Enginn skotið eins mikið án þess að hitta: „Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 09:31 DeAndre Kane var mjög ólíkur sjálfum sér í gær. Hann var lang stigahæstur Grindvíkinga í fyrstu tveimur leikjunum en hitti ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti í gær. vísir / hulda margrét DeAndre Kane sló í gærkvöldi afar óeftirsótt met sem var áður í eigu Teits Örlygssonar. DeAndre Kane hitti engu af þrettán skotum sínum fyrir aftan þriggja stiga línuna í gærkvöldi og stórbætti þar með met yfir flest þriggja stiga skot í úrslitum án þess að hitta. Metið var áður í eigu Teits Örlygssonar og Calvin Burks Jr., sem báðir skutu níu skotum án þess að hitta. Teitur gerði það sem leikmaður Njarðvíkur í úrslitaeinvígi gegn Tindastóli árið 2001. Calvin Burks Jr. lék það svo eftir í liði Keflavíkur árið 2021 í úrslitaeinvígi gegn Þór Þorlákshöfn. „0 af 9 Teitur!? Byrjum á stóru hlutunum, hvað var að gerast þarna?“ skaut Helgi Már Magnússon á Teit. „Við skulum líka tala um það, hverjir urðu Íslandsmeistarar 2001? Það var það eina sem skipti máli og það vissi enginn af þessu Stebbi,“ sagði Teitur sér til varnar. „Ég get lofað því að ég dró þetta ekki upp úr rassgatinu á mér,“ svaraði þáttastjórnandinn Stefán Árni þá við mikil hlátrasköll sérfræðinganna. Mögulega meiddur en virkaði bara þreyttur Þeir sneru sér þá að vandamáli DeAndre Kane, sem átti afar erfitt uppdráttar í gær þegar lið hans Grindavík tapaði gegn Val í þriðja leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla. „Við Teitur töluðum um þetta hérna í seinni hálfleik, Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ sagði Helgi Már. Stefán Árni kom Kane aðeins til varnar en aðrir sérfræðingar voru honum ósammála og sögðu Kane hafa litið illa út í leiknum, líkt og hann væri eitthvað þreyttur. „Hann var bara ekki tengdur. Mér fannst athyglisvert að það væri verið að nudda öxlina hjá honum þegar hann settist á bekkinn. Getur það ekki skipt máli ef hann er eitthvað tæpur í öxl, það auðvitað truflar skotið.“ Klippa: DeAndre Kane sló met Teits Örlygssonar Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
DeAndre Kane hitti engu af þrettán skotum sínum fyrir aftan þriggja stiga línuna í gærkvöldi og stórbætti þar með met yfir flest þriggja stiga skot í úrslitum án þess að hitta. Metið var áður í eigu Teits Örlygssonar og Calvin Burks Jr., sem báðir skutu níu skotum án þess að hitta. Teitur gerði það sem leikmaður Njarðvíkur í úrslitaeinvígi gegn Tindastóli árið 2001. Calvin Burks Jr. lék það svo eftir í liði Keflavíkur árið 2021 í úrslitaeinvígi gegn Þór Þorlákshöfn. „0 af 9 Teitur!? Byrjum á stóru hlutunum, hvað var að gerast þarna?“ skaut Helgi Már Magnússon á Teit. „Við skulum líka tala um það, hverjir urðu Íslandsmeistarar 2001? Það var það eina sem skipti máli og það vissi enginn af þessu Stebbi,“ sagði Teitur sér til varnar. „Ég get lofað því að ég dró þetta ekki upp úr rassgatinu á mér,“ svaraði þáttastjórnandinn Stefán Árni þá við mikil hlátrasköll sérfræðinganna. Mögulega meiddur en virkaði bara þreyttur Þeir sneru sér þá að vandamáli DeAndre Kane, sem átti afar erfitt uppdráttar í gær þegar lið hans Grindavík tapaði gegn Val í þriðja leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla. „Við Teitur töluðum um þetta hérna í seinni hálfleik, Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ sagði Helgi Már. Stefán Árni kom Kane aðeins til varnar en aðrir sérfræðingar voru honum ósammála og sögðu Kane hafa litið illa út í leiknum, líkt og hann væri eitthvað þreyttur. „Hann var bara ekki tengdur. Mér fannst athyglisvert að það væri verið að nudda öxlina hjá honum þegar hann settist á bekkinn. Getur það ekki skipt máli ef hann er eitthvað tæpur í öxl, það auðvitað truflar skotið.“ Klippa: DeAndre Kane sló met Teits Örlygssonar Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira