Um 200 bíða þess að vera flutt af landi í þvinguðum brottflutningi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 06:46 Hópur fólks mótmælti því nýlega þegar fjórir nígerískir ríkisborgarar, þar af þrjár konur sem eru þolendur mansals, voru flutt af landi brott í þvinguðum flutningi. Aðsend Á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra eru 227 verkbeiðnir um þvingaðan brottflutning einstaklinga. Þar af er verið að afla ferðaskilríkja fyrir 58 einstaklinga. Síðustu tólf mánuði hafa alls 188 einstaklingar verið fluttir á brott í þvinguðum flutningi til margra ólíkra landa. Af þeim 188 sem hafa verið flutt á brott eru 150 fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið endanlega synjun. Af þessum 150 voru 26 börn. Auk þessara 150 voru 38 voru einstaklingar fluttir burt í þvinguðum flutningi sem eru fyrrum brotamenn eða fólk sem hefur verið hér í ólöglegri dvöl. „Ávallt er kynnt vel fyrir öllum kosti þess að fara sjálfviljug af landinu,“ segir í svari frá ríkislögreglustjóra um málið. Um 100 á þessu ári Frá janúar til apríl á þessu ári voru alls 93 fluttir af landi í þvinguðum flutningi. Auk þeirra hafa á árinu verið flutt úr landi í það minna fjórir til viðbótar en í maí voru fjórir nígerískir ríkisborgarar fluttir burt í þvinguðum flutningi til Nígeríu. Í svari frá stoðdeild ríkislögreglustjóra kemur fram að þjóðerni þess fólks sem hefur verið flutt úr landi eru afar fjölbreytt. Þau voru frá Palestínu, Georgíu, Albaníu, Sómalíu, Nígeríu, Írak, Sýrland, Afganistan, Íran, Jórdaníu, Pakistan, Grikkland, Kólumbíu, Tyrklandi, Líbíu, Mongólíu, Moldóvu, Hvíta Rússlandi, Taílandi, S Kóreu, Perú, Frakklandi, Gíneu, Úkraínu, Gana, Gíneu, Ástralíu, Lettlandi, Jemen, Kína, Rúmeníu, Tadsíkistan, Erítreu, Alsír og svo síðast frá Bretlandi. Áfangastaðir þessa fólks voru einnig nokkur margir. Þeir voru Grikkland, Spánn, Albanía, Georgía, Frakkland, Svíþjóð, Ítalía, Þýskaland, Sviss, Lettland, Belgía, Austurríki, Malta, Hvíta Rússland, Kólumbía, Kýpur, Moldóva, S-Kórea, Taíland, Tyrkland, Ástralía, Bretland, Danmörk, Finnland, Gana, Holland, Írak, Íran, Ísland, Litáen, Noregur, Rúmenía og Tékkland. Ekki endilega fylgt alla leið Í svari frá stoðdeild kemur fram að fólki er ekki í öllum tilvikum fylgt alla leið en lögreglu ber þó að gæta þess að fólk yfirgefi Schengen-svæðið. Í þeim tilfellum er einstaklingnum fylgt á millilendingarstað og passað upp á að hann fari um borð í vél og út fyrir Schengen svæðið. Einhverjum þessara einstaklinga hafi því ekki verið fylgt alla leið til þess áfangastaðar sem hann átti að fara til. Ekki var spurt um fjölda sem hefur farið í sjálfviljugri brottför á sama tíma en fram kom í frétt á vef mbl.is nýlega að á þessu ári hefðu 120 ríkisborgarar Venesúela verið aðstoðaðir með það frá áramótum. Þá var fjallað um það í fréttum fyrir áramót að um 300 Venesúelabúum hefði verið flogið heim í sjálfviljugri brottför. Færri umsóknir í ár en í fyrra Munurinn á þvingaðri og sjálfviljugri brottför er sá að í sjálfviljugri brottför dregur umsækjandi umsókn sína til baka. Við slíkar aðstæður er fólki veitt ýmis aðstoð í aðdraganda brottfarar, yfirleitt þarf það ekki að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra eða Útlendingastofnunar auk þess sem það fær ferðastyrk. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið á árinu frá því sem var í fyrra. Samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar fyrir janúar til apríl hafa 748 sótt um alþjóðlega vernd á þessu ári. Á sama tímabili í fyrra voru umsóknirnar 1.758. Alls voru umsóknirnar í fyrra 4.157. Flestar voru þær frá Venesúela og Úkraínu, eins og í ár. Á þessu ári hafa 109 einstaklingar fengið vernd og 492 fengið synjun. Langflestar synjanir eru vegna fólks frá Venesúela. Mikill fjöldi fólks bíður þess að kærunefnd útlendingamála afgreiði mál þeirra. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Fangelsismál Nígería Úkraína Tengdar fréttir Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Af þeim 188 sem hafa verið flutt á brott eru 150 fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið endanlega synjun. Af þessum 150 voru 26 börn. Auk þessara 150 voru 38 voru einstaklingar fluttir burt í þvinguðum flutningi sem eru fyrrum brotamenn eða fólk sem hefur verið hér í ólöglegri dvöl. „Ávallt er kynnt vel fyrir öllum kosti þess að fara sjálfviljug af landinu,“ segir í svari frá ríkislögreglustjóra um málið. Um 100 á þessu ári Frá janúar til apríl á þessu ári voru alls 93 fluttir af landi í þvinguðum flutningi. Auk þeirra hafa á árinu verið flutt úr landi í það minna fjórir til viðbótar en í maí voru fjórir nígerískir ríkisborgarar fluttir burt í þvinguðum flutningi til Nígeríu. Í svari frá stoðdeild ríkislögreglustjóra kemur fram að þjóðerni þess fólks sem hefur verið flutt úr landi eru afar fjölbreytt. Þau voru frá Palestínu, Georgíu, Albaníu, Sómalíu, Nígeríu, Írak, Sýrland, Afganistan, Íran, Jórdaníu, Pakistan, Grikkland, Kólumbíu, Tyrklandi, Líbíu, Mongólíu, Moldóvu, Hvíta Rússlandi, Taílandi, S Kóreu, Perú, Frakklandi, Gíneu, Úkraínu, Gana, Gíneu, Ástralíu, Lettlandi, Jemen, Kína, Rúmeníu, Tadsíkistan, Erítreu, Alsír og svo síðast frá Bretlandi. Áfangastaðir þessa fólks voru einnig nokkur margir. Þeir voru Grikkland, Spánn, Albanía, Georgía, Frakkland, Svíþjóð, Ítalía, Þýskaland, Sviss, Lettland, Belgía, Austurríki, Malta, Hvíta Rússland, Kólumbía, Kýpur, Moldóva, S-Kórea, Taíland, Tyrkland, Ástralía, Bretland, Danmörk, Finnland, Gana, Holland, Írak, Íran, Ísland, Litáen, Noregur, Rúmenía og Tékkland. Ekki endilega fylgt alla leið Í svari frá stoðdeild kemur fram að fólki er ekki í öllum tilvikum fylgt alla leið en lögreglu ber þó að gæta þess að fólk yfirgefi Schengen-svæðið. Í þeim tilfellum er einstaklingnum fylgt á millilendingarstað og passað upp á að hann fari um borð í vél og út fyrir Schengen svæðið. Einhverjum þessara einstaklinga hafi því ekki verið fylgt alla leið til þess áfangastaðar sem hann átti að fara til. Ekki var spurt um fjölda sem hefur farið í sjálfviljugri brottför á sama tíma en fram kom í frétt á vef mbl.is nýlega að á þessu ári hefðu 120 ríkisborgarar Venesúela verið aðstoðaðir með það frá áramótum. Þá var fjallað um það í fréttum fyrir áramót að um 300 Venesúelabúum hefði verið flogið heim í sjálfviljugri brottför. Færri umsóknir í ár en í fyrra Munurinn á þvingaðri og sjálfviljugri brottför er sá að í sjálfviljugri brottför dregur umsækjandi umsókn sína til baka. Við slíkar aðstæður er fólki veitt ýmis aðstoð í aðdraganda brottfarar, yfirleitt þarf það ekki að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra eða Útlendingastofnunar auk þess sem það fær ferðastyrk. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið á árinu frá því sem var í fyrra. Samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar fyrir janúar til apríl hafa 748 sótt um alþjóðlega vernd á þessu ári. Á sama tímabili í fyrra voru umsóknirnar 1.758. Alls voru umsóknirnar í fyrra 4.157. Flestar voru þær frá Venesúela og Úkraínu, eins og í ár. Á þessu ári hafa 109 einstaklingar fengið vernd og 492 fengið synjun. Langflestar synjanir eru vegna fólks frá Venesúela. Mikill fjöldi fólks bíður þess að kærunefnd útlendingamála afgreiði mál þeirra.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Fangelsismál Nígería Úkraína Tengdar fréttir Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17