Ég vil Baldur og því kýs ég Baldur Ólafur Helgi M. Ólafsson / Starína skrifar 31. maí 2024 09:30 Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins. Hann reyndi að þóknast öðrum, vera eins og hinir, gera það sem öðrum fannst að hann ætti að gera og bréfið endaði meira að segja á orðunum “ertu kominn með kærustu?” Þótt bréfið fjallaði allt um það hversu mikið ég kæmi til með að sakna stráks sem ég var að kveðja og var augljóslega skotinn í. Allt þetta bréf var um það hvernig ég gæti ekki verið samkynhneigður og svona öðruvísi. Hvernig ég gæti lagað það. En þessi sami strákur og skrifaði bréfið kom svo út úr skápnum árið 2002, fann sér áhugamál, kláraði nám, ferðaðist um heiminn og gafst aldrei upp á draumum sínum. Síðan fóru draumarnir að breytast og tilgangurinn varð að vilja styrkja og hvetja aðra til að lifa sínu lífi sem þeirra og vera trú sjálfum sér. Þetta gerðu Baldur og Felix fyrir mig (ásamt fullt af öðru fólki). Þá fann ég það að hjartað mitt og heilinn minn eru sammála um að hann er minn besti valkostur til forseta Íslands. Hví? Ég gæti byrjað að telja upp þessi góðu rök sem ég var að reyna að muna utanbókar, eins og það að hann setur málefni barna og ungmenna í fyrsta sæti, hann berst fyrir fullum mannréttindum allra, hann er prófessor með sérfræðiþekkingu um stjórnmál og smáríki og fleira. En mín stærstu rök eru; hvað ef þessi maður, sem barst fyrir mannréttindum og jafnræði, og kemur fram við ókunnuga með auðmýkt og hlýju, væri forseti Íslands? Mér þætti þessi maður mjög góð fyrirmynd og ef ég hefði haft hann sem forseta þegar ég var krakki þá hefði ég kannski ekki verið svona týndur. Ég treysti því að hann muni sinna þessu embætti af miklu hugrekki og ástríðu. Ég treysti því að ef Alþingi fer að koma með einhver frumvörp sem skerða þjóðarhagsmuni eða mannréttindi okkar, að þá muni hann grípa inn í og vísa þeim til þjóðarinnar. Ég treysti því að hann muni hlusta á okkur ef við mótmælum. Baldur kemur vel fram við alla hvort sem þú ert fatlaður, hinsegin, kona, barn eða útlendingur. Allir eru jafnir og það er það sem mér finnst svo fallegt. Ég sá hann örugglega í fyrsta sinn í gleðigöngunni 2002 eða 2003, þar og annars staðar hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks og gert Ísland að betri stað fyrir vikið og ég vil gefa honum enn betra tækifæri til að gera Ísland að enn betri stað fyrir ALLA! Ég ætla að kjósa Baldur því ég vil að við vinnum saman að betri heimi. Höfundur er fyrrverandi Dragdrottning Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins. Hann reyndi að þóknast öðrum, vera eins og hinir, gera það sem öðrum fannst að hann ætti að gera og bréfið endaði meira að segja á orðunum “ertu kominn með kærustu?” Þótt bréfið fjallaði allt um það hversu mikið ég kæmi til með að sakna stráks sem ég var að kveðja og var augljóslega skotinn í. Allt þetta bréf var um það hvernig ég gæti ekki verið samkynhneigður og svona öðruvísi. Hvernig ég gæti lagað það. En þessi sami strákur og skrifaði bréfið kom svo út úr skápnum árið 2002, fann sér áhugamál, kláraði nám, ferðaðist um heiminn og gafst aldrei upp á draumum sínum. Síðan fóru draumarnir að breytast og tilgangurinn varð að vilja styrkja og hvetja aðra til að lifa sínu lífi sem þeirra og vera trú sjálfum sér. Þetta gerðu Baldur og Felix fyrir mig (ásamt fullt af öðru fólki). Þá fann ég það að hjartað mitt og heilinn minn eru sammála um að hann er minn besti valkostur til forseta Íslands. Hví? Ég gæti byrjað að telja upp þessi góðu rök sem ég var að reyna að muna utanbókar, eins og það að hann setur málefni barna og ungmenna í fyrsta sæti, hann berst fyrir fullum mannréttindum allra, hann er prófessor með sérfræðiþekkingu um stjórnmál og smáríki og fleira. En mín stærstu rök eru; hvað ef þessi maður, sem barst fyrir mannréttindum og jafnræði, og kemur fram við ókunnuga með auðmýkt og hlýju, væri forseti Íslands? Mér þætti þessi maður mjög góð fyrirmynd og ef ég hefði haft hann sem forseta þegar ég var krakki þá hefði ég kannski ekki verið svona týndur. Ég treysti því að hann muni sinna þessu embætti af miklu hugrekki og ástríðu. Ég treysti því að ef Alþingi fer að koma með einhver frumvörp sem skerða þjóðarhagsmuni eða mannréttindi okkar, að þá muni hann grípa inn í og vísa þeim til þjóðarinnar. Ég treysti því að hann muni hlusta á okkur ef við mótmælum. Baldur kemur vel fram við alla hvort sem þú ert fatlaður, hinsegin, kona, barn eða útlendingur. Allir eru jafnir og það er það sem mér finnst svo fallegt. Ég sá hann örugglega í fyrsta sinn í gleðigöngunni 2002 eða 2003, þar og annars staðar hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks og gert Ísland að betri stað fyrir vikið og ég vil gefa honum enn betra tækifæri til að gera Ísland að enn betri stað fyrir ALLA! Ég ætla að kjósa Baldur því ég vil að við vinnum saman að betri heimi. Höfundur er fyrrverandi Dragdrottning Íslands.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar