Skipsbrak varpar ljósi á harmleik undan Vestfjörðum fyrir 72 árum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2024 21:41 Síðasta myndin sem tekin var af norska selfangaranum MS Brattind. Ishavsmuseet Aarvak Brak sem kom í troll íslensks togara í fyrra hefur núna leitt til þess að búið er að varpa ljósi á 72 ára gamlan harmleik, um örlög fimm norskra selveiðiskipa, sem hurfu sporlaust með 78 manns milli Íslands og Grænlands um páskana árið 1952. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í höfuðstöðvar Brims í Örfirisey en þar var upplýst í dag að brak, sem áhöfn togarans Viðeyjar fann í október í haust, reyndist mikilvægari fundur en menn gátu þá ímyndað sér. „Við fengum þetta í trollið við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, á Dornbankamiðunum,” segir Jón Frímann Eiríksson, sem var skipstjóri á Viðey í túrnum. Jón Frímann Eiríksson, skipstjóri á Viðey, bendir á punktinn á kortinu þar sem brakið fannst.Einar Árnason Upp komu nokkrir stórir hlutir og einnig stýri. „Þá fórum við svona að átta okkur á því að þetta væri kannski eitthvað aðeins merkilegra heldur en eitthvað bara drasl,” segir skipstjórinn. Hér má sjá nokkra af þeim hlutum sem komu í troll togarans Viðeyjar.Ishavsmuseet Aarvak Frétt í Morgunblaðinu um fundinn varð til þess að norskt safn bað um að fá hlutina til rannsóknar. Í dag kynnti fulltrúi þess Íslendingum niðurstöðuna. „Á því leikur enginn vafi lengur, það var MS Brattind sem fannst,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu í Brandal við Álasund. Willy Nesset, fulltrúi Íshafssafnsins í Brandal við Álasund.Einar Árnason MS Brattind var einn fimm norskra selfangara sem týndust í illviðri með mikilli ísingu árið 1952. „Að fá að vita það að við vorum að finna vota gröf sjötíu manna er náttúrlega bara alveg magnað. Sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir á þessum tíma,” segir skipstjórinn Jón Frímann. Fyrir samfélög í Mæri og Tromsfylki er núna fengin staðfesting á miklum harmleik þegar 78 norskir sjómenn fórust. Selveiðiskipin fimm sem týndust milli Íslands og Grænlands árið 1952.Ishavsmuseet Aarvak „Þegar fimm skútur hurfu sporlaust urðu eftir næstum fimmtíu ekkjur og næstum hundrað föðurlaus börn,” segir Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid. Núna sé loksins búið að varpa ljósi á hvað gerðist. Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid.Einar Árnason „Þetta eru stórtíðindi og margir upplifðu sterkar tilfinningar þegar þetta kom fram,” segir bæjarstjórinn. Umfangsmikil leit var gerð að skipunum á sínum tíma, bæði úr lofti og af sjó, án þess að nokkuð fyndist. Norsku skipin voru á selveiðum við hafísjaðarinn milli Íslands og Grænlands.Ishavsmuseet Aarvak „Þetta er fyrsta vísbendingin í 71 ár um hvað gerðist. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sögu norðurslóða og selveiða Noregs,” segir fulltrúi Íshafssafnsins. Í fundarlaun færðu Norðmennirnir skipstjóranum og útgerðinni gjafir en einnig ráðherra minjaverndar. Þökk sé Íslendingum hafa þeir núna áþreifanlega hluti til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Andlátstilkynningar í norsku dagblaði eftir atburðinn. Alls fórust 78 norskir sjómenn, 44 frá Tromsfylki og 34 frá Mæri. 46 konur urðu ekkjur og 98 börn föðurlaus.Ishavsmuseet Aarvak Þann 27. maí næstkomandi verður gripunum sem fundust stillt upp á sýningu í safninu. „Þetta verður fagur minnisvarði um þá sem hurfu í vesturísnum í þessum harmleik veturinn 1952,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Noregur Sjávarútvegur Brim Fornminjar Söfn Dýr Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í höfuðstöðvar Brims í Örfirisey en þar var upplýst í dag að brak, sem áhöfn togarans Viðeyjar fann í október í haust, reyndist mikilvægari fundur en menn gátu þá ímyndað sér. „Við fengum þetta í trollið við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, á Dornbankamiðunum,” segir Jón Frímann Eiríksson, sem var skipstjóri á Viðey í túrnum. Jón Frímann Eiríksson, skipstjóri á Viðey, bendir á punktinn á kortinu þar sem brakið fannst.Einar Árnason Upp komu nokkrir stórir hlutir og einnig stýri. „Þá fórum við svona að átta okkur á því að þetta væri kannski eitthvað aðeins merkilegra heldur en eitthvað bara drasl,” segir skipstjórinn. Hér má sjá nokkra af þeim hlutum sem komu í troll togarans Viðeyjar.Ishavsmuseet Aarvak Frétt í Morgunblaðinu um fundinn varð til þess að norskt safn bað um að fá hlutina til rannsóknar. Í dag kynnti fulltrúi þess Íslendingum niðurstöðuna. „Á því leikur enginn vafi lengur, það var MS Brattind sem fannst,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu í Brandal við Álasund. Willy Nesset, fulltrúi Íshafssafnsins í Brandal við Álasund.Einar Árnason MS Brattind var einn fimm norskra selfangara sem týndust í illviðri með mikilli ísingu árið 1952. „Að fá að vita það að við vorum að finna vota gröf sjötíu manna er náttúrlega bara alveg magnað. Sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir á þessum tíma,” segir skipstjórinn Jón Frímann. Fyrir samfélög í Mæri og Tromsfylki er núna fengin staðfesting á miklum harmleik þegar 78 norskir sjómenn fórust. Selveiðiskipin fimm sem týndust milli Íslands og Grænlands árið 1952.Ishavsmuseet Aarvak „Þegar fimm skútur hurfu sporlaust urðu eftir næstum fimmtíu ekkjur og næstum hundrað föðurlaus börn,” segir Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid. Núna sé loksins búið að varpa ljósi á hvað gerðist. Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid.Einar Árnason „Þetta eru stórtíðindi og margir upplifðu sterkar tilfinningar þegar þetta kom fram,” segir bæjarstjórinn. Umfangsmikil leit var gerð að skipunum á sínum tíma, bæði úr lofti og af sjó, án þess að nokkuð fyndist. Norsku skipin voru á selveiðum við hafísjaðarinn milli Íslands og Grænlands.Ishavsmuseet Aarvak „Þetta er fyrsta vísbendingin í 71 ár um hvað gerðist. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sögu norðurslóða og selveiða Noregs,” segir fulltrúi Íshafssafnsins. Í fundarlaun færðu Norðmennirnir skipstjóranum og útgerðinni gjafir en einnig ráðherra minjaverndar. Þökk sé Íslendingum hafa þeir núna áþreifanlega hluti til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Andlátstilkynningar í norsku dagblaði eftir atburðinn. Alls fórust 78 norskir sjómenn, 44 frá Tromsfylki og 34 frá Mæri. 46 konur urðu ekkjur og 98 börn föðurlaus.Ishavsmuseet Aarvak Þann 27. maí næstkomandi verður gripunum sem fundust stillt upp á sýningu í safninu. „Þetta verður fagur minnisvarði um þá sem hurfu í vesturísnum í þessum harmleik veturinn 1952,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Noregur Sjávarútvegur Brim Fornminjar Söfn Dýr Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira