Það á að kjósa með Exi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 29. maí 2024 12:05 Sko bókstafnum X ekki með verkfærinu sem er notað til að höggva við, axarsköft eru bönnuð eins og að gera hjarta, broskarl, semja stöku eða strika yfir aðra frambjóðendur, bara eitt nett X á seðillinn TAKK. Það er bannað að taka mynd af kjörseðlinum og birta á netmiðlun á kjördag, það kallast kosningaáróður á kjörstað en það er alveg bannað. Vonandi mæta ungir sem aldnir, þið unga fólkið okkar endilega nýta kosningaréttinn þó ekki væri nema að máta sig við hvernig þetta gengur fyrir sig. Allir ættu að skoða hvern frambjóðanda fyrir sig og hugsa hvort við viljum heyra og sjá þennan einstakling við öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri næstu fjögur árin eða svo. Það er að mörgu að hyggja, hvað þarf forseti að hafa til að bera? Vera mælskur, kunna að koma fyrir sig orði? Vera glæsilegur og þjóðinni til sóma innlends sem erlendis? Vera sameiningartákn og stoð í gleði sem og sorg? Vera höfðinglegur, einhver til að líta upp til? Vera hlutlaus? Vera skemmtilegur? Vera hugrakkur og djarfur þegar á reynir? Þetta mælir hvorki með né á móti frambjóðendunum tólf og útilokar engan þeirra, því föngulegan hóp af hæfu, góðu og glæsilegu fólki höfum við úr að velja, þetta er okkar lúxusvandamál. En það eru 12 í framboði ekki bara þessi sex sem birtast oftast á skjánum því þau eiga nóg af peningum og fjölmiðlar hampa þeim óspart. Hinir sex má sjá hér og mæli ég með að þið skoðið þeirra framboð vel. Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir. Ég ætla ekki að segja ykkur hvern þið eigið að kjósa né hvern á ekki að kjósa, ég ætla ekki heldur að segja ykkur hvað ég ætla eða ætla ekki að kjósa, því ég vil ekki hafa áhrif á annara val. Þetta er ykkar val, látið kannanir, fjölmiðla, ættingja og síst af öllu mig hafa áhrif á ykkar val, kynnið ykkur málin, ræðið þau og veltið þeim fyrir ykkur, mátið þá við Bessastaði. Þegar í kjörklefann kemur lesið öll nöfnin 12, gefið ykkur tíma áður en þið veljið, þetta er ykkar val og engin sér hvað þið völduð. Munið að kjósa með hjartanu, NEI ég meina X "Öllu gríni fylgir einhver ánægja" eins og sagt var við mig um árið á Flateyri. Tylft fram sýna krafta bauð Þjóðinni úr að velja Stefnur sínar saman sauð Og kosti upp að telja Milli þeirra uppúr sauð Upphófust skítköst nokkur Umræðan frekar snauð lítið hjálpar okkur Höfundur er virkur í skoðanakönnunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sko bókstafnum X ekki með verkfærinu sem er notað til að höggva við, axarsköft eru bönnuð eins og að gera hjarta, broskarl, semja stöku eða strika yfir aðra frambjóðendur, bara eitt nett X á seðillinn TAKK. Það er bannað að taka mynd af kjörseðlinum og birta á netmiðlun á kjördag, það kallast kosningaáróður á kjörstað en það er alveg bannað. Vonandi mæta ungir sem aldnir, þið unga fólkið okkar endilega nýta kosningaréttinn þó ekki væri nema að máta sig við hvernig þetta gengur fyrir sig. Allir ættu að skoða hvern frambjóðanda fyrir sig og hugsa hvort við viljum heyra og sjá þennan einstakling við öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri næstu fjögur árin eða svo. Það er að mörgu að hyggja, hvað þarf forseti að hafa til að bera? Vera mælskur, kunna að koma fyrir sig orði? Vera glæsilegur og þjóðinni til sóma innlends sem erlendis? Vera sameiningartákn og stoð í gleði sem og sorg? Vera höfðinglegur, einhver til að líta upp til? Vera hlutlaus? Vera skemmtilegur? Vera hugrakkur og djarfur þegar á reynir? Þetta mælir hvorki með né á móti frambjóðendunum tólf og útilokar engan þeirra, því föngulegan hóp af hæfu, góðu og glæsilegu fólki höfum við úr að velja, þetta er okkar lúxusvandamál. En það eru 12 í framboði ekki bara þessi sex sem birtast oftast á skjánum því þau eiga nóg af peningum og fjölmiðlar hampa þeim óspart. Hinir sex má sjá hér og mæli ég með að þið skoðið þeirra framboð vel. Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir. Ég ætla ekki að segja ykkur hvern þið eigið að kjósa né hvern á ekki að kjósa, ég ætla ekki heldur að segja ykkur hvað ég ætla eða ætla ekki að kjósa, því ég vil ekki hafa áhrif á annara val. Þetta er ykkar val, látið kannanir, fjölmiðla, ættingja og síst af öllu mig hafa áhrif á ykkar val, kynnið ykkur málin, ræðið þau og veltið þeim fyrir ykkur, mátið þá við Bessastaði. Þegar í kjörklefann kemur lesið öll nöfnin 12, gefið ykkur tíma áður en þið veljið, þetta er ykkar val og engin sér hvað þið völduð. Munið að kjósa með hjartanu, NEI ég meina X "Öllu gríni fylgir einhver ánægja" eins og sagt var við mig um árið á Flateyri. Tylft fram sýna krafta bauð Þjóðinni úr að velja Stefnur sínar saman sauð Og kosti upp að telja Milli þeirra uppúr sauð Upphófust skítköst nokkur Umræðan frekar snauð lítið hjálpar okkur Höfundur er virkur í skoðanakönnunum
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun