Kjósum forseta sem við treystum Ingileif Jónsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:16 Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt að hún getur tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess gerist þörf . Hún tók af skarið síðla árs 2017 og myndaði ríkisstjórn þvert á hið pólitíska litróf, þegar langvarandi stjórnakreppa blasti annars við. Henni var treyst til þess vegna þess að hún hlustar og leitar lausna með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hún þekkir hvernig samfélagið og stjórnmálin virka og hefur góða dómgreind, réttsýni og kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, okkar allra. Í COVID-19 heimsfaraldrinum sýndi Katrín vel hvað hún á auðvelt með að setja sig inn í flókin mál, hlusta á öll sjónarmið, treysta á sérfræðinga og vísindalega þekkingu og endurmeta aðgerðir í ljósi breyttra aðstæðna, í þágu allra landsmanna. Alltaf stóð hún við bakið á þeim sem voru í framlínunni. Við komum betur út úr COVID-19 en flestar aðrar þjóðir, dánartíðni var með því lægsta sem þekkist, lokanir minni en víðast í Evrópu og efnahagslífið rétti hratt úr kútnum. Það sama höfum við séð í náttúruhamförunum á Reykjanesi. Undir forystu Katrínar er hlustað á sérfræðinga og farið að þeirra ráðleggingum. Hún beitti sér fyrir aðstoð við íbúa sem þurftu að yfirgefa Grindavík og stuðningi við þau til að búa sér nýja framtíð. Ég treysti Katrínu best til að vera sú styrka stoð sem þjóðin þarf á að halda þegar á bjátar. Við erum flest sammála um grunngildi sem skipta okkur máli; lýðræði, mannréttindi, réttarríkið og frið. Katrín er sterkur málsvari lýðræðis, mannréttinda og friðar og hún þreytist ekki á að tala fyrir þeim á Íslandi og í samskiptum við leiðtoga erlendra ríkja. Hún beitir sér gegn skautun í samfélaginu, er ötull stuðningsmaður minnihlutahópa og hefur m.a. stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Hún beitti sér fyrir lagasetningu um kynrænt sjálfræði og í hennar stjórnartíð tóku gildi fleiri ný lög sem jafna stöðu og rétt kynjanna og meðferð á vinnumarkaði og utan. Ég treysti Katrínu til að vera áfram sterkur málsvari þessara grunngilda á Íslandi og sem okkar fulltrúi erlendis. Hún nýtur virðingar, á hana er hlustað og hún hrífur fólk með sér. Katrín er unnandi bókmennta og íslenskrar tungu og leggur áherslu á móðurmálið, sem eina mikilvægastu eign hvers manns og fjöregg þjóðarinnar. Hún þekkir vel sögu okkar, menningu, náttúru og auðlindir og leggur áherslu á að allir íbúar landsins njóti þeirra auðæfa og tilheyri þjóðarheildinni. Ég deili hennar sýn. Ég er svo heppin að hafa kynnst Katrínu. Ég veit að hún er heilsteypt, réttsýn, greind og vel að sér, og hún kemur eins fram við alla. Ég treysti henni til að takast á við krefjandi áskoranir í heimi mikilla breytinga og leiða þjóðina til farsællar framtíðar. Ég treysti Katrínu best til að gegna embætti forseta Íslands. Höfundur er ónæmisfræðingur og prófessor emeríta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt að hún getur tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess gerist þörf . Hún tók af skarið síðla árs 2017 og myndaði ríkisstjórn þvert á hið pólitíska litróf, þegar langvarandi stjórnakreppa blasti annars við. Henni var treyst til þess vegna þess að hún hlustar og leitar lausna með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hún þekkir hvernig samfélagið og stjórnmálin virka og hefur góða dómgreind, réttsýni og kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, okkar allra. Í COVID-19 heimsfaraldrinum sýndi Katrín vel hvað hún á auðvelt með að setja sig inn í flókin mál, hlusta á öll sjónarmið, treysta á sérfræðinga og vísindalega þekkingu og endurmeta aðgerðir í ljósi breyttra aðstæðna, í þágu allra landsmanna. Alltaf stóð hún við bakið á þeim sem voru í framlínunni. Við komum betur út úr COVID-19 en flestar aðrar þjóðir, dánartíðni var með því lægsta sem þekkist, lokanir minni en víðast í Evrópu og efnahagslífið rétti hratt úr kútnum. Það sama höfum við séð í náttúruhamförunum á Reykjanesi. Undir forystu Katrínar er hlustað á sérfræðinga og farið að þeirra ráðleggingum. Hún beitti sér fyrir aðstoð við íbúa sem þurftu að yfirgefa Grindavík og stuðningi við þau til að búa sér nýja framtíð. Ég treysti Katrínu best til að vera sú styrka stoð sem þjóðin þarf á að halda þegar á bjátar. Við erum flest sammála um grunngildi sem skipta okkur máli; lýðræði, mannréttindi, réttarríkið og frið. Katrín er sterkur málsvari lýðræðis, mannréttinda og friðar og hún þreytist ekki á að tala fyrir þeim á Íslandi og í samskiptum við leiðtoga erlendra ríkja. Hún beitir sér gegn skautun í samfélaginu, er ötull stuðningsmaður minnihlutahópa og hefur m.a. stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Hún beitti sér fyrir lagasetningu um kynrænt sjálfræði og í hennar stjórnartíð tóku gildi fleiri ný lög sem jafna stöðu og rétt kynjanna og meðferð á vinnumarkaði og utan. Ég treysti Katrínu til að vera áfram sterkur málsvari þessara grunngilda á Íslandi og sem okkar fulltrúi erlendis. Hún nýtur virðingar, á hana er hlustað og hún hrífur fólk með sér. Katrín er unnandi bókmennta og íslenskrar tungu og leggur áherslu á móðurmálið, sem eina mikilvægastu eign hvers manns og fjöregg þjóðarinnar. Hún þekkir vel sögu okkar, menningu, náttúru og auðlindir og leggur áherslu á að allir íbúar landsins njóti þeirra auðæfa og tilheyri þjóðarheildinni. Ég deili hennar sýn. Ég er svo heppin að hafa kynnst Katrínu. Ég veit að hún er heilsteypt, réttsýn, greind og vel að sér, og hún kemur eins fram við alla. Ég treysti henni til að takast á við krefjandi áskoranir í heimi mikilla breytinga og leiða þjóðina til farsællar framtíðar. Ég treysti Katrínu best til að gegna embætti forseta Íslands. Höfundur er ónæmisfræðingur og prófessor emeríta.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar