Þróttur lætur þríhyrninginn ekki af hendi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2024 15:32 Reitirnir þrír sem koma til greina fyrir unglingaskóla í Laugardalnum samkvæmt skóla- og frístundaráði borgarinnar. Þríhyrningurinn er sá appelsínuguli á myndinni. Aðalstjórn Þróttar segir tillögu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um byggingu unglingaskóla í Laugardal hafa komið félaginu í opna skjöldu. Ein af þremur mögulegum staðsetningum slíks skóla er á íþróttasvæði Þróttar sem þeir rauðu og hvítu segja ekki koma til greina. Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Í þeirri sviðsmynd er kveðið á um uppbyggingu unglingaskóla í Laugardalnum og koma þrjár lóðir til greina samkvæmt skýrslunni. Lóð nr. 1 í umræddri skýrslu er Þríhyrningurinn en sú lóð tilheyrir íþróttasvæði Þróttar samkvæmt samkomulagi félagsins við borgina frá 1996. Ekkert samráð „Í ljósi framangreinds hefur laganefnd Þróttar farið yfir samkomulag félagsins við borgina. Telur laganefndin ljóst að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins. Með samningi Þróttar og Reykjavíkurborgar frá 12. desember 1996, um flutning félagsins úr Sæviðarsundi yfir í Laugardal, lét Reykjavíkurborg Þrótti í té afnota af tilgreindum svæðum, þar á meðal svæðinu milli gervigrasvallar og Skautahallar, þ.e. Þríhyrningi. Samkvæmt samningnum skal Þróttur hafa afnot af þeim svæðum sem um ræðir svo lengi sem félagið starfar í Laugardal. Ekkert í samningi aðila heimilar Reykjavíkurborg einhliða að taka til sín svæði sem látin voru Þrótti í té. Þríhyrningurinn er því og verður hluti af íþróttasvæði Þróttar,“ segir í tilkynningu frá aðalstjórn Þróttar. Aðalstjórn áréttar að ekkert samráð hafi verið haft við félagið um umrædd áform borgarinnar og þau komið félaginu í opna skjöldu. „Það kemur ekki til greina af hálfu félagsins að gefa umrætt íþróttasvæði eftir enda gegnir það veigamiklu hlutverki í starfsemi þess. Þarna fara m.a. fram stórir viðburðir á borð við ReyCup og önnur knattspyrnumót sem gerir Þrótti kleift að halda rekstri sínum gangandi. Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð.“ Sér fyrir sér mikið rask á skólastarfi Alexandra Briem, fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði borgarinnar, sagði forsendur hafa breyst frá því fyrir einu og hálfu ári þegar lagt hafi verið upp með að byggja við skólana. Þegar kosturinn hafi verið skoðaður hafi fljótt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ sagði Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Reykjavík Þróttur Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Í þeirri sviðsmynd er kveðið á um uppbyggingu unglingaskóla í Laugardalnum og koma þrjár lóðir til greina samkvæmt skýrslunni. Lóð nr. 1 í umræddri skýrslu er Þríhyrningurinn en sú lóð tilheyrir íþróttasvæði Þróttar samkvæmt samkomulagi félagsins við borgina frá 1996. Ekkert samráð „Í ljósi framangreinds hefur laganefnd Þróttar farið yfir samkomulag félagsins við borgina. Telur laganefndin ljóst að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins. Með samningi Þróttar og Reykjavíkurborgar frá 12. desember 1996, um flutning félagsins úr Sæviðarsundi yfir í Laugardal, lét Reykjavíkurborg Þrótti í té afnota af tilgreindum svæðum, þar á meðal svæðinu milli gervigrasvallar og Skautahallar, þ.e. Þríhyrningi. Samkvæmt samningnum skal Þróttur hafa afnot af þeim svæðum sem um ræðir svo lengi sem félagið starfar í Laugardal. Ekkert í samningi aðila heimilar Reykjavíkurborg einhliða að taka til sín svæði sem látin voru Þrótti í té. Þríhyrningurinn er því og verður hluti af íþróttasvæði Þróttar,“ segir í tilkynningu frá aðalstjórn Þróttar. Aðalstjórn áréttar að ekkert samráð hafi verið haft við félagið um umrædd áform borgarinnar og þau komið félaginu í opna skjöldu. „Það kemur ekki til greina af hálfu félagsins að gefa umrætt íþróttasvæði eftir enda gegnir það veigamiklu hlutverki í starfsemi þess. Þarna fara m.a. fram stórir viðburðir á borð við ReyCup og önnur knattspyrnumót sem gerir Þrótti kleift að halda rekstri sínum gangandi. Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð.“ Sér fyrir sér mikið rask á skólastarfi Alexandra Briem, fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði borgarinnar, sagði forsendur hafa breyst frá því fyrir einu og hálfu ári þegar lagt hafi verið upp með að byggja við skólana. Þegar kosturinn hafi verið skoðaður hafi fljótt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ sagði Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Reykjavík Þróttur Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira