„Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 11:01 Ólafur Ólafsson með Dedrick Basile en þeir eru báðir í stórum hlutverkum hjá Grindavík. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík geta í kvöld unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en áratug. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliði Grindvíkinga um leikinn við Val sem fer fram fyrir fram troðfullan Hlíðarenda. „Mér líður ósköp vel og er bara spenntur. Það er ekki að hverjum degi sem þú færð að spila oddaleik fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 2013 en liðið tapaði oddaleik um titilinn vorið 2017. Það eru allir að tala um leikinn og fólk hlýtur að vera ræða mikið um hann við Ólaf. Fluttur inn í innri Njarðvík „Ég er fluttur inn í innri Njarðvík þannig að það er erfiðara að hitta mig. Ég held að mitt hús sé eina húsið í hverfinu sem er tilbúið,“ sagði Ólafur sposkur en hélt svo áfram: „Þegar ég hitti fólk þá er mikið verið að ræða þetta. Ég kannski forðast ekki fólk en ég læt minna fara fyrir mér. Ég er bara að einbeita mér að því verkefni sem er framundan. Það er alltaf gaman að hitta fólk og ræða þetta því það eru allir mjög spenntir og þá sérstaklega Grindvíkingarnir,“ sagði Ólafur. En hvað með ásókn í miða á leikinn. Hversu mörg skilaboð er Ólafur búinn að fá um miða á leikinn? Reddaði öllum í fjölskyldunni „Ég er búinn að fá nokkur en ég hef heyrt að fleiri séu búnir að fá einhverja tugi skilaboða. Ég sem betur fer náði að redda öllum mínum fjölskyldumeðlimum miðum. Það er bara meira konfekt að það sé verið að sækjast eftir því að koma að horfa á þennan leik. Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra,“ sagði Ólafur. Hvernig er skrokkurinn eftir alla þessa leiki? „Hann er fínn. Eymsli hér og þar. Laga það fyrir leikinn og ég verð allan daginn klár á miðvikudaginn (í kvöld). Það er alveg saman hvort ég hefði slitið eitthvað ég hefði bara sprautað mig niður. Ég hefði allan daginn spilað þennan leik,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að það sé örugglega verra fyrir stuðningsfólkið að bíða eftir leikinn en fyrir hann. „Fyrir mér þá er þetta eins og hver annar leikur þótt að þetta sé stærsti leikurinn sem við erum að fara að spila á okkar ferli. Það eru bara þrír dagar á milli leikja og þetta er bara sama prógrammið. Maður tæklar það þannig. Ég er ekki að fara of hátt eða of lágt. Ég er bara í endurhæfingu og er að hugsa um líkamann hjá mér,“ sagði Ólafur. Bara alvöru frammistaða í einum útileik Allir leikir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Grindvíkingar hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Er það ekkert stressandi staðreynd fyrir Ólaf? „Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli. Við erum búnir að sýna alvöru frammistöðu í einum útileik og það var á móti Tindastól. Við náum ekki upp tempó á útivelli á móti Keflavík og Val. Ef þú mætir ekki klár í oddaleik um titilinn þá átti að gera eitthvað annað,“ sagði Ólafur. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Ólafur: Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
„Mér líður ósköp vel og er bara spenntur. Það er ekki að hverjum degi sem þú færð að spila oddaleik fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 2013 en liðið tapaði oddaleik um titilinn vorið 2017. Það eru allir að tala um leikinn og fólk hlýtur að vera ræða mikið um hann við Ólaf. Fluttur inn í innri Njarðvík „Ég er fluttur inn í innri Njarðvík þannig að það er erfiðara að hitta mig. Ég held að mitt hús sé eina húsið í hverfinu sem er tilbúið,“ sagði Ólafur sposkur en hélt svo áfram: „Þegar ég hitti fólk þá er mikið verið að ræða þetta. Ég kannski forðast ekki fólk en ég læt minna fara fyrir mér. Ég er bara að einbeita mér að því verkefni sem er framundan. Það er alltaf gaman að hitta fólk og ræða þetta því það eru allir mjög spenntir og þá sérstaklega Grindvíkingarnir,“ sagði Ólafur. En hvað með ásókn í miða á leikinn. Hversu mörg skilaboð er Ólafur búinn að fá um miða á leikinn? Reddaði öllum í fjölskyldunni „Ég er búinn að fá nokkur en ég hef heyrt að fleiri séu búnir að fá einhverja tugi skilaboða. Ég sem betur fer náði að redda öllum mínum fjölskyldumeðlimum miðum. Það er bara meira konfekt að það sé verið að sækjast eftir því að koma að horfa á þennan leik. Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra,“ sagði Ólafur. Hvernig er skrokkurinn eftir alla þessa leiki? „Hann er fínn. Eymsli hér og þar. Laga það fyrir leikinn og ég verð allan daginn klár á miðvikudaginn (í kvöld). Það er alveg saman hvort ég hefði slitið eitthvað ég hefði bara sprautað mig niður. Ég hefði allan daginn spilað þennan leik,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að það sé örugglega verra fyrir stuðningsfólkið að bíða eftir leikinn en fyrir hann. „Fyrir mér þá er þetta eins og hver annar leikur þótt að þetta sé stærsti leikurinn sem við erum að fara að spila á okkar ferli. Það eru bara þrír dagar á milli leikja og þetta er bara sama prógrammið. Maður tæklar það þannig. Ég er ekki að fara of hátt eða of lágt. Ég er bara í endurhæfingu og er að hugsa um líkamann hjá mér,“ sagði Ólafur. Bara alvöru frammistaða í einum útileik Allir leikir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Grindvíkingar hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Er það ekkert stressandi staðreynd fyrir Ólaf? „Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli. Við erum búnir að sýna alvöru frammistöðu í einum útileik og það var á móti Tindastól. Við náum ekki upp tempó á útivelli á móti Keflavík og Val. Ef þú mætir ekki klár í oddaleik um titilinn þá átti að gera eitthvað annað,“ sagði Ólafur. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Ólafur: Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra
Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn