Svargreinin sem Mogginn neitaði að birta 30. maí 2024 07:02 Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Undarlegir hlutir, líka ómerkilegir og lágkúrulegir, geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu blaðsins 4. maí - með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – er fjallað um það, að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir þessa þjónustu sína frá stofnuninni síðustu 1-2 árin. Er látið að því liggja, að hér sé um óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti. Hér er ekki aðeins um illkvittni og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð, til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur hyglt, þjónað, sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl! Ekki er heldur stafur um það, í þessum mikla og uppblásna texta blaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja. Þar fyrir utan er það auðvitað fjármálastjóri, sem metur og greiðir kröfur, ef þær eru réttar, og ber ábyrgð á því. Forstjóri hefur ekkert með slíkt að gera. Fjármálastjóri, stjórn og endurskoðandi gera engar athugasemdir, en blaðið reynir að blása þetta upp, og nú leggst Hjörleifur Hallgríms með þeim, sem þetta ritaði í blaðið, á óhróðursárina, án þess greinilega að hafa nokkra hugmynd um, um hvað hann er að tala; reynir, án nokkurs rétts tilefnis, að sverta Höllu Hrund. Svona eins og páfagaukur, sem hermir eitthvað eftir, án innihalds og merkingar. Hjörleifur lætur hér ekki staðar numið, heldur hendir sér í annað mál, sem gengur út á það hjá stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur, að sverta Höllu Hrund, reyna að koma mönnum í trú um, að „hún sé ekki öll þar sem hún er séð“, eins og Hjörleifur svo löðurmannlega orðar það. Þar er vitnað í það, að Halla Hrund sem orkumálastjóri skuli hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum við stallsystur sína í Argentínu. Viljayfirlýsing er viljayfirlýsing. Aðeins staðfestingu á vilja til mögulegs, uppbyggilegs samstarfs í þágu beggja. Engin skuldbinding af neinu tagi. Bara jákvæð afstaða um mögulegt samstarf, sem gæti gagnast báðum, ef til kæmi. Ekki er ósvinnan á bak við þennan áburð minni. Svei! Tilgangurinn með þessari umfjöllun í blaðinu, fyrst fréttir 4. maí og svo umfjöllun Hjörleifs Hallgíms nú, er auðvitað sá, að reyna sverta Höllu Hrund og þar með upphefja og styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur. Hallærisbragur á þessu fyrir undirrituðum! Þessa svargrein sendi ég inn á Morgunblaðið 22. maí, en birtingarbeiðni var hafnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Undarlegir hlutir, líka ómerkilegir og lágkúrulegir, geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu blaðsins 4. maí - með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – er fjallað um það, að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir þessa þjónustu sína frá stofnuninni síðustu 1-2 árin. Er látið að því liggja, að hér sé um óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti. Hér er ekki aðeins um illkvittni og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð, til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur hyglt, þjónað, sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl! Ekki er heldur stafur um það, í þessum mikla og uppblásna texta blaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja. Þar fyrir utan er það auðvitað fjármálastjóri, sem metur og greiðir kröfur, ef þær eru réttar, og ber ábyrgð á því. Forstjóri hefur ekkert með slíkt að gera. Fjármálastjóri, stjórn og endurskoðandi gera engar athugasemdir, en blaðið reynir að blása þetta upp, og nú leggst Hjörleifur Hallgríms með þeim, sem þetta ritaði í blaðið, á óhróðursárina, án þess greinilega að hafa nokkra hugmynd um, um hvað hann er að tala; reynir, án nokkurs rétts tilefnis, að sverta Höllu Hrund. Svona eins og páfagaukur, sem hermir eitthvað eftir, án innihalds og merkingar. Hjörleifur lætur hér ekki staðar numið, heldur hendir sér í annað mál, sem gengur út á það hjá stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur, að sverta Höllu Hrund, reyna að koma mönnum í trú um, að „hún sé ekki öll þar sem hún er séð“, eins og Hjörleifur svo löðurmannlega orðar það. Þar er vitnað í það, að Halla Hrund sem orkumálastjóri skuli hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum við stallsystur sína í Argentínu. Viljayfirlýsing er viljayfirlýsing. Aðeins staðfestingu á vilja til mögulegs, uppbyggilegs samstarfs í þágu beggja. Engin skuldbinding af neinu tagi. Bara jákvæð afstaða um mögulegt samstarf, sem gæti gagnast báðum, ef til kæmi. Ekki er ósvinnan á bak við þennan áburð minni. Svei! Tilgangurinn með þessari umfjöllun í blaðinu, fyrst fréttir 4. maí og svo umfjöllun Hjörleifs Hallgíms nú, er auðvitað sá, að reyna sverta Höllu Hrund og þar með upphefja og styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur. Hallærisbragur á þessu fyrir undirrituðum! Þessa svargrein sendi ég inn á Morgunblaðið 22. maí, en birtingarbeiðni var hafnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun