Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraelsmenn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. maí 2024 15:01 Þórdís Ingadóttir, prófessor og sérfræðingur í alþjóðamálum, segir Ísraelsmönnum þyngjast róðurinn á alþjóðavísu. Vísir/Arnar Halldórsson Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik. Í viðtali í Sprengisandi á bylgjunni segir Þórdís að stöðugt versnandi staða hundruða þúsunda á hálfgerðum vergangi í og við Rafaborg við landamæri Egyptalands valdi dómsvöldum í Haag töluverðum áhyggjum. Mikið hafi verið spurt um hvernig Ísraelsmenn hygðust bregðast við ástandinu en fátt hafi verið um svör. „Svo kemur þessi úrskurður og þeir verða að draga úr hernaðinum í Rafah til að tryggja það að þetta fólk geti ekki orðið fórnarlömb þjóðarmorðs,“ segir Þórdís. Sultur sem herkænska Hún bendir á að hryggjarsúlan í beiðninni sé sú að ísraelsk stjórnvöld beiti sulti vísvitandi sem hernaðaraðferð. Það teljist glæpur gegn mannkyni. Þórdís segir handtökuskipunin á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem og öðrum háttsettum ráðamönnum þar í landi, gjörbreyta stöðu landsins á alþjóðavettvangi. „Það er stórmál, bæði pólitískt og lagalega. Hann er líka mjög þungorður í sinni yfirlýsingu. Hann ítrekar það að sömu lög verði að gilda um alla. Þetta er náttúrlega dómstóll með mjög mörg mál í gangi. Meðal annars gegn Rússlandi og málum í Súdan og Venesúela og Búrma. Hann segir að ef lögin eigi bara að gilda um suma en ekki aðra þá erum við að grafa undan öllu kerfinu og það bara hrynur,“ segir Þórdís. Bandaríkjamenn í þversögn Þórdís segir einnig að ákveðinnar hræsni gæti í viðbrögðum sumra Vesturlanda við ákvörðun Karim Khan, aðalsaksóknara sakamáladómstólsins, að biðja um handtökuskipunina. Málið svipi mikið til ákæru dómstólsins á hendur rússneskum yfirvöldum vegna stríðsglæpa í Úkraínu. „Það var svolítið vendipunktur þegar Úkraína kemur inn í þetta. Þeir sem eru að gagnrýna núna helst lögsögu dómstólsins er líka sömu ríki og eru að styðja dómstólinn í að saksækja glæpi í Úkraínu af hálfu Rússa. Þeir eru að fara svolítið í þversögn,“ segir hún. „Bandaríkjamenn eru núna að styðja málsókn gegn Pútín fyrir þessum alþjóðasakadómstól. Og þeir eru í því að reyna að búa til enn annan dómstól til að ákæra Pútín fyrir árás sem er sitjandi þjóðhöfðingi í landi sem hefur þá enga aðild að þessum dómstól,“ bætir hún við. Hún segir ísraelsk stjórnvöld vera að einangrast og að það sé erfiðara og erfiðara fyrir alþjóðasamfélagið að taka ekki afstöðu þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjamanna og annarra. „Það hafa allir samúð með þessum hörmungum sem átti sér stað þann sjöunda október en hvernig þeir eru að beita þessum hernaði það er að tikka í öll þessi box og vekja þetta kerfi allt upp,“ segir Þórdís. Átök í Ísrael og Palestínu Sprengisandur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í viðtali í Sprengisandi á bylgjunni segir Þórdís að stöðugt versnandi staða hundruða þúsunda á hálfgerðum vergangi í og við Rafaborg við landamæri Egyptalands valdi dómsvöldum í Haag töluverðum áhyggjum. Mikið hafi verið spurt um hvernig Ísraelsmenn hygðust bregðast við ástandinu en fátt hafi verið um svör. „Svo kemur þessi úrskurður og þeir verða að draga úr hernaðinum í Rafah til að tryggja það að þetta fólk geti ekki orðið fórnarlömb þjóðarmorðs,“ segir Þórdís. Sultur sem herkænska Hún bendir á að hryggjarsúlan í beiðninni sé sú að ísraelsk stjórnvöld beiti sulti vísvitandi sem hernaðaraðferð. Það teljist glæpur gegn mannkyni. Þórdís segir handtökuskipunin á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem og öðrum háttsettum ráðamönnum þar í landi, gjörbreyta stöðu landsins á alþjóðavettvangi. „Það er stórmál, bæði pólitískt og lagalega. Hann er líka mjög þungorður í sinni yfirlýsingu. Hann ítrekar það að sömu lög verði að gilda um alla. Þetta er náttúrlega dómstóll með mjög mörg mál í gangi. Meðal annars gegn Rússlandi og málum í Súdan og Venesúela og Búrma. Hann segir að ef lögin eigi bara að gilda um suma en ekki aðra þá erum við að grafa undan öllu kerfinu og það bara hrynur,“ segir Þórdís. Bandaríkjamenn í þversögn Þórdís segir einnig að ákveðinnar hræsni gæti í viðbrögðum sumra Vesturlanda við ákvörðun Karim Khan, aðalsaksóknara sakamáladómstólsins, að biðja um handtökuskipunina. Málið svipi mikið til ákæru dómstólsins á hendur rússneskum yfirvöldum vegna stríðsglæpa í Úkraínu. „Það var svolítið vendipunktur þegar Úkraína kemur inn í þetta. Þeir sem eru að gagnrýna núna helst lögsögu dómstólsins er líka sömu ríki og eru að styðja dómstólinn í að saksækja glæpi í Úkraínu af hálfu Rússa. Þeir eru að fara svolítið í þversögn,“ segir hún. „Bandaríkjamenn eru núna að styðja málsókn gegn Pútín fyrir þessum alþjóðasakadómstól. Og þeir eru í því að reyna að búa til enn annan dómstól til að ákæra Pútín fyrir árás sem er sitjandi þjóðhöfðingi í landi sem hefur þá enga aðild að þessum dómstól,“ bætir hún við. Hún segir ísraelsk stjórnvöld vera að einangrast og að það sé erfiðara og erfiðara fyrir alþjóðasamfélagið að taka ekki afstöðu þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjamanna og annarra. „Það hafa allir samúð með þessum hörmungum sem átti sér stað þann sjöunda október en hvernig þeir eru að beita þessum hernaði það er að tikka í öll þessi box og vekja þetta kerfi allt upp,“ segir Þórdís.
Átök í Ísrael og Palestínu Sprengisandur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59
Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44
Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26