Svaraði engu um Affleck Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2024 09:23 Simu Liu meðleikari Jennifer Lopez og leikstjóri myndarinnar Atlas, Brad Petyon. EPA-EFE/ISAAC ESQUIVEL Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni. Eins og greint hefur verið frá er uppi þrálátur orðrómur um að Jennifer Lopez og Ben Affleck séu skilin. Þau hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur eða rúma fimmtíu daga. Affleck er þessa dagana í Kaliforníu en Lopez í Mexíkó. Þau giftu sig árið 2022 eftir endurnýjuð kynni en þau voru par fyrir rúmlega tuttugu árum síðan. „Er það satt að þú og Ben Affleck séuð skilin? Þessi orðrómur? Hver er sannleikurinn?“ spurði blaðamaðurinn leik- og söngkonuna á blaðamannafundi þar sem hún var stödd ásamt öðrum leikurum myndarinnar. Í umfjöllun People kemur fram að þögn hafi slegið á salinn. Meðleikari Lopez í myndinni, Simu Liu, var að sögn miðilsins fljótur að bregðast við og slaufaði fundinum um leið og spurningin var borin upp. „Ókei, við erum að fara þangað. Takk kærlega fyrir komuna, við erum þakklát, takk fyrir,“ sagði Liu. Í umfjöllun People er því lýst þannig að Jennifer Lopez hafi á þessum tímapunkti hallað sér fram og gefið blaðamanninum illt auga. „Þú veist betur en þetta,“ sagði hún svo. Liu bætti við að Jen hefði framleitt myndina og að það væri ástæða þess að hann væri þarna. Lopez kvaddi svo salinn á spænsku. #JenniferLopez es cuestionada por su divorico en su visita a México para el estreno de #Atlas y #SimuLiu la defiende con una gran respuesta. 👏#JLo #AtlasEnMX pic.twitter.com/r2VX3XsXwi— Glamour Mex y Latam (@GlamourMex) May 23, 2024 Bíó og sjónvarp Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá er uppi þrálátur orðrómur um að Jennifer Lopez og Ben Affleck séu skilin. Þau hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur eða rúma fimmtíu daga. Affleck er þessa dagana í Kaliforníu en Lopez í Mexíkó. Þau giftu sig árið 2022 eftir endurnýjuð kynni en þau voru par fyrir rúmlega tuttugu árum síðan. „Er það satt að þú og Ben Affleck séuð skilin? Þessi orðrómur? Hver er sannleikurinn?“ spurði blaðamaðurinn leik- og söngkonuna á blaðamannafundi þar sem hún var stödd ásamt öðrum leikurum myndarinnar. Í umfjöllun People kemur fram að þögn hafi slegið á salinn. Meðleikari Lopez í myndinni, Simu Liu, var að sögn miðilsins fljótur að bregðast við og slaufaði fundinum um leið og spurningin var borin upp. „Ókei, við erum að fara þangað. Takk kærlega fyrir komuna, við erum þakklát, takk fyrir,“ sagði Liu. Í umfjöllun People er því lýst þannig að Jennifer Lopez hafi á þessum tímapunkti hallað sér fram og gefið blaðamanninum illt auga. „Þú veist betur en þetta,“ sagði hún svo. Liu bætti við að Jen hefði framleitt myndina og að það væri ástæða þess að hann væri þarna. Lopez kvaddi svo salinn á spænsku. #JenniferLopez es cuestionada por su divorico en su visita a México para el estreno de #Atlas y #SimuLiu la defiende con una gran respuesta. 👏#JLo #AtlasEnMX pic.twitter.com/r2VX3XsXwi— Glamour Mex y Latam (@GlamourMex) May 23, 2024
Bíó og sjónvarp Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira