Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 11:33 Ousmane Dembélé gat ekki annað en fellt tár og þakkaði mömmu sinni eftir að hafa fengið Gullboltann. Samsett/Ballon d'Or Hinn 28 ára gamli Ousmane Dembélé er orðinn besti knattspyrnumaður heims en það kemur mömmu hans, hinni hlédrægu Fatimötu, ekki á óvart. Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni á Ballon d‘Or verðlaunahátíðinni í París í gærkvöld. Dembélé var stórkostlegur fyrir PSG á síðustu leiktíð þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu, frönsku deildina og franska deildabikarinn, auk þess að komast í úrslitaleik HM félagsliða. Hann skoraði alls 35 mörk og átti 14 stoðsendingar í öllum keppnum, og endaði á að vera valinn bestur fram yfir menn á borð við Lamine Yamal, Mohamed Salah og Kylian Mbappé. Eins og Guillem Balague bendir á í grein sinni á vef BBC var það í raun brotthvarf Mbappé til Real Madrid sem gerði Dembélé kleift að verða bestur. Þjálfarinn Luis Enrique skipaði honum að vera meiri egóisti og skora fleiri mörk, stillti honum upp sem falskri níu og það lukkaðist fullkomlega fyrir Dembélé sem hafði ekki náð að láta ljós sitt skína nægilega vel árin hjá Barcelona, 2017-23, áður en hann fór til PSG. Kunni ekki við sig í skóla en þráði fótbolta En þó að margir hafi um tíma efast um að Dembélé næði að nýta hæfileika sína til fulls, og fréttir borist af tölvuleikjaspilun hans fram á nótt, þá var Fatimata mamma hans alltaf viss um að honum myndi vegna vel. Hann þakkaði henni með tárin í augunum uppi á sviði í gærkvöld, áður en hann fékk hana svo til sín og gaf henni koss og faðmlag. Ousmane Dembélé in têars as he gives his speech after receiving his Ballon d’Or trophy pic.twitter.com/odcdNBFnRX— YabaLeftOnline (@yabaleftonline) September 22, 2025 „Frá því að hann var lítill hefur fótboltinn alltaf átt hug hans allan. Ousmane kunni ekki við sig í skóla. Hann fór í hefðbundið nám en hann elskaði alltaf mest að spila. Ég er ekki hissa á að hann hafi náð þessum árangri því hann hafði alltaf þessa þrá og ástríðu fyrir boltanum,“ sagði Fatimata við Le Parisien. Franskir miðlar segja það afar sjaldgæft að hún ræði við fjölmiðla en í gær var svo sannarlega verðugt tilefni. „Kemur mér ekkert á óvart“ Dembélé vakti snemma athygli sem leikmaður Rennes og fór þaðan til Dortmund áður en Barcelona keypti hann. Þaðan lá leiðin svo heim til Frakklands, til PSG, og á topp fótboltans. „Ballon d‘Or er auðvitað alveg einstakur heiður. Jafnvel þegar hann var yngri þá töluðum við um Barcelona, draumana hans, en við gengum aldrei svo langt að tala um Ballon d‘Or. Að ímynda sér að sonur manns yrði besti leikmaður heims… Samt skal ég fullvissa ykkur um það að þetta kemur mér ekkert á óvart,“ sagði Fatimata. What a journey, Ousmane Dembélé 🌟 pic.twitter.com/RftpAauQCD— Ligue 1 English (@Ligue1_ENG) September 22, 2025 Hugsar um mömmu eins og hún hugsaði um hann Hún segir Dembélé hugsa afar vel um mömmu sína en að hún kjósi þó að lifa ekki við of mikinn lúxus. „Ef ég á flottan bíl í dag þá er það honum að þakka. Ef ég get stutt við fólk sem er þurfandi þá er það líka honum að þakka. Frá því að ég var ung hef ég alltaf unnið mikið, alltaf séð um foreldra mína og passað að þau skorti ekki neitt, og fyrir okkur múslima er það mikilvægt. Ég lagði hart að mér til að borga fyrir námið hans og fótbolta, og gaf alltaf 200 prósent án þess að hugsa um sjálfa mig. Í dag gerir Ousmane það sama fyrir mömmu sína. Hann hugsar um mig eins og ég hugsaði um foreldra mína. Líf mitt hefur vissulega breyst en ég lifi ekki við neinn ofurlúxus. Við erum áfram venjulegt fólk,“ sagði Fatimata. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Dembélé var stórkostlegur fyrir PSG á síðustu leiktíð þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu, frönsku deildina og franska deildabikarinn, auk þess að komast í úrslitaleik HM félagsliða. Hann skoraði alls 35 mörk og átti 14 stoðsendingar í öllum keppnum, og endaði á að vera valinn bestur fram yfir menn á borð við Lamine Yamal, Mohamed Salah og Kylian Mbappé. Eins og Guillem Balague bendir á í grein sinni á vef BBC var það í raun brotthvarf Mbappé til Real Madrid sem gerði Dembélé kleift að verða bestur. Þjálfarinn Luis Enrique skipaði honum að vera meiri egóisti og skora fleiri mörk, stillti honum upp sem falskri níu og það lukkaðist fullkomlega fyrir Dembélé sem hafði ekki náð að láta ljós sitt skína nægilega vel árin hjá Barcelona, 2017-23, áður en hann fór til PSG. Kunni ekki við sig í skóla en þráði fótbolta En þó að margir hafi um tíma efast um að Dembélé næði að nýta hæfileika sína til fulls, og fréttir borist af tölvuleikjaspilun hans fram á nótt, þá var Fatimata mamma hans alltaf viss um að honum myndi vegna vel. Hann þakkaði henni með tárin í augunum uppi á sviði í gærkvöld, áður en hann fékk hana svo til sín og gaf henni koss og faðmlag. Ousmane Dembélé in têars as he gives his speech after receiving his Ballon d’Or trophy pic.twitter.com/odcdNBFnRX— YabaLeftOnline (@yabaleftonline) September 22, 2025 „Frá því að hann var lítill hefur fótboltinn alltaf átt hug hans allan. Ousmane kunni ekki við sig í skóla. Hann fór í hefðbundið nám en hann elskaði alltaf mest að spila. Ég er ekki hissa á að hann hafi náð þessum árangri því hann hafði alltaf þessa þrá og ástríðu fyrir boltanum,“ sagði Fatimata við Le Parisien. Franskir miðlar segja það afar sjaldgæft að hún ræði við fjölmiðla en í gær var svo sannarlega verðugt tilefni. „Kemur mér ekkert á óvart“ Dembélé vakti snemma athygli sem leikmaður Rennes og fór þaðan til Dortmund áður en Barcelona keypti hann. Þaðan lá leiðin svo heim til Frakklands, til PSG, og á topp fótboltans. „Ballon d‘Or er auðvitað alveg einstakur heiður. Jafnvel þegar hann var yngri þá töluðum við um Barcelona, draumana hans, en við gengum aldrei svo langt að tala um Ballon d‘Or. Að ímynda sér að sonur manns yrði besti leikmaður heims… Samt skal ég fullvissa ykkur um það að þetta kemur mér ekkert á óvart,“ sagði Fatimata. What a journey, Ousmane Dembélé 🌟 pic.twitter.com/RftpAauQCD— Ligue 1 English (@Ligue1_ENG) September 22, 2025 Hugsar um mömmu eins og hún hugsaði um hann Hún segir Dembélé hugsa afar vel um mömmu sína en að hún kjósi þó að lifa ekki við of mikinn lúxus. „Ef ég á flottan bíl í dag þá er það honum að þakka. Ef ég get stutt við fólk sem er þurfandi þá er það líka honum að þakka. Frá því að ég var ung hef ég alltaf unnið mikið, alltaf séð um foreldra mína og passað að þau skorti ekki neitt, og fyrir okkur múslima er það mikilvægt. Ég lagði hart að mér til að borga fyrir námið hans og fótbolta, og gaf alltaf 200 prósent án þess að hugsa um sjálfa mig. Í dag gerir Ousmane það sama fyrir mömmu sína. Hann hugsar um mig eins og ég hugsaði um foreldra mína. Líf mitt hefur vissulega breyst en ég lifi ekki við neinn ofurlúxus. Við erum áfram venjulegt fólk,“ sagði Fatimata.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira