sé boðið í heimsókn í Hvíta húsið. „Tvö ár í röð, mér líkar það,“ sagði Biden þegar lið Chiefs mætti í heimsóknina. „Þegar efasemdarmennirnir efuðust um að þið gætuð gert þetta aftur, trúið mér að ég veit hvernig það er. Ég held að enginn efist um ykkur núna.“ Yesterday, President Biden welcomed the Kansas City Chiefs to the White House to celebrate their victory in Super Bowl LVIII. Congratulations, @Chiefs, on going back-to-back! pic.twitter.com/UPkWj7In3U— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2024 Biden prófaði síðan hjálm líkt og þá sem leikmenn Chiefs nota í leikjum við mikil fagnaðarlæti leikmannanna. Travis Kelce fékk síðan míkrafóninn í hendurnar en liðsfélagi hans Patrick Mahomes grínaðist og þóttist ætla að stoppa Kelce á leið hans að ræðupúltinu. „Það er gaman að sjá ykkur aftur svona fljótt. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, forsetinn sagði mér að ef ég kæmi hingað upp þá myndi ég fá rafstuð. Þannig að ég ætla að koma mér aftur á minn stað,“ sagði Kelce en öryggisgæslan í kringum forsetann er gríðarleg. Leiðsögumaðurinn Mahomes Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns enda ekki nema ellefu mánuðir síðan lið Chiefs mætti þangað síðast. „Ég er að sýna hinum strákunum málverkin og einhver gömul húsgögn. Það var eins og ég væri leiðsögumaður,“ grínaðist Mahomes með og sagðist hafa lært ýmislegt af forsetanum á síðasta ári. Travis Kelce took over the mic again during the Kansas City Chiefs' visit to the White House 😅 pic.twitter.com/acFAspUvLX— NFL on ESPN (@ESPNNFL) May 31, 2024 „Það sem er sérstakt við þetta eru strákarnir sem fengu ekki að gera þetta í fyrra. Maður talar um þetta allt árið. Við tölum um ferðina í Hvíta húsið, að vinna Ofurskálina og allt sem tengist því. Að geta sýnt þessum ungu strákum og þeim sem hafa komið síðar frá öðrum liðum, þetta er sérstakt augnablik fyrir þá og maður sér bros á andlitum þeirra þegar þeir fóru.“ Varnarmaðurinn Felix Anudike-Uzomah var svo sannarlega glaður. „Allt saman,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvað hefði verið skemmtilegast við heimsóknina. NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira
Forsetinn Joe Biden tók á móti liði Kansas City Chiefs í Hvíta húsinu á föstudaginn en félagið vann sinn annan sigur í NFL-deildinni í röð í byrjun febrúar. Hefð er fyrir því að sigurlið í stærstu íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sé boðið í heimsókn í Hvíta húsið. „Tvö ár í röð, mér líkar það,“ sagði Biden þegar lið Chiefs mætti í heimsóknina. „Þegar efasemdarmennirnir efuðust um að þið gætuð gert þetta aftur, trúið mér að ég veit hvernig það er. Ég held að enginn efist um ykkur núna.“ Yesterday, President Biden welcomed the Kansas City Chiefs to the White House to celebrate their victory in Super Bowl LVIII. Congratulations, @Chiefs, on going back-to-back! pic.twitter.com/UPkWj7In3U— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2024 Biden prófaði síðan hjálm líkt og þá sem leikmenn Chiefs nota í leikjum við mikil fagnaðarlæti leikmannanna. Travis Kelce fékk síðan míkrafóninn í hendurnar en liðsfélagi hans Patrick Mahomes grínaðist og þóttist ætla að stoppa Kelce á leið hans að ræðupúltinu. „Það er gaman að sjá ykkur aftur svona fljótt. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, forsetinn sagði mér að ef ég kæmi hingað upp þá myndi ég fá rafstuð. Þannig að ég ætla að koma mér aftur á minn stað,“ sagði Kelce en öryggisgæslan í kringum forsetann er gríðarleg. Leiðsögumaðurinn Mahomes Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns enda ekki nema ellefu mánuðir síðan lið Chiefs mætti þangað síðast. „Ég er að sýna hinum strákunum málverkin og einhver gömul húsgögn. Það var eins og ég væri leiðsögumaður,“ grínaðist Mahomes með og sagðist hafa lært ýmislegt af forsetanum á síðasta ári. Travis Kelce took over the mic again during the Kansas City Chiefs' visit to the White House 😅 pic.twitter.com/acFAspUvLX— NFL on ESPN (@ESPNNFL) May 31, 2024 „Það sem er sérstakt við þetta eru strákarnir sem fengu ekki að gera þetta í fyrra. Maður talar um þetta allt árið. Við tölum um ferðina í Hvíta húsið, að vinna Ofurskálina og allt sem tengist því. Að geta sýnt þessum ungu strákum og þeim sem hafa komið síðar frá öðrum liðum, þetta er sérstakt augnablik fyrir þá og maður sér bros á andlitum þeirra þegar þeir fóru.“ Varnarmaðurinn Felix Anudike-Uzomah var svo sannarlega glaður. „Allt saman,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvað hefði verið skemmtilegast við heimsóknina.
NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira