Viðhald eigna og verðmætabjörgun í Grindavík í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 11:48 Eina flóttaleiðin er um Suðurstrandarveg. Vísir/Vilhelm Mikið hefur dregið úr virkni eldgossins. Hraunrennsli er aðallega á svæðinu í kringum Hagafell. GPS mælingar sýndu að land í Svartsengi seig um fimmtán sentimetra þegar kvika hljóp þaðan í fyrradag áður en eldgosið hófst. Skjálftavirkni er lítil á svæðinu og gosórói helst nokkuð stöðugur. Verulega hefur þrengt að Grindavíkurbæ eftir að eldgos hófst í fyrradag við Sundhnúksgígaröðina. Hluti Nesvegar inn við Grindavík er undir hrauni og þá rann hraun yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að greiðfært sé um Suðurstrandarveg. Það sé því eina flóttaleiðin út úr bænum. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Þá kemur einnig fram að þrengt hafi verið aðkomuleiðum Bláa lónsins þar sem hraun rann yfir Bláalónsveg við Nesveg. Bláa lónið er lokað. Í Grindavík og Svartsengi er unnið að viðhaldi eigna og þar fer einnig fram verðmætabjörgun. Innviðir hafa skemmst eftir að eldgosið hófst.Vísir/Vilhelm Íbúum í Grindavík er heimilt að fara inn í bæinn en í tilkynningu lögreglu segir að ekki sé mælt með því. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum næturlangt. „Hver og einn ber ábyrgð a eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri væntir þess að nú þegar við erum að upplifa áttunda gosið á Reykjanesskaga að þeir fáu einstaklingar sem hundsað hafa framangreind tilmæli hingað til, taki tillit til alls þess sem hefur verið gert í þágu Grindvíkinga og verji þá hagsmuni og sýni því skilning í þágu heildarhagsmuna,“ segir í tilkynningu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. 31. maí 2024 06:49 Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42 „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Verulega hefur þrengt að Grindavíkurbæ eftir að eldgos hófst í fyrradag við Sundhnúksgígaröðina. Hluti Nesvegar inn við Grindavík er undir hrauni og þá rann hraun yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að greiðfært sé um Suðurstrandarveg. Það sé því eina flóttaleiðin út úr bænum. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Þá kemur einnig fram að þrengt hafi verið aðkomuleiðum Bláa lónsins þar sem hraun rann yfir Bláalónsveg við Nesveg. Bláa lónið er lokað. Í Grindavík og Svartsengi er unnið að viðhaldi eigna og þar fer einnig fram verðmætabjörgun. Innviðir hafa skemmst eftir að eldgosið hófst.Vísir/Vilhelm Íbúum í Grindavík er heimilt að fara inn í bæinn en í tilkynningu lögreglu segir að ekki sé mælt með því. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum næturlangt. „Hver og einn ber ábyrgð a eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri væntir þess að nú þegar við erum að upplifa áttunda gosið á Reykjanesskaga að þeir fáu einstaklingar sem hundsað hafa framangreind tilmæli hingað til, taki tillit til alls þess sem hefur verið gert í þágu Grindvíkinga og verji þá hagsmuni og sýni því skilning í þágu heildarhagsmuna,“ segir í tilkynningu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. 31. maí 2024 06:49 Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42 „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. 31. maí 2024 06:49
Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42
„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01