Forsetaáskorunin: Hefur aldrei lent í slagsmálum Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2024 19:00 Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ástþór Magnússon er í framboði til forseta Íslands. Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Þingvellir. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Ég vil virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðisþróunar. Þetta er hægt að gera innan þess ramma sem forsetaembættið starfar í dag og með slíkum áherslum forseta Íslands gæti byggst hér upp nýr atvinnuvegur tengdur alþjóðastarfi í friðar, mannréttinda og lýðræðisþróun. Þetta gæti skapað 21 þúsund störf og aukið þjóðartekjur um 600 milljarða. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Tek ekki þátt í bardagalistum og hef aldrei nokkurn tíman á ævinni lent í slagsmálum. Galdurinn við það er einfaldur, þú slærð ekki til baka og beitir aldrei líkamlegu ofbeldi. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Trúi ekki á samsæriskenningar. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Lambalæri eða lambahryggur á diskinn og gott rauðvín í glasið ásamt öðru glasi með hreinu og tæru íslensku vatni. Uppáhalds bíómynd? Snerting nýja mynd Baltasar Kormáks með Egil Ólafsson í aðalhlutverki var hreint frábær. Táraðist við að sjá þessa mynd sem lýsir því hvernig afleiðingar kjarnorkusprengju snerti líf fólks heimsálfa á milli. Þessi mynd er frábærlega vel gerð og vel leikin, hreint listaverk. Hefur þú komist í kast við lögin? Myndi frekar segja að ráðamenn þjóðarinnar hafi komist í kast við lögin þegar þeir reyndu að misnota vald sitt til að koma mér í 16 ára fangelsi fyrir það að vekja athygli á því feigðarflani utanríkis- og forsætisráðherra að lofa Bush bandaríkjaforseta Íslenskum farþegaflugvélum til vopna og herflutninga í ólöglegt stríð í Írak. Ísland varð að athlægi og við fengum á okkur svartan blett fyrir stuðning ráðamanna við ólögmætt stríð sem varð milljónum manns að fjörtjóni. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ljósmyndum og flug. Hef gaman að ferðast sjálfur á eigin smáþotu eða litlum skrúfuvélum og gert töluvert af því að ferðast þannig um heiminn. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Hef gaman að þáttum sem byggja á sögulegum staðreyndum, þáttum sem sýna sögur frá fyrri öldum, og svo þáttum um dýralíf og náttúru. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Göngutúr með Freyju litla hundinum mínum, litla ljóninu frá Asíu. Tökum oft langar göngur saman í hádegismat og á ströndina. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Nei drepleiðinlegur tími enda hafði ég skroppið til Lisbon í nokkra daga ferð en lokaðist þar inni mánuðum saman. Eina jákvæða var að ég lærði að elda mat og baka brauð á YouTube, enda var ekki um annað að velja en að bjarga sér sjálfur þegar öll veitingahús voru lokuð og lögreglan að gæta þess að enginn væri á ferð um göturnar nema rétt til að skreppa í matvörubúð. Covid lokanir voru enn öfgafyllri í Portúgal en víðast annars staðar. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég kom fyrst fram fyrir alþjóð í sjónvarpi til að kynna söfnun á jólagjöfum til að færa börnum í Hvíta Rússlandi sem höfðu skaddast eftir Chernobyl slysið. Ég hafði samþykkt að sækja fimm börn með sjúkraflugi og koma þeim á sjúkrahús í Dublin á Írlandi. Frekar en að fljúga út með tóma vél vildi ég fylla vélina af jólapökkum frá Íslenskum börnum. Hafði aldrei komið áður fram í sjónvarpi og það tók svolítið á að brjóta þann ís. Viðbrögð þjóðarinnar sem mætti með þúsundir jólapakka á örfáum dögum var góð hvatning að halda áfram og kynna síðan boðskap Friðar 2000 fyrir þjóðinni. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Eigum við ekki að halda okkur við Íslensku í spurningum til forsetaframbjóðenda? En hér er flott lag sem kom frá mínum stuðningsmönnum fyrir nokkrum dögum: Áttu þér draumabíl? Hupmobile rafbíl eins og þann sem fólk getur unnið á nuna.is með þátttöku í spurningakeppni úr bókinni Virkjum Bessastaði. Ég á Hupmobile vörumerkið og fyrsta módelið sem var framleitt 1909 og svo 1929 módelið. Ætla með þá í ferð um Evrópu ásamt splúnkunýjum Hupmobile rafbíl þegar við kynnum nýju bílana Hvernig slappar þú af? Yfir góðri bíómynd heima í stofu. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Ég mun byrja á að setja kross á Bessastaðakirkju. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Byrja á því að hitta Pútin og aðra ráðamenn og freista þess að ná friðarsamningum til að binda enda á styrjöldina í Úkraníu og koma í veg fyrir styrjöld á norðurslóðum. Ég vil endurbyggja samskipti Íslands og Rússlands þannig við verðum aftur skilgreind sem vinaþjóð en í dag er búið að stimpla okkur sem óvini Rússlands. Það er hættuleg staða þegar menn eru farnir að tala um að ráðast á óvini sína með kjarnorkuvopnum. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Lærði á píanó sem barn. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Spila aldrei tölvuleiki. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Þið finnið einhvern góðan eftir minn dag. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Það eru svo margar fallegar konur í framboði að þetta er ekki sanngjörn spurning. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Ef fólki finnst það merkilegasta framlag Guðna sem forseta hvað hann vill setja á pizzu áður hún hverfur ofaní hann, þá er það ekki að fara kjósa mig. Ég vil lyfta embættinu upp til meiri virðingar og að forsetinn gerist boðberi friðar á heimsvísu. Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Ástþór Magnússon er í framboði til forseta Íslands. Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Þingvellir. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Ég vil virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðisþróunar. Þetta er hægt að gera innan þess ramma sem forsetaembættið starfar í dag og með slíkum áherslum forseta Íslands gæti byggst hér upp nýr atvinnuvegur tengdur alþjóðastarfi í friðar, mannréttinda og lýðræðisþróun. Þetta gæti skapað 21 þúsund störf og aukið þjóðartekjur um 600 milljarða. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Tek ekki þátt í bardagalistum og hef aldrei nokkurn tíman á ævinni lent í slagsmálum. Galdurinn við það er einfaldur, þú slærð ekki til baka og beitir aldrei líkamlegu ofbeldi. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Trúi ekki á samsæriskenningar. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Lambalæri eða lambahryggur á diskinn og gott rauðvín í glasið ásamt öðru glasi með hreinu og tæru íslensku vatni. Uppáhalds bíómynd? Snerting nýja mynd Baltasar Kormáks með Egil Ólafsson í aðalhlutverki var hreint frábær. Táraðist við að sjá þessa mynd sem lýsir því hvernig afleiðingar kjarnorkusprengju snerti líf fólks heimsálfa á milli. Þessi mynd er frábærlega vel gerð og vel leikin, hreint listaverk. Hefur þú komist í kast við lögin? Myndi frekar segja að ráðamenn þjóðarinnar hafi komist í kast við lögin þegar þeir reyndu að misnota vald sitt til að koma mér í 16 ára fangelsi fyrir það að vekja athygli á því feigðarflani utanríkis- og forsætisráðherra að lofa Bush bandaríkjaforseta Íslenskum farþegaflugvélum til vopna og herflutninga í ólöglegt stríð í Írak. Ísland varð að athlægi og við fengum á okkur svartan blett fyrir stuðning ráðamanna við ólögmætt stríð sem varð milljónum manns að fjörtjóni. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ljósmyndum og flug. Hef gaman að ferðast sjálfur á eigin smáþotu eða litlum skrúfuvélum og gert töluvert af því að ferðast þannig um heiminn. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Hef gaman að þáttum sem byggja á sögulegum staðreyndum, þáttum sem sýna sögur frá fyrri öldum, og svo þáttum um dýralíf og náttúru. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Göngutúr með Freyju litla hundinum mínum, litla ljóninu frá Asíu. Tökum oft langar göngur saman í hádegismat og á ströndina. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Nei drepleiðinlegur tími enda hafði ég skroppið til Lisbon í nokkra daga ferð en lokaðist þar inni mánuðum saman. Eina jákvæða var að ég lærði að elda mat og baka brauð á YouTube, enda var ekki um annað að velja en að bjarga sér sjálfur þegar öll veitingahús voru lokuð og lögreglan að gæta þess að enginn væri á ferð um göturnar nema rétt til að skreppa í matvörubúð. Covid lokanir voru enn öfgafyllri í Portúgal en víðast annars staðar. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég kom fyrst fram fyrir alþjóð í sjónvarpi til að kynna söfnun á jólagjöfum til að færa börnum í Hvíta Rússlandi sem höfðu skaddast eftir Chernobyl slysið. Ég hafði samþykkt að sækja fimm börn með sjúkraflugi og koma þeim á sjúkrahús í Dublin á Írlandi. Frekar en að fljúga út með tóma vél vildi ég fylla vélina af jólapökkum frá Íslenskum börnum. Hafði aldrei komið áður fram í sjónvarpi og það tók svolítið á að brjóta þann ís. Viðbrögð þjóðarinnar sem mætti með þúsundir jólapakka á örfáum dögum var góð hvatning að halda áfram og kynna síðan boðskap Friðar 2000 fyrir þjóðinni. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Eigum við ekki að halda okkur við Íslensku í spurningum til forsetaframbjóðenda? En hér er flott lag sem kom frá mínum stuðningsmönnum fyrir nokkrum dögum: Áttu þér draumabíl? Hupmobile rafbíl eins og þann sem fólk getur unnið á nuna.is með þátttöku í spurningakeppni úr bókinni Virkjum Bessastaði. Ég á Hupmobile vörumerkið og fyrsta módelið sem var framleitt 1909 og svo 1929 módelið. Ætla með þá í ferð um Evrópu ásamt splúnkunýjum Hupmobile rafbíl þegar við kynnum nýju bílana Hvernig slappar þú af? Yfir góðri bíómynd heima í stofu. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Ég mun byrja á að setja kross á Bessastaðakirkju. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Byrja á því að hitta Pútin og aðra ráðamenn og freista þess að ná friðarsamningum til að binda enda á styrjöldina í Úkraníu og koma í veg fyrir styrjöld á norðurslóðum. Ég vil endurbyggja samskipti Íslands og Rússlands þannig við verðum aftur skilgreind sem vinaþjóð en í dag er búið að stimpla okkur sem óvini Rússlands. Það er hættuleg staða þegar menn eru farnir að tala um að ráðast á óvini sína með kjarnorkuvopnum. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Lærði á píanó sem barn. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Spila aldrei tölvuleiki. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Þið finnið einhvern góðan eftir minn dag. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Það eru svo margar fallegar konur í framboði að þetta er ekki sanngjörn spurning. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Ef fólki finnst það merkilegasta framlag Guðna sem forseta hvað hann vill setja á pizzu áður hún hverfur ofaní hann, þá er það ekki að fara kjósa mig. Ég vil lyfta embættinu upp til meiri virðingar og að forsetinn gerist boðberi friðar á heimsvísu.
Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira