Kjósum húmanista – Konu hugsjóna og framkvæmdargleði Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 27. maí 2024 17:15 Síðan ég byrjaði í félagsfræði og hagfræði í menntaskóla, fyrir hátt í hálfri öld síðan, hefur mig dreymt um að hagvöxtur gangi ekki aðeins út á efnahagslegan vöxt heldur sé tekið með í reikninginn hvernig samfélagið kemur fram við alla þegna sína. Viðskipti og hagfræðin hafi líka réttlæti og jafnrétti að leiðarljósi og nú sjálfbærni að auki. Þegar ég heyrði um B Team kynnti ég mér forsetaframboð Höllu Tómasdóttur. Ég hef nánast legið yfir kynningarefni og viðtölum við alla forsetaframbjóðendurna og gert upp hug minn. Framboð Höllu Tómasardóttur byggir á brennandi þörf fyrir að bæta samfélagið, hún vill starfa til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag. Hún sér að unga kynslóðin lifir alla aðra tíma en við sem erum á mínum aldri og að þau óttast gjarnan um framtíð sína. Hún sér einmana og fátæka eldri borgara og fleiri þjóðfélagshópa í sömu stöðu. Henni þykir ómögulegt að grunnlaun fólks dugi ekki til framfærslu. Hún hefur þörf fyrir að heyra rödd og um líðan Íslendinga af erlendu bergi brotnu. Halla Tómasdóttir talar fyrir því að framkvæmdavaldið aðhafist ekkert það sem getur orðið til skaða fyrir komandi kynslóðir. Selji hvorki né gefi náttúrulauðlindir okkar og að nýting þeirra og framleiðslukerfið sé ekki mengandi. Hún talar ekki síður fyrir friðsömum lausnum á alþjóðavettvangi. Hún hefur mikla reynslu af störfum erlendis og öflug alþjóðleg tengsl og hefur þannig öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru. Til að framkvæma hugsjónir sínar vill Halla Tómasdóttir leiða þjóðina og ólíka hópa til samtals, meðal annars í þágu kynslóðajafnréttis. Miðla málum og tala fyrir góðum gildum. Í þeim efnum hefur Halla Tómasdóttir farsæla reynslu. Hún var meðal þeirra sem skipulögðu Þjóðfund árið 2009, þar sem þátttakendur, slembiúrtak þjóðarinnar, völdu sér sameiginleg gildi sem voru heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Hún hefur bent á að þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá árið 2012. Sem forstjóri B Team hefur hún unnið að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptalífnu og hvetja það til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Hefur unnið að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis. Reuters valdi Höllu sem eina af 20 áhrifaríkustu konum heims þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum og spilaði þar inn í að hún hefur leitt ungt fólk að borðinu. Hún situr einnig í ráðgjafaráði Time í loftslagsmálum. Halla Tómasdóttir er af alþýðufólki komin, var lengi í sveit sem barn og vann á unglingsárum í fiski. Hún hefur ekki lítalausa fortíð og hún er fyrst kvenna til að viðurkenna það. Hver á flekklausa fortíð? Hver viðurkennir það opinberlega? Til þess þarf hugrekki í góðri samblöndu við bjartsýni og jákvæðni sem einkennir Höllu Tómasdóttur í ríku mæli. Það þarf líka hugrekki til að snúa stemmingunni við í þjóðfélagi háværra óánægjuradda, það þarf hugrekki í kerfisbreytingar. Halla Tómasdóttir á sannanlega eftir að vera forseti sem gustar af í þágu góðra málefna. Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og fiskverkakona, sjókona, mannfræðingur, framkvæmdastjóri og markþjálfi. Núverandi kennari, en umfram annað amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég byrjaði í félagsfræði og hagfræði í menntaskóla, fyrir hátt í hálfri öld síðan, hefur mig dreymt um að hagvöxtur gangi ekki aðeins út á efnahagslegan vöxt heldur sé tekið með í reikninginn hvernig samfélagið kemur fram við alla þegna sína. Viðskipti og hagfræðin hafi líka réttlæti og jafnrétti að leiðarljósi og nú sjálfbærni að auki. Þegar ég heyrði um B Team kynnti ég mér forsetaframboð Höllu Tómasdóttur. Ég hef nánast legið yfir kynningarefni og viðtölum við alla forsetaframbjóðendurna og gert upp hug minn. Framboð Höllu Tómasardóttur byggir á brennandi þörf fyrir að bæta samfélagið, hún vill starfa til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag. Hún sér að unga kynslóðin lifir alla aðra tíma en við sem erum á mínum aldri og að þau óttast gjarnan um framtíð sína. Hún sér einmana og fátæka eldri borgara og fleiri þjóðfélagshópa í sömu stöðu. Henni þykir ómögulegt að grunnlaun fólks dugi ekki til framfærslu. Hún hefur þörf fyrir að heyra rödd og um líðan Íslendinga af erlendu bergi brotnu. Halla Tómasdóttir talar fyrir því að framkvæmdavaldið aðhafist ekkert það sem getur orðið til skaða fyrir komandi kynslóðir. Selji hvorki né gefi náttúrulauðlindir okkar og að nýting þeirra og framleiðslukerfið sé ekki mengandi. Hún talar ekki síður fyrir friðsömum lausnum á alþjóðavettvangi. Hún hefur mikla reynslu af störfum erlendis og öflug alþjóðleg tengsl og hefur þannig öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru. Til að framkvæma hugsjónir sínar vill Halla Tómasdóttir leiða þjóðina og ólíka hópa til samtals, meðal annars í þágu kynslóðajafnréttis. Miðla málum og tala fyrir góðum gildum. Í þeim efnum hefur Halla Tómasdóttir farsæla reynslu. Hún var meðal þeirra sem skipulögðu Þjóðfund árið 2009, þar sem þátttakendur, slembiúrtak þjóðarinnar, völdu sér sameiginleg gildi sem voru heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Hún hefur bent á að þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá árið 2012. Sem forstjóri B Team hefur hún unnið að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptalífnu og hvetja það til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Hefur unnið að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis. Reuters valdi Höllu sem eina af 20 áhrifaríkustu konum heims þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum og spilaði þar inn í að hún hefur leitt ungt fólk að borðinu. Hún situr einnig í ráðgjafaráði Time í loftslagsmálum. Halla Tómasdóttir er af alþýðufólki komin, var lengi í sveit sem barn og vann á unglingsárum í fiski. Hún hefur ekki lítalausa fortíð og hún er fyrst kvenna til að viðurkenna það. Hver á flekklausa fortíð? Hver viðurkennir það opinberlega? Til þess þarf hugrekki í góðri samblöndu við bjartsýni og jákvæðni sem einkennir Höllu Tómasdóttur í ríku mæli. Það þarf líka hugrekki til að snúa stemmingunni við í þjóðfélagi háværra óánægjuradda, það þarf hugrekki í kerfisbreytingar. Halla Tómasdóttir á sannanlega eftir að vera forseti sem gustar af í þágu góðra málefna. Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og fiskverkakona, sjókona, mannfræðingur, framkvæmdastjóri og markþjálfi. Núverandi kennari, en umfram annað amma.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar