Að breyta heiminum Valgeir Magnússon skrifar 30. maí 2024 10:30 Stundum stendur maður frammi fyrir ákvörðunum sem eru stórar og stundum frammi fyrir ákvörðunum sem eru litlar. Margar breyta deginum, fáar breyta lífi manns og örfáar breyta heiminum. Núna stöndum við frammi fyrir því að velja okkur næsta forseta íslenska lýðveldisins. Þar koma margir hæfir til greina og við verðum ekki svikin, sama hvernig fer. Það er samt einn kostur sem ber af öllum hinum. Hver sem verður fyrir valinu mun fá sinn sess í Íslandssögunni. Í einu tilfelli getum við skrifað nýjan kafla í mannkynssöguna. Það eru stærri skilaboð til heimsins en flestir geta ímyndað sér að við verðum fyrst allra þjóða til að kjósa hinsegin forseta í persónukjöri og láta þar með heiminn vita hvernig við hugsum á Íslandi. Mannréttindakafli mannkynssögunnar verður uppfærður á einstakan hátt. Baldur er vel að embættinu kominn, með yfirburðarþekkingu á stjórnkerfi landsins og alþjóðamálum og með gott plan um það hvernig við getum orðið fremst meðal þjóða í málefnum barna og ungs fólks. Með þessu stendur hann þegar fremstur meðal jafningja í valinu um það hver er besti kosturinn fyrir börnin, ungmennin, iðnaðinn, sjávarútveginn, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, byggingariðnaðinn, foreldra, afa og ömmur, bændur, lögregluna, Landhelgisgæsluna, björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, verslunarfólk, ferðaiðnaðinn og heiminn allan. Að breyta heiminum er stórkostlegt og það hjálpar öllum. Það hálpar okkur Íslendingum og það hjálpar öllum sem eru hinsegin í heiminum. Ég man vel þegar ég var ungur og var í skólum í Bretlandi og Þýskalandi árin 1982-1987. Ég man hvað ég var stoltur þegar fólk heyrði að ég væri frá Íslandi og það fann sig knúið til að segja mér að það vissi að á Íslandi væri kona forseti og að hún héti Vigdís. Það var stærra en fólk áttaði sig á á þeim tíma að kjósa Vigdísi og breyta heiminum. Heimurinn varð aldrei samur eftir það, sem betur fer. Með Baldri fáum við bæði öflugasta forsetann og brjótum blað í mannréttindamálum. Við fáum öflugan einstakling sem ætlar sér að sameina okkur í málum barna og ungmenna. Sem vill huga að geðheilsu ungmenna, vímuefnavanda, lesskilningi og hvernig ungt fólk getur nýtt sér þau tækifæri sem samfélagið hefur að bjóða. Mann sem talar af þekkingu um fyrirhyggju í öryggismálum, fæðuöryggi, birgðastöðu og öryggi sæstrengjanna sem tryggja samskipti við umheiminn. Hvernig við stöndum að stuðningi við björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, lögregluna og Landhelgisgæsluna. Mann sem stendur alltaf með þeim sem höllum fæti standa en er jafnframt reiðubúinn að vinna með stjórnvöldum og atvinnulífinu við tengslamyndun í alþjóðaviðskiptum. Mann sem er trúverðugur baráttumaður fyrir mannréttindum og getur beint sterku kastljósi á mannréttindi í heiminum. Ég verð aftur stoltur þegar það ljós skín á ný frá Íslandi. Þetta er ástæða þess að ég ræ að því öllum árum að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stjórnarformaður PiparTBWA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum stendur maður frammi fyrir ákvörðunum sem eru stórar og stundum frammi fyrir ákvörðunum sem eru litlar. Margar breyta deginum, fáar breyta lífi manns og örfáar breyta heiminum. Núna stöndum við frammi fyrir því að velja okkur næsta forseta íslenska lýðveldisins. Þar koma margir hæfir til greina og við verðum ekki svikin, sama hvernig fer. Það er samt einn kostur sem ber af öllum hinum. Hver sem verður fyrir valinu mun fá sinn sess í Íslandssögunni. Í einu tilfelli getum við skrifað nýjan kafla í mannkynssöguna. Það eru stærri skilaboð til heimsins en flestir geta ímyndað sér að við verðum fyrst allra þjóða til að kjósa hinsegin forseta í persónukjöri og láta þar með heiminn vita hvernig við hugsum á Íslandi. Mannréttindakafli mannkynssögunnar verður uppfærður á einstakan hátt. Baldur er vel að embættinu kominn, með yfirburðarþekkingu á stjórnkerfi landsins og alþjóðamálum og með gott plan um það hvernig við getum orðið fremst meðal þjóða í málefnum barna og ungs fólks. Með þessu stendur hann þegar fremstur meðal jafningja í valinu um það hver er besti kosturinn fyrir börnin, ungmennin, iðnaðinn, sjávarútveginn, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, byggingariðnaðinn, foreldra, afa og ömmur, bændur, lögregluna, Landhelgisgæsluna, björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, verslunarfólk, ferðaiðnaðinn og heiminn allan. Að breyta heiminum er stórkostlegt og það hjálpar öllum. Það hálpar okkur Íslendingum og það hjálpar öllum sem eru hinsegin í heiminum. Ég man vel þegar ég var ungur og var í skólum í Bretlandi og Þýskalandi árin 1982-1987. Ég man hvað ég var stoltur þegar fólk heyrði að ég væri frá Íslandi og það fann sig knúið til að segja mér að það vissi að á Íslandi væri kona forseti og að hún héti Vigdís. Það var stærra en fólk áttaði sig á á þeim tíma að kjósa Vigdísi og breyta heiminum. Heimurinn varð aldrei samur eftir það, sem betur fer. Með Baldri fáum við bæði öflugasta forsetann og brjótum blað í mannréttindamálum. Við fáum öflugan einstakling sem ætlar sér að sameina okkur í málum barna og ungmenna. Sem vill huga að geðheilsu ungmenna, vímuefnavanda, lesskilningi og hvernig ungt fólk getur nýtt sér þau tækifæri sem samfélagið hefur að bjóða. Mann sem talar af þekkingu um fyrirhyggju í öryggismálum, fæðuöryggi, birgðastöðu og öryggi sæstrengjanna sem tryggja samskipti við umheiminn. Hvernig við stöndum að stuðningi við björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, lögregluna og Landhelgisgæsluna. Mann sem stendur alltaf með þeim sem höllum fæti standa en er jafnframt reiðubúinn að vinna með stjórnvöldum og atvinnulífinu við tengslamyndun í alþjóðaviðskiptum. Mann sem er trúverðugur baráttumaður fyrir mannréttindum og getur beint sterku kastljósi á mannréttindi í heiminum. Ég verð aftur stoltur þegar það ljós skín á ný frá Íslandi. Þetta er ástæða þess að ég ræ að því öllum árum að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stjórnarformaður PiparTBWA.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar