Vítisvist á Unglingaheimili ríkisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. júní 2024 08:01 Pétur Duffield var sóttur á heimili sitt þrettán ára og fluttur á Unglingaheimili ríkisins sem var að Kópavogsbraut 17. Þar segist hann hafa liðið vítisvist í næstum þrjú ár. Vísir/Berghildur Maður sem var sem unglingur vistaður á Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi lýsir vítisvist. Innilokunum, barsmíðum og kynferðislegu ofbeldi. Tveir starfsmenn hafi sparkað úr honum tennurnar þegar þeim mistókst að koma fram vilja sínum. Sanngirnisbætur sem hann fékk á sínum tíma hafi ekki einu sinni dugað fyrir tannlækniskostnaði. Pétur Duffield var þrettán ára þegar barnaverndarnefnd sem tilheyrði hans sveitarfélagi ákvað að vista hann á Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi. Faðir hans var sjómaður, móðirin heimavinnandi og fyrir áttu þau fimm önnur börn. Pétur Duffield lýsir reynslu sinni af vistinni á Unglingaheimili ríkisins í þáttaröðinni Vistheimilin sem nú er sýnd á Stöð 2. Í þáttunum segja m.a. fyrrverandi vistmenn og starfsmenn frá reynslu sinni af hinum ýmsu vistheimilum sem voru rekin af hálfu ríkisins á sínum tíma. „Barnaverndarnefnd þótti móðir mín ekki geta sinnt öllum þessum börnum. Sömu aðstæður voru fyrir hendi á öðru heimili í sveitarfélaginu þannig að ég og æskufélagi minn vorum báðir fjarlægðir af okkar heimilum og sendir á Unglingaheimili ríkisins að Kópavogsbraut 17,“ segir Pétur sem var vistaður á stofnuninni á aldrinum 13-16 ára á árunum 1975-1978. Pétur Duffield var vistaður á Unglingaheimili ríkisins á aldrinum 13-16 ára á árunum 1975-1978.Hann lýsir vítisvist meðan hann dvaldi þar.Vísir „Ég man alltaf eftir því að það voru fimm lögregluþjónar í bílnum þegar ég var sóttur. Ég var látinn sitja á milli þeirra. Þannig var ég fluttur eins og ég væri sjálfur dr. Hannibal Lecter. Ég var þrjátíu kíló og næst minnstur í bekknum. Ég efast um að ég hafi náð hundrað og fjörutíu sentimetrum að hæð, það var enginn ógn af mér,“ segir Pétur hugsi. Unglingaheimili ríkisins var rekið að Kópavogsbraut 17 frá 1972-1985.Vísir Starfsmenn hafi sparkað tennurnar úr sér Pétur segir að vist sín og annarra félaga hans á heimilinu hafi verið skelfileg. Hann hafi reglulega verið lokaður inni í svokallaðri sellu sem var lokað herbergi að Kópavogsbraut 9 sem gegndi hlutverki unglingafangelsis. Þar hafi hann verið jafnvel verið látinn dúsa dögum saman og stundum verið bundinn með snæri eða handjárnum við ofn. Hann hafi einnig reglulega orðið fyrir barsmíðum af hálfu starfsmanna á sjálfu Unglingaheimilinu. Pétur lýsir enn fremur árás sem hann segist hafa orðið fyrir þegar tveir starfsmenn hafi reynt að koma fram vilja sínum. „Þeir komu inn og skipuðu mér að fara úr buxunum. Ég neitaði og þá ætluðu þeir að taka mig með valdi. Ég óð þá eins og skepna í þá en var náttúrulega pínulítill. Þeir slóu mig og hentu mér niður. Þar spörkuðu þeir í andlitið á mér og brutu á mér nefið, kinnbein og tennurnar.“ Sanngirnisbæturnar dugðu ekki fyrir tannlækniskostnaði Pétur telur að heilbrigðisstarfsmenn hafi líka brugðist þegar hann var sendur á spítala eftir árásina. „Þegar mér var trillað inn á sjúkrahús eftir árásina þá var sú skýring gefin að ég hefði slasað mig og dottið. Það var enginn læknir sem velti fyrir sér hvernig ég átti að hafa brotið allar tennurnar í mér í einu með því að detta. Ég var svo tannlaus þar til 1980 og þurfti þásjálfur að standa straum af öllum tannlækniskostnaði. Sanngirnisbætur sem ég fékk svo síðar dugðu engan veginn fyrir þeim kostnaði,“ segir Pétur. Pétur segist hafa orðið vitni að ofbeldi gagnvart öðrum ungmennum á heimilinu. Vinur hans sem kom á sama tíma og hann hafi þurft að líða vítisvist eins og hann.Vísir Önnur ungmenni mátt þola það sama Pétur segist hafa orðið vitni að ofbeldi gagnvart öðrum ungmennum á heimilinu. Vinur hans sem kom á sama tíma og hann hafi þurft að líða vítisvist eins og hann. „Þeir fóru svakalega illa með hann, skuggalega. Þeir lömdu hann alveg trekk í trekk á hverjum einasta degi. Ég man að ég kom einu sinni að honum í herberginu hans og hann var grátandi og kallaði á mömmu sína. Þá var búið að berja úr honum hann var ekki einu sinni mennskur þarna,“ segir Pétur hryggur. Pétur segir að honum hafi tekist að mennta sig og eignast gott líf þrátt fyrir vistina. Hann vill hins vegar koma sögu sinni á framfæri svo slíkur harmleikur í boði ríkisins endurtaki sig aldrei. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112. Klippa: Vistheimili - Stikla úr fimmta þætti Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Vistheimilin Réttindi barna Tengdar fréttir Sat saklaus í unglingafangelsi í tvö ár Sjónskertur maður var sem drengur sóttur af lögreglu og lokaður inni á Níunni sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í tvö ár á áttunda áratug síðustu aldar. Tildrög vistunnar hans eru alls óljós og honum gafst ekki kostur á skólagöngu meðan á dvölinni stóð. 20. maí 2024 08:01 Ítrekar afsökunarbeiðni til vöggustofubarna og fjölskyldna þeirra Borgarstjóri ítrekar afsökunarbeiðni borgarstjórnar til barna og fjölskyldna þeirra sem sættu illri meðferð á vöggustofum í Reykjavík. Þá sé mikilvægt að Alþingi komi sér saman um lög um sanngirnisbætur til þeirra sem þar dvöldu. 14. maí 2024 12:53 „Þetta er náttúrulega sorgarsaga okkar Íslendinga“ Vistheimilin eru nýir þættir Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttakonu á Stöð 2. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum. 14. maí 2024 10:30 Hið opinbera skuldi sér og öðrum mæðrum afsökunarbeiðni Kona sem missti barn sitt á Vöggustofu vegna veikinda og var þar neitað um að umgangast það fer fram á að Reykjavíkurborg og aðrir opinberir aðilar sem komu að málinu biðji sig afsökunar. Fátækar, einstæðar og veikar mæður sem hafi misst börnin sína á slíkar stofnanir eigi inni afsökunarbeiðni frá hinu opinbera. 13. maí 2024 19:02 Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30 Nefndin aldrei heyrt aðrar eins frásagnir en lítið að gerast Allsherjar-og menntamálanefnd hefur farið í marga hringi í meðferð sinni á frumvarpi um sanngirnisbætur að sögn formanns nefndarinnar. Hún segir að nefndin hafi aldrei fengið viðkvæmari og erfiðari frásagnir til sín. Forsætisráðherra sé mjög meðvitaður um málið. 6. maí 2024 13:39 Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Pétur Duffield var þrettán ára þegar barnaverndarnefnd sem tilheyrði hans sveitarfélagi ákvað að vista hann á Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi. Faðir hans var sjómaður, móðirin heimavinnandi og fyrir áttu þau fimm önnur börn. Pétur Duffield lýsir reynslu sinni af vistinni á Unglingaheimili ríkisins í þáttaröðinni Vistheimilin sem nú er sýnd á Stöð 2. Í þáttunum segja m.a. fyrrverandi vistmenn og starfsmenn frá reynslu sinni af hinum ýmsu vistheimilum sem voru rekin af hálfu ríkisins á sínum tíma. „Barnaverndarnefnd þótti móðir mín ekki geta sinnt öllum þessum börnum. Sömu aðstæður voru fyrir hendi á öðru heimili í sveitarfélaginu þannig að ég og æskufélagi minn vorum báðir fjarlægðir af okkar heimilum og sendir á Unglingaheimili ríkisins að Kópavogsbraut 17,“ segir Pétur sem var vistaður á stofnuninni á aldrinum 13-16 ára á árunum 1975-1978. Pétur Duffield var vistaður á Unglingaheimili ríkisins á aldrinum 13-16 ára á árunum 1975-1978.Hann lýsir vítisvist meðan hann dvaldi þar.Vísir „Ég man alltaf eftir því að það voru fimm lögregluþjónar í bílnum þegar ég var sóttur. Ég var látinn sitja á milli þeirra. Þannig var ég fluttur eins og ég væri sjálfur dr. Hannibal Lecter. Ég var þrjátíu kíló og næst minnstur í bekknum. Ég efast um að ég hafi náð hundrað og fjörutíu sentimetrum að hæð, það var enginn ógn af mér,“ segir Pétur hugsi. Unglingaheimili ríkisins var rekið að Kópavogsbraut 17 frá 1972-1985.Vísir Starfsmenn hafi sparkað tennurnar úr sér Pétur segir að vist sín og annarra félaga hans á heimilinu hafi verið skelfileg. Hann hafi reglulega verið lokaður inni í svokallaðri sellu sem var lokað herbergi að Kópavogsbraut 9 sem gegndi hlutverki unglingafangelsis. Þar hafi hann verið jafnvel verið látinn dúsa dögum saman og stundum verið bundinn með snæri eða handjárnum við ofn. Hann hafi einnig reglulega orðið fyrir barsmíðum af hálfu starfsmanna á sjálfu Unglingaheimilinu. Pétur lýsir enn fremur árás sem hann segist hafa orðið fyrir þegar tveir starfsmenn hafi reynt að koma fram vilja sínum. „Þeir komu inn og skipuðu mér að fara úr buxunum. Ég neitaði og þá ætluðu þeir að taka mig með valdi. Ég óð þá eins og skepna í þá en var náttúrulega pínulítill. Þeir slóu mig og hentu mér niður. Þar spörkuðu þeir í andlitið á mér og brutu á mér nefið, kinnbein og tennurnar.“ Sanngirnisbæturnar dugðu ekki fyrir tannlækniskostnaði Pétur telur að heilbrigðisstarfsmenn hafi líka brugðist þegar hann var sendur á spítala eftir árásina. „Þegar mér var trillað inn á sjúkrahús eftir árásina þá var sú skýring gefin að ég hefði slasað mig og dottið. Það var enginn læknir sem velti fyrir sér hvernig ég átti að hafa brotið allar tennurnar í mér í einu með því að detta. Ég var svo tannlaus þar til 1980 og þurfti þásjálfur að standa straum af öllum tannlækniskostnaði. Sanngirnisbætur sem ég fékk svo síðar dugðu engan veginn fyrir þeim kostnaði,“ segir Pétur. Pétur segist hafa orðið vitni að ofbeldi gagnvart öðrum ungmennum á heimilinu. Vinur hans sem kom á sama tíma og hann hafi þurft að líða vítisvist eins og hann.Vísir Önnur ungmenni mátt þola það sama Pétur segist hafa orðið vitni að ofbeldi gagnvart öðrum ungmennum á heimilinu. Vinur hans sem kom á sama tíma og hann hafi þurft að líða vítisvist eins og hann. „Þeir fóru svakalega illa með hann, skuggalega. Þeir lömdu hann alveg trekk í trekk á hverjum einasta degi. Ég man að ég kom einu sinni að honum í herberginu hans og hann var grátandi og kallaði á mömmu sína. Þá var búið að berja úr honum hann var ekki einu sinni mennskur þarna,“ segir Pétur hryggur. Pétur segir að honum hafi tekist að mennta sig og eignast gott líf þrátt fyrir vistina. Hann vill hins vegar koma sögu sinni á framfæri svo slíkur harmleikur í boði ríkisins endurtaki sig aldrei. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112. Klippa: Vistheimili - Stikla úr fimmta þætti
Pétur Duffield lýsir reynslu sinni af vistinni á Unglingaheimili ríkisins í þáttaröðinni Vistheimilin sem nú er sýnd á Stöð 2. Í þáttunum segja m.a. fyrrverandi vistmenn og starfsmenn frá reynslu sinni af hinum ýmsu vistheimilum sem voru rekin af hálfu ríkisins á sínum tíma.
„Þeir komu inn og skipuðu mér að fara úr buxunum. Ég neitaði og þá ætluðu þeir að taka mig með valdi. Ég óð þá eins og skepna í þá en var náttúrulega pínulítill. Þeir slóu mig og hentu mér niður. Þar spörkuðu þeir í andlitið á mér og brutu á mér nefið, kinnbein og tennurnar.“
Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Vistheimilin Réttindi barna Tengdar fréttir Sat saklaus í unglingafangelsi í tvö ár Sjónskertur maður var sem drengur sóttur af lögreglu og lokaður inni á Níunni sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í tvö ár á áttunda áratug síðustu aldar. Tildrög vistunnar hans eru alls óljós og honum gafst ekki kostur á skólagöngu meðan á dvölinni stóð. 20. maí 2024 08:01 Ítrekar afsökunarbeiðni til vöggustofubarna og fjölskyldna þeirra Borgarstjóri ítrekar afsökunarbeiðni borgarstjórnar til barna og fjölskyldna þeirra sem sættu illri meðferð á vöggustofum í Reykjavík. Þá sé mikilvægt að Alþingi komi sér saman um lög um sanngirnisbætur til þeirra sem þar dvöldu. 14. maí 2024 12:53 „Þetta er náttúrulega sorgarsaga okkar Íslendinga“ Vistheimilin eru nýir þættir Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttakonu á Stöð 2. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum. 14. maí 2024 10:30 Hið opinbera skuldi sér og öðrum mæðrum afsökunarbeiðni Kona sem missti barn sitt á Vöggustofu vegna veikinda og var þar neitað um að umgangast það fer fram á að Reykjavíkurborg og aðrir opinberir aðilar sem komu að málinu biðji sig afsökunar. Fátækar, einstæðar og veikar mæður sem hafi misst börnin sína á slíkar stofnanir eigi inni afsökunarbeiðni frá hinu opinbera. 13. maí 2024 19:02 Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30 Nefndin aldrei heyrt aðrar eins frásagnir en lítið að gerast Allsherjar-og menntamálanefnd hefur farið í marga hringi í meðferð sinni á frumvarpi um sanngirnisbætur að sögn formanns nefndarinnar. Hún segir að nefndin hafi aldrei fengið viðkvæmari og erfiðari frásagnir til sín. Forsætisráðherra sé mjög meðvitaður um málið. 6. maí 2024 13:39 Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Sat saklaus í unglingafangelsi í tvö ár Sjónskertur maður var sem drengur sóttur af lögreglu og lokaður inni á Níunni sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í tvö ár á áttunda áratug síðustu aldar. Tildrög vistunnar hans eru alls óljós og honum gafst ekki kostur á skólagöngu meðan á dvölinni stóð. 20. maí 2024 08:01
Ítrekar afsökunarbeiðni til vöggustofubarna og fjölskyldna þeirra Borgarstjóri ítrekar afsökunarbeiðni borgarstjórnar til barna og fjölskyldna þeirra sem sættu illri meðferð á vöggustofum í Reykjavík. Þá sé mikilvægt að Alþingi komi sér saman um lög um sanngirnisbætur til þeirra sem þar dvöldu. 14. maí 2024 12:53
„Þetta er náttúrulega sorgarsaga okkar Íslendinga“ Vistheimilin eru nýir þættir Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttakonu á Stöð 2. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum. 14. maí 2024 10:30
Hið opinbera skuldi sér og öðrum mæðrum afsökunarbeiðni Kona sem missti barn sitt á Vöggustofu vegna veikinda og var þar neitað um að umgangast það fer fram á að Reykjavíkurborg og aðrir opinberir aðilar sem komu að málinu biðji sig afsökunar. Fátækar, einstæðar og veikar mæður sem hafi misst börnin sína á slíkar stofnanir eigi inni afsökunarbeiðni frá hinu opinbera. 13. maí 2024 19:02
Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06
Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30
Nefndin aldrei heyrt aðrar eins frásagnir en lítið að gerast Allsherjar-og menntamálanefnd hefur farið í marga hringi í meðferð sinni á frumvarpi um sanngirnisbætur að sögn formanns nefndarinnar. Hún segir að nefndin hafi aldrei fengið viðkvæmari og erfiðari frásagnir til sín. Forsætisráðherra sé mjög meðvitaður um málið. 6. maí 2024 13:39
Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01