Að hitta hetjuna sína Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar 31. maí 2024 19:31 Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Það má vissulega rækta hæfileika en það er erfitt að treysta á þá sem haldreipi. Þeir eru sleipir og geta jafnvel fallið úr gildi á einni nóttu. Jón Gnarr er hæfileikaríkur maður, einn sá allra hæfileikaríkasti sem ég hef fyrirhitt um ævina og er þá mikið sagt, enda lifi ég og starfa í listum hvar hæfileikar drjúpa oftar en ekki af hverju strái einsog smjör. Ég kynntist Jóni í listinni og var satt að segja svolítið stressuð fyrir fyrsta vinnudegi mínum með honum og öllum þessum hæfileikum hans. Öllum þessum status landsþekkta listamannsins sem hefur haft mótandi áhrif á húmor nokkurra kynslóða. Hvernig myndi þessi stóri karakter eiginlega bregðast við því að hafa mig sem yfirmann sinn – mig ef mig skyldi kalla? Lítt þekkta konu sem rétt skríður yfir þrítugu? Kom á daginn að allar áhyggjurnar sem ég hafði af því að „hitta hetjuna mína“ Jón Gnarr - og ýmist verða fyrir vonbrigðum, missa kúlið eða þurfa að brjóta mér leið gegnum hæfileika hans og status til þess að geta unnið með honum - voru byggðar á sandi og óþarfar með öllu. Strax í okkar fyrstu samskiptum sýndi hann mér virðingu, hlýju og kærleika. Hann mætti mér og verkefni okkar saman af mikilli jarðtengingu og eftir því sem á leið í ferli okkar; og við mættum hindrunum og óttanum sem tilheyrir ávallt hinu skapandi ferli – þá kynntist ég heilindum hans og karakter. Hann reitti vissulega af sér brandarana, þannig að allir veltust um af hlátri, og hann sagði sögur og deildi fróðleik og þekkingu sinni með bráðsmitandi ástríðu. En það var ekki það sem reisti traustið okkar á milli, það var ekki grínið sem byggði tengslin og gerði okkur hugrökk saman í krefjandi, listrænu verkefni. Það voru ekki ótvíræðir hæfileikar Jóns Gnarr sem fengu mig til þess að þykja svo undurvænt um hann og það var ekki verðskuldaður status Jóns Gnarr í bransanum okkar sem ólu af sér þá djúpstæðu virðingu sem ég hef fyrir honum í dag. Það reyndist ein mesta gæfa í mínum ferli og lífi að „hitta hetjuna mína“ hann Jón Gnarr og fá að kynnast honum. Jón er yfirþyrmandi hæfileikaríkur maður. En það er ekki ástæða þess að ég ætla að kjósa hann. Jón er falleg manneskja, kærleiksríkur karakter sem býr yfir óbrigðulli sjálfsþekkingu og heilindum. Hann er hvetjandi, hugrakkur og samkvæmur sjálfum sér. Hann berskjaldar sig og biður um hjálp. Hann gerir sitt allra besta og hann sýnir fólki, dýrum og náttúrunni ómælda og djúpstæða virðingu. Jón er maður sem mætir vantrausti með trausti og mætir hindrunum með húmor. Jón gerir allt skemmtilegra, bjartara og betra – bara með því að vera Jón. Hæfileikar Jóns Gnarr eru óhaggandi staðreynd. En ég kýs Jón ekki vegna þess hvað hann er fyndinn eða flinkur. Ég kýs Jón ekki vegna þess að mér finnst það sniðugt eða vegna þess hve það hlakkar í mér að fá loksins hressandi og frumleg nýársávörp frá Bessastöðum. Ég kýs Jón Gnarr vegna þess að hann er manneskja sem ég treysti af öllu hjarta til þess að vera sannur, samkvæmur sjálfum sér, berskjaldaður, traustur og mennskur forseti Íslands. Ég treysti á karakter Jóns Gnarr sem haldreipi. Hann hefur karakter sem ég treysti til þess að leiða okkur frá einum stað til annars, að vera fyrirmynd okkar í góðri framkomu við fólk og dýr. Hann hefur sterkan siðferðilegan áttavita og réttlætiskennd og einlæg heilindi sem greiða honum allar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Ég hvet ykkur öll til þess að nýta kosningaréttinn ykkar á morgun og ég vona svo innilega að öll kjósi þá manneskju sem þið treystið fyrir embættinu, af öllu hjarta. Höfundur er leikstjóri og dósent í sviðslistum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Það má vissulega rækta hæfileika en það er erfitt að treysta á þá sem haldreipi. Þeir eru sleipir og geta jafnvel fallið úr gildi á einni nóttu. Jón Gnarr er hæfileikaríkur maður, einn sá allra hæfileikaríkasti sem ég hef fyrirhitt um ævina og er þá mikið sagt, enda lifi ég og starfa í listum hvar hæfileikar drjúpa oftar en ekki af hverju strái einsog smjör. Ég kynntist Jóni í listinni og var satt að segja svolítið stressuð fyrir fyrsta vinnudegi mínum með honum og öllum þessum hæfileikum hans. Öllum þessum status landsþekkta listamannsins sem hefur haft mótandi áhrif á húmor nokkurra kynslóða. Hvernig myndi þessi stóri karakter eiginlega bregðast við því að hafa mig sem yfirmann sinn – mig ef mig skyldi kalla? Lítt þekkta konu sem rétt skríður yfir þrítugu? Kom á daginn að allar áhyggjurnar sem ég hafði af því að „hitta hetjuna mína“ Jón Gnarr - og ýmist verða fyrir vonbrigðum, missa kúlið eða þurfa að brjóta mér leið gegnum hæfileika hans og status til þess að geta unnið með honum - voru byggðar á sandi og óþarfar með öllu. Strax í okkar fyrstu samskiptum sýndi hann mér virðingu, hlýju og kærleika. Hann mætti mér og verkefni okkar saman af mikilli jarðtengingu og eftir því sem á leið í ferli okkar; og við mættum hindrunum og óttanum sem tilheyrir ávallt hinu skapandi ferli – þá kynntist ég heilindum hans og karakter. Hann reitti vissulega af sér brandarana, þannig að allir veltust um af hlátri, og hann sagði sögur og deildi fróðleik og þekkingu sinni með bráðsmitandi ástríðu. En það var ekki það sem reisti traustið okkar á milli, það var ekki grínið sem byggði tengslin og gerði okkur hugrökk saman í krefjandi, listrænu verkefni. Það voru ekki ótvíræðir hæfileikar Jóns Gnarr sem fengu mig til þess að þykja svo undurvænt um hann og það var ekki verðskuldaður status Jóns Gnarr í bransanum okkar sem ólu af sér þá djúpstæðu virðingu sem ég hef fyrir honum í dag. Það reyndist ein mesta gæfa í mínum ferli og lífi að „hitta hetjuna mína“ hann Jón Gnarr og fá að kynnast honum. Jón er yfirþyrmandi hæfileikaríkur maður. En það er ekki ástæða þess að ég ætla að kjósa hann. Jón er falleg manneskja, kærleiksríkur karakter sem býr yfir óbrigðulli sjálfsþekkingu og heilindum. Hann er hvetjandi, hugrakkur og samkvæmur sjálfum sér. Hann berskjaldar sig og biður um hjálp. Hann gerir sitt allra besta og hann sýnir fólki, dýrum og náttúrunni ómælda og djúpstæða virðingu. Jón er maður sem mætir vantrausti með trausti og mætir hindrunum með húmor. Jón gerir allt skemmtilegra, bjartara og betra – bara með því að vera Jón. Hæfileikar Jóns Gnarr eru óhaggandi staðreynd. En ég kýs Jón ekki vegna þess hvað hann er fyndinn eða flinkur. Ég kýs Jón ekki vegna þess að mér finnst það sniðugt eða vegna þess hve það hlakkar í mér að fá loksins hressandi og frumleg nýársávörp frá Bessastöðum. Ég kýs Jón Gnarr vegna þess að hann er manneskja sem ég treysti af öllu hjarta til þess að vera sannur, samkvæmur sjálfum sér, berskjaldaður, traustur og mennskur forseti Íslands. Ég treysti á karakter Jóns Gnarr sem haldreipi. Hann hefur karakter sem ég treysti til þess að leiða okkur frá einum stað til annars, að vera fyrirmynd okkar í góðri framkomu við fólk og dýr. Hann hefur sterkan siðferðilegan áttavita og réttlætiskennd og einlæg heilindi sem greiða honum allar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Ég hvet ykkur öll til þess að nýta kosningaréttinn ykkar á morgun og ég vona svo innilega að öll kjósi þá manneskju sem þið treystið fyrir embættinu, af öllu hjarta. Höfundur er leikstjóri og dósent í sviðslistum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun