Að fortíð skal hyggja Guðrún Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:16 Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti. Áberandi fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og úr ólíkustu þjóðfélagshópum. Þar á meðal ágætis vinir mínir. Einhvern veginn hef ég alltaf trúað því að besti mælikvarðinn á framtíðarhegðun fólks væri hvernig það hefði hagað sér í fortíðinni. Fyrrverandi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að hafa leitt stjórnina sem var sannarlega gagnrýniverð og gekk í berhögg við það sem VG þóttist standa fyrir. Ég upplifi merkilega þögn og ósýnileika frá mörgum þeim sem ég veit að eru sammála mér, en veigra sér við að segja það upphátt. Ég upplifi hreinlega hræðslu hugrakkra femínista, heitra náttúruverndarsinna og annarra mannréttindafrömuða við að opinbera sig og það er alveg nýtt fyrir mér en ég reyni að skilja það. Getur það verið vegna þess að það er við svo öflugan og ráðandi hóp að etja og málflutningur þeirra hefur náð í gegn? Að málefnaleg umræða eigi að snúast eingöngu um að halda fram kostum eigin frambjóðenda, en hallmæla undir engum kringumstæðum öðrum frambjóðendum? Þau sem orði það að þau vilji ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði séu sjálfkrafa vont fólk með ómálefnalegan hatursáróður og minnimáttarkennd? Ansi hávær kór fólks sem venjulega er í sama liði og við sem erum ósammála. Þess vegna er hætt við að málin verði persónuleg og að fólk óttist að verða útilokað úr hópi vina, ættingja eða samstarfsfólks. Ég lít á þetta sem gaslýsingu og ég neita að undirgangast hana. Gaslýsing er áhrifamikið ofbeldisform sem margir eru ómeðvitaðir um, bæði þau sem beita henni og þau sem verða fyrir henni. Hún byggist á því að ef fólk sem beitt er einhvers konar kúgun eða rangindum kvartar undan því, er því talin trú um að engin rangindi hafi átt sér stað, heldur sé um ímyndun eða rangtúlkun þolandans að ræða. Heppnist hún fer þolandinn að efast um eigin dómgreind. Þegar stórir og valdamiklir hópar sameinast um að beita hópgaslýsingu verður hún svo áhrifamikil að hún þaggar auðveldlega niður í fjölda manns. Ég gæti nefnt mörg dæmi um gaslýsingar á samfélagsmiðlum undanfarið, þau eru augljós ef fólk þekkir fyrirbærið. Það sem er óvenjulegt er að hópamyndanirnar eru óhefðbundnar. Ég skrifa þetta til umhugsunar fyrir þau sem hafa fundið fyrir óþægindunum sem fylgja því að þegja þó þau langi til þess að tjá sig. Ég áfellist ykkur ekki, en bendi bara á öflin sem eru í gangi og að við erum mörg sem höfum dröslast með þessar tilfinningar. Ég segi það upphátt að ég vil ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði. Það hefur ekkert með hatur, illkvittni eða minnimáttarkennd að gera, heldur heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd. Ég vil forseta sem þjóðin getur treyst, sameinast um og verið stolt af. Sjálf ætla ég að kjósa Höllu Hrund. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti. Áberandi fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og úr ólíkustu þjóðfélagshópum. Þar á meðal ágætis vinir mínir. Einhvern veginn hef ég alltaf trúað því að besti mælikvarðinn á framtíðarhegðun fólks væri hvernig það hefði hagað sér í fortíðinni. Fyrrverandi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að hafa leitt stjórnina sem var sannarlega gagnrýniverð og gekk í berhögg við það sem VG þóttist standa fyrir. Ég upplifi merkilega þögn og ósýnileika frá mörgum þeim sem ég veit að eru sammála mér, en veigra sér við að segja það upphátt. Ég upplifi hreinlega hræðslu hugrakkra femínista, heitra náttúruverndarsinna og annarra mannréttindafrömuða við að opinbera sig og það er alveg nýtt fyrir mér en ég reyni að skilja það. Getur það verið vegna þess að það er við svo öflugan og ráðandi hóp að etja og málflutningur þeirra hefur náð í gegn? Að málefnaleg umræða eigi að snúast eingöngu um að halda fram kostum eigin frambjóðenda, en hallmæla undir engum kringumstæðum öðrum frambjóðendum? Þau sem orði það að þau vilji ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði séu sjálfkrafa vont fólk með ómálefnalegan hatursáróður og minnimáttarkennd? Ansi hávær kór fólks sem venjulega er í sama liði og við sem erum ósammála. Þess vegna er hætt við að málin verði persónuleg og að fólk óttist að verða útilokað úr hópi vina, ættingja eða samstarfsfólks. Ég lít á þetta sem gaslýsingu og ég neita að undirgangast hana. Gaslýsing er áhrifamikið ofbeldisform sem margir eru ómeðvitaðir um, bæði þau sem beita henni og þau sem verða fyrir henni. Hún byggist á því að ef fólk sem beitt er einhvers konar kúgun eða rangindum kvartar undan því, er því talin trú um að engin rangindi hafi átt sér stað, heldur sé um ímyndun eða rangtúlkun þolandans að ræða. Heppnist hún fer þolandinn að efast um eigin dómgreind. Þegar stórir og valdamiklir hópar sameinast um að beita hópgaslýsingu verður hún svo áhrifamikil að hún þaggar auðveldlega niður í fjölda manns. Ég gæti nefnt mörg dæmi um gaslýsingar á samfélagsmiðlum undanfarið, þau eru augljós ef fólk þekkir fyrirbærið. Það sem er óvenjulegt er að hópamyndanirnar eru óhefðbundnar. Ég skrifa þetta til umhugsunar fyrir þau sem hafa fundið fyrir óþægindunum sem fylgja því að þegja þó þau langi til þess að tjá sig. Ég áfellist ykkur ekki, en bendi bara á öflin sem eru í gangi og að við erum mörg sem höfum dröslast með þessar tilfinningar. Ég segi það upphátt að ég vil ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði. Það hefur ekkert með hatur, illkvittni eða minnimáttarkennd að gera, heldur heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd. Ég vil forseta sem þjóðin getur treyst, sameinast um og verið stolt af. Sjálf ætla ég að kjósa Höllu Hrund. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun