Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Sunna Sæmundsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. maí 2024 21:02 Aníta Berkeley heldur hér á hringlu dóttur sinnar Winter Ivy sem lést í haust. Hún er ósátt við skýringar heilbrigðiskerfisins á andlátinu og vill að einhver axli ábyrgð. vísir/Einar Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. Winter Ivý kom í heiminn síðasta haust. Þegar hún var tæplega sjö vikna gömul fór móðir hennar með hana á barnaspítalann og hafði miklar áhyggjur af heilsu dótturinnar þar sem hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Sagt var frá máli hennar á Vísi í dag og rætt við móðurina Anítu Berkeley í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég bað um að það yrði tekin blóðprufa en því var neitað. Ég bað um þvagprufu og því var í fyrstu neitað en ég náði að ítreka það og fékk í gegn,“ segir Aníta. Eftir þá prufu var móðurinni sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn sem Anita efaðist um að væri skýringin. „Hún hafði enga orku. Barnið mitt var gjörsamlega máttlaust. Hún var orðin hás og gat ekki öskrað. Fyrir barn sem öskraði meira og minna frá fæðingu, fram að tæplega sjö vikum. Að hafa allt í einu orkuna í að gráta, maður sá að það var eitthvað. En læknarnir voru síbúnir að endurtaka að það væri ekkert að, ég væri bara móðursjúk, og ég reyndi því bara að leiða áhyggjurnar hjá mér.“ Þær fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. „Um miðnætti sofnar Winter en vaknar aftur um fjögur. Ég er með hana og að rugga henni í svona klukkutíma áður en hún sofnar aftur. En upp úr klukkan níu vakna ég aftur og þá liggur hún meðvitundarlaus við hliðina á mér,“ segir Aníta. Winter Ivý lést tæplega sjö vikna gömul síðasta haust.vísir/Einar Aníta fékk krufningarskýrslu í hendur sem hún segir sýna heilaskemmdir sem hafi líklega komið til vegna súrefnisskorts, blett á lunga auk þess að staðfest hefði verið að veirusýking hefði fundist í lungum og blóði. Andlátinu var lýst sem vöggudauða sem Anita segist ekki geta fallist á og vill að einhver axli ábyrgð. „Það er ekki réttlátt gagnvart fjölskyldum þeirra sem eru að missa lífið vegna mistaka eða vanrækslu að enginn þurfi að sæta ábyrgðar. Það er mér mikilvægt fyrir hönd dóttur minnar, eldri dóttur minnar og annarra barna sem koma á eftir henni að einhverju sé breytt innan veggja spítalanna. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið mark á foreldrum barna sem hafa ekki tök á því að tjá sig að fullu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Winter Ivý kom í heiminn síðasta haust. Þegar hún var tæplega sjö vikna gömul fór móðir hennar með hana á barnaspítalann og hafði miklar áhyggjur af heilsu dótturinnar þar sem hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Sagt var frá máli hennar á Vísi í dag og rætt við móðurina Anítu Berkeley í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég bað um að það yrði tekin blóðprufa en því var neitað. Ég bað um þvagprufu og því var í fyrstu neitað en ég náði að ítreka það og fékk í gegn,“ segir Aníta. Eftir þá prufu var móðurinni sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn sem Anita efaðist um að væri skýringin. „Hún hafði enga orku. Barnið mitt var gjörsamlega máttlaust. Hún var orðin hás og gat ekki öskrað. Fyrir barn sem öskraði meira og minna frá fæðingu, fram að tæplega sjö vikum. Að hafa allt í einu orkuna í að gráta, maður sá að það var eitthvað. En læknarnir voru síbúnir að endurtaka að það væri ekkert að, ég væri bara móðursjúk, og ég reyndi því bara að leiða áhyggjurnar hjá mér.“ Þær fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. „Um miðnætti sofnar Winter en vaknar aftur um fjögur. Ég er með hana og að rugga henni í svona klukkutíma áður en hún sofnar aftur. En upp úr klukkan níu vakna ég aftur og þá liggur hún meðvitundarlaus við hliðina á mér,“ segir Aníta. Winter Ivý lést tæplega sjö vikna gömul síðasta haust.vísir/Einar Aníta fékk krufningarskýrslu í hendur sem hún segir sýna heilaskemmdir sem hafi líklega komið til vegna súrefnisskorts, blett á lunga auk þess að staðfest hefði verið að veirusýking hefði fundist í lungum og blóði. Andlátinu var lýst sem vöggudauða sem Anita segist ekki geta fallist á og vill að einhver axli ábyrgð. „Það er ekki réttlátt gagnvart fjölskyldum þeirra sem eru að missa lífið vegna mistaka eða vanrækslu að enginn þurfi að sæta ábyrgðar. Það er mér mikilvægt fyrir hönd dóttur minnar, eldri dóttur minnar og annarra barna sem koma á eftir henni að einhverju sé breytt innan veggja spítalanna. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið mark á foreldrum barna sem hafa ekki tök á því að tjá sig að fullu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08