Urðu að sætta sig silfrið þrátt fyrir magnaða endurkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 15:52 Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti með Fredericia og var bara hársbreidd frá því að gera liðið að dönskum meisturum. Getty/Henk Seppen Álaborg tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta eftir eins marks sigur á Fredericia, 27-26, í hreinum úrslitaleik um titilinn í dag. Niklas Landin tryggði Álaborg sigurinn með því að verja síðasta skot leiksins. Áður hafði Mads Hoxer Hangaard skorað markið sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Hangaard áttir stórleik og skoraði níu mörk. Fredericia var komin fimm mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn en sýndi magnaða frammistöðu í seinni hálfleik sem dugaði næstum því. Guðmundur endurstillti sína menn í hálfleik og liðið var hársbreidd frá því að koma leiknum í framlengingu. Þetta var þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu en Fredericia tryggði sér oddaleik með sigri í öðrum leiknum. Guðmundur Guðmundsson hefur gert ótrúlega hluti með Fredericia liðið á þessari leiktíð en frammistaðan hefur farið fram úr öllum væntingum. Í liði Álaborgar er hver stórstjarnan á fætur annarri og þar á meðal tveir af bestu handboltamönnum Dana frá upphafi, markvörðurinn Niklas Landin og stórskyttan Mikkel Hansen. Álaborgarmenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru komnir þremur mörkum yfir, 8-5, eftir tuttugu mínútna leik. Í hálfleik munaði orðið fimm mörkum á liðunum, 13-8, og útlitið því orðið svart. Mads Hoxer Hangaard skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Álaborgar í hálfleiknum og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Guðmundur talaði trú í sína menn í hálfleiknum en Fredericia strákarnir skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 13-15. Munurinn var komin niður í eitt mark, 17-18, þegar átján mínútur voru til leiks og endurkoman á fullri ferð. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin jöfn, 19-19. Álaborg svaraði með tveimur mörkum í röð en staðan var aftur orðin jöfn þegar fjórar mínútur voru eftir. 25-25 og rosalega spenna í loftinu. Guðmundur tók leikhlé þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og Álaborg einu marki yfir 27-26. Liðið fékk færi en Landin varði. Sárgrætilegur endir en stórbrotin frammistaða í seinni hálfleiknum. Danski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Niklas Landin tryggði Álaborg sigurinn með því að verja síðasta skot leiksins. Áður hafði Mads Hoxer Hangaard skorað markið sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Hangaard áttir stórleik og skoraði níu mörk. Fredericia var komin fimm mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn en sýndi magnaða frammistöðu í seinni hálfleik sem dugaði næstum því. Guðmundur endurstillti sína menn í hálfleik og liðið var hársbreidd frá því að koma leiknum í framlengingu. Þetta var þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu en Fredericia tryggði sér oddaleik með sigri í öðrum leiknum. Guðmundur Guðmundsson hefur gert ótrúlega hluti með Fredericia liðið á þessari leiktíð en frammistaðan hefur farið fram úr öllum væntingum. Í liði Álaborgar er hver stórstjarnan á fætur annarri og þar á meðal tveir af bestu handboltamönnum Dana frá upphafi, markvörðurinn Niklas Landin og stórskyttan Mikkel Hansen. Álaborgarmenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru komnir þremur mörkum yfir, 8-5, eftir tuttugu mínútna leik. Í hálfleik munaði orðið fimm mörkum á liðunum, 13-8, og útlitið því orðið svart. Mads Hoxer Hangaard skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Álaborgar í hálfleiknum og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Guðmundur talaði trú í sína menn í hálfleiknum en Fredericia strákarnir skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 13-15. Munurinn var komin niður í eitt mark, 17-18, þegar átján mínútur voru til leiks og endurkoman á fullri ferð. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin jöfn, 19-19. Álaborg svaraði með tveimur mörkum í röð en staðan var aftur orðin jöfn þegar fjórar mínútur voru eftir. 25-25 og rosalega spenna í loftinu. Guðmundur tók leikhlé þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og Álaborg einu marki yfir 27-26. Liðið fékk færi en Landin varði. Sárgrætilegur endir en stórbrotin frammistaða í seinni hálfleiknum.
Danski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira