Magdeburg meistari eftir stórsigur í Mannheim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 20:11 Ómar Ingi Magnússon hefur farið á kostum með Magdeburg í undanförnum leikjum. getty/Eroll Popova Íslendingaliðið Magdeburg varð í kvöld þýskur meistari í handbolta karla eftir sigur á Rhein-Neckar Löwen, 21-34, á útivelli. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Magdeburg vinnur titilinn. Fyrir leikinn var ljóst að Magdeburg dygði eitt stig til að tryggja sér titilinn. Og það var aldrei hætta á að annað myndi gerast. Magdeburg var alltaf með forystuna, var átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19, og vann á endanum þrettán marka sigur, 21-34. Magdeburg var þegar búið að vinna þýsku bikarkeppnina, HM félagsliða og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Álaborg. Magdeburg getur því unnið fjórfalt á tímabilinu. 3️⃣x💚❤️ - Wir holen das Triple 🏆🏆🏆_____#SCMHUJA 💪🏻 pic.twitter.com/doTAGXqvmt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 30, 2024 Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í liði Magdeburg. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar og Gísli Þorgeir Kristjánsson átti eina stoðsendingu. Ýmir Örn Gíslason lék í kvöld sinn næstsíðasta leik fyrir Löwen en hann fer til Göppingen eftir tímabilið. Ljónin frá Mannheim eru í 11. sæti deildarinnar. Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson stýrir, á enn möguleika á að bjarga sér frá falli eftir ævintýralegan sigur á liðinu í 2. sæti, Füchse Berlin, 29-30. Eloy Morante Maldonado skoraði sigurmarkið þegar ein sekúnda var eftir af leiknum. Bergischer er með tuttugu stig í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Erlangen sem er í sætinu fyrir ofan. Í lokaumferðinni á sunnudaginn þarf Bergischer að vinna Flensburg og treysta á að Erlangen tapi fyrir Hannover-Burgdorf. Ekki nóg með það heldur þarf Bergischer að vera með betri markatölu en Erlangen. Bergischer er núna með 72 mörk í mínus en Erlangen með 67 mörk í mínus. Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 30. maí 2024 18:40 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Fyrir leikinn var ljóst að Magdeburg dygði eitt stig til að tryggja sér titilinn. Og það var aldrei hætta á að annað myndi gerast. Magdeburg var alltaf með forystuna, var átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19, og vann á endanum þrettán marka sigur, 21-34. Magdeburg var þegar búið að vinna þýsku bikarkeppnina, HM félagsliða og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Álaborg. Magdeburg getur því unnið fjórfalt á tímabilinu. 3️⃣x💚❤️ - Wir holen das Triple 🏆🏆🏆_____#SCMHUJA 💪🏻 pic.twitter.com/doTAGXqvmt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 30, 2024 Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í liði Magdeburg. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar og Gísli Þorgeir Kristjánsson átti eina stoðsendingu. Ýmir Örn Gíslason lék í kvöld sinn næstsíðasta leik fyrir Löwen en hann fer til Göppingen eftir tímabilið. Ljónin frá Mannheim eru í 11. sæti deildarinnar. Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson stýrir, á enn möguleika á að bjarga sér frá falli eftir ævintýralegan sigur á liðinu í 2. sæti, Füchse Berlin, 29-30. Eloy Morante Maldonado skoraði sigurmarkið þegar ein sekúnda var eftir af leiknum. Bergischer er með tuttugu stig í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Erlangen sem er í sætinu fyrir ofan. Í lokaumferðinni á sunnudaginn þarf Bergischer að vinna Flensburg og treysta á að Erlangen tapi fyrir Hannover-Burgdorf. Ekki nóg með það heldur þarf Bergischer að vera með betri markatölu en Erlangen. Bergischer er núna með 72 mörk í mínus en Erlangen með 67 mörk í mínus.
Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 30. maí 2024 18:40 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 30. maí 2024 18:40