Hví Halla Hrund? – Skyldulesning! Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. maí 2024 08:29 Þó að forseti Íslands hafi takmörkuð bein völd, er hann fulltrúi og ásýnd Íslands og Íslendinga gagnvart umheiminum. Hann á líka að vera sameiningarafl, og svo sameiningartákn, Íslendinga og fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi, framkvæmdarvaldinu og erlendum þjóðum. Reyndar býr forseti yfir tveimur öflugum verkfærum: 1. Málsskotsrétti, þjóðaratkvæði, ef hann telur þörf á. 2. Veitingu stjórnarmyndunarumboðs, sem er feikisterk verkfæri, sem kallar á mjög vandaða og hlutlæga handhöfn. Því verður að vanda val nýs forseta vel. Hluti af matinu verður að vera, hvort vel fari á því, að litríkur og umdeildur stjórnmálamaður, kona með langan og blandaðan stjórnmálaferil að baki, Katrín Jakobosdóttir, sem skiptar skoðanir eru um – menn sveiflast þar allan skalann – geti orðið sannur fulltrúi þjóðarinnar allrar. Mér er það til efs! Gæri Katrín verið sameiningarafl og svo sameiningartákn þjóðarinnar!? Á FB-síðu sinni kynnir Halla Hrund Logadóttir sig svona: „Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Ég ólst upp í blokk í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Ég ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vil ég halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit - fyrir framtíðina“. Fyrsta tilfinning mín fyrir þessari sjálfskynningu var afar góð. Hér ræður látlaus framsetning, en um leið heilbrigð þjóðerniskennd, náttúru- og menningarvitund, víður skilningur, ásamt með velvild og bjartsýni, för. Ferill frambjóðenda er auðvitað líka feikimikilvægur, þegar frambjóðendur eru skoðaðir og metnir. Hér er ferill Hrannar Hrundar í grófum dráttum: Halla Hrund er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára. Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla, og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Halla Hrund var skipuð orkumálastjóri árið 2021, fyrst kvenna. Hún starfar jafnframt sem aðjúnkt við Harvard þar sem hún kennir á meistarastigi. Frá árinu 2017 hafði hún starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð Norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard. Árið 2019 var Halla Hrund valin Young Global Leader og kom Halla Hrund að kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða á vettvangi World Economic Forum. Frá árinu 2015-2021 vann Halla Hrund að nýsköpunarverkefninu Arctic Innovation Lab í samvinnu við fjölda háskóla og var leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðulum. Leyfið mér að rifja upp þá kjörmynd, sem ég tel, að nýr forseti ætti að uppfylla: Forsetinn verður að vera þjóðlegur og alþjóðlegur í senn. Umhverfis- og náttúruverndarsinni. Með hreinan bakgrunn, flekklaust einkalíf, fallega fjölskyldumynd, góða menntun og reynslu, jafnt hérlendis sem erlendis frá. Frjáls og hlutlaus, laus við stjórnmálavafstur- og valdabrölt, óháður stjórnmála- og valdastéttinni og fastur fyrir. Hann þarf að hafa víðan sjóndeildarhring, jafnt á íslenzk málefni sem alþjóðleg. Hann ætti að koma vel fyrir, bera sig vel, en þó fara fram af hógværð og látleysi. Standa bjartur meðal annarra fyrirmenna. Fyrir mér fyllir Halla Hrund þessa afar krefjandi kjörmynd vel og á flestan eða allan hátt. Auk Katrínar Jakobsdóttur standa tveir kandídatar fremstir í stöðunni. Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsson. Hvorutveggja á margan hátt fínt fólk og frambærilegt, ekki sízt Halla, en, ef þau eru mátuð við kjörmyndina hér að ofan, met ég það svo, að hvorugt þeirra passi jafnvel og Halla Hrund. Lesandi góðu, þú getur sjálfur mátað þinn kandídat við kjörmyndina, og ákveðið þig svo, en eitt ættirðu að hafa í huga: Það er bara verið að kjósa í eitt embætti, aðeins einn kandídat kemst að. Ef kandídat er kosinn, sem á engan sjéns á kjöri, þá fellur ekki aðeins atkvæðið þitt dautt, heldur kynni þá sá kandídat, sem þú sízt vildir að næði kjöri, að sigra. Menn tala um, að það sé lýðræðislegur réttur manna, að kjósa þann, sem hann vill helzt styðja. Auðvitað er það rétt, svo langt, sem það nær. En, ef þitt atkvæði fellur dautt, af því að þinn helzti kandídat á engan möguleika á að ná kjöri, þá hefur þú heldur ekki nýtt þér þitt atkvæði til lýðræðislegra áhrifa. Eina leiðin til að tryggja mesta mögulega möguleika á, að þitt atkvæði hafi áhrif, fái vægi, er að velja einn þeirra tveggja-þriggja kandídata, sem þér finnst skástur eða beztur og kjósa hann. Enginn græðir á dauðu atkvæði, og dautt atkvæði þjónar engum lýðræðislegum tilgangi. Heill Höllu Hrund og Íslendingum! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þó að forseti Íslands hafi takmörkuð bein völd, er hann fulltrúi og ásýnd Íslands og Íslendinga gagnvart umheiminum. Hann á líka að vera sameiningarafl, og svo sameiningartákn, Íslendinga og fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi, framkvæmdarvaldinu og erlendum þjóðum. Reyndar býr forseti yfir tveimur öflugum verkfærum: 1. Málsskotsrétti, þjóðaratkvæði, ef hann telur þörf á. 2. Veitingu stjórnarmyndunarumboðs, sem er feikisterk verkfæri, sem kallar á mjög vandaða og hlutlæga handhöfn. Því verður að vanda val nýs forseta vel. Hluti af matinu verður að vera, hvort vel fari á því, að litríkur og umdeildur stjórnmálamaður, kona með langan og blandaðan stjórnmálaferil að baki, Katrín Jakobosdóttir, sem skiptar skoðanir eru um – menn sveiflast þar allan skalann – geti orðið sannur fulltrúi þjóðarinnar allrar. Mér er það til efs! Gæri Katrín verið sameiningarafl og svo sameiningartákn þjóðarinnar!? Á FB-síðu sinni kynnir Halla Hrund Logadóttir sig svona: „Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Ég ólst upp í blokk í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Ég ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vil ég halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit - fyrir framtíðina“. Fyrsta tilfinning mín fyrir þessari sjálfskynningu var afar góð. Hér ræður látlaus framsetning, en um leið heilbrigð þjóðerniskennd, náttúru- og menningarvitund, víður skilningur, ásamt með velvild og bjartsýni, för. Ferill frambjóðenda er auðvitað líka feikimikilvægur, þegar frambjóðendur eru skoðaðir og metnir. Hér er ferill Hrannar Hrundar í grófum dráttum: Halla Hrund er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára. Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla, og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Halla Hrund var skipuð orkumálastjóri árið 2021, fyrst kvenna. Hún starfar jafnframt sem aðjúnkt við Harvard þar sem hún kennir á meistarastigi. Frá árinu 2017 hafði hún starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð Norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard. Árið 2019 var Halla Hrund valin Young Global Leader og kom Halla Hrund að kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða á vettvangi World Economic Forum. Frá árinu 2015-2021 vann Halla Hrund að nýsköpunarverkefninu Arctic Innovation Lab í samvinnu við fjölda háskóla og var leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðulum. Leyfið mér að rifja upp þá kjörmynd, sem ég tel, að nýr forseti ætti að uppfylla: Forsetinn verður að vera þjóðlegur og alþjóðlegur í senn. Umhverfis- og náttúruverndarsinni. Með hreinan bakgrunn, flekklaust einkalíf, fallega fjölskyldumynd, góða menntun og reynslu, jafnt hérlendis sem erlendis frá. Frjáls og hlutlaus, laus við stjórnmálavafstur- og valdabrölt, óháður stjórnmála- og valdastéttinni og fastur fyrir. Hann þarf að hafa víðan sjóndeildarhring, jafnt á íslenzk málefni sem alþjóðleg. Hann ætti að koma vel fyrir, bera sig vel, en þó fara fram af hógværð og látleysi. Standa bjartur meðal annarra fyrirmenna. Fyrir mér fyllir Halla Hrund þessa afar krefjandi kjörmynd vel og á flestan eða allan hátt. Auk Katrínar Jakobsdóttur standa tveir kandídatar fremstir í stöðunni. Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsson. Hvorutveggja á margan hátt fínt fólk og frambærilegt, ekki sízt Halla, en, ef þau eru mátuð við kjörmyndina hér að ofan, met ég það svo, að hvorugt þeirra passi jafnvel og Halla Hrund. Lesandi góðu, þú getur sjálfur mátað þinn kandídat við kjörmyndina, og ákveðið þig svo, en eitt ættirðu að hafa í huga: Það er bara verið að kjósa í eitt embætti, aðeins einn kandídat kemst að. Ef kandídat er kosinn, sem á engan sjéns á kjöri, þá fellur ekki aðeins atkvæðið þitt dautt, heldur kynni þá sá kandídat, sem þú sízt vildir að næði kjöri, að sigra. Menn tala um, að það sé lýðræðislegur réttur manna, að kjósa þann, sem hann vill helzt styðja. Auðvitað er það rétt, svo langt, sem það nær. En, ef þitt atkvæði fellur dautt, af því að þinn helzti kandídat á engan möguleika á að ná kjöri, þá hefur þú heldur ekki nýtt þér þitt atkvæði til lýðræðislegra áhrifa. Eina leiðin til að tryggja mesta mögulega möguleika á, að þitt atkvæði hafi áhrif, fái vægi, er að velja einn þeirra tveggja-þriggja kandídata, sem þér finnst skástur eða beztur og kjósa hann. Enginn græðir á dauðu atkvæði, og dautt atkvæði þjónar engum lýðræðislegum tilgangi. Heill Höllu Hrund og Íslendingum! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar